Leita í fréttum mbl.is

Furðulegur málflutningur!

Þessi leikur Evrópuandstæðinga á Alþingi er alveg út í hött. Eiga þessir þingmenn ekki að hafa hag okkar að leiðarljósi. Hvernig má það vera nú þegar ljóst er að áhrif okkar á Alþjóðavettvangi að menn skuli ekki einu sinni vilja kanna hvað okkur býðst við aðild að ESB? Nú hafa margir sérfræðingar bent á að staða okkar sem örríkis sé afleidd og við höfum aðeins 2 kosti það er að sækja um að komast í ESB eða í ríkjasamband við aðra þjóð. Því að svona örríki með ör efnahagssvæði taki á sig alla skelli í framtíðinni margfalt á við aðrar þjóðir.

Eins erum við að verða afgangsstærð í öllu Alþjóðasamstarfi og ákvörðunum.

Nú og svo erum við ein af örfáum Evrópuþjóðum sem erum ekki í ESB eða á leiðinni þangað inn. Og engin þjóð er á leiðinni út úr ESB!

Hvernig væri nú að bíða eftir samningsdrögunum áður menn halda svona leik áfram.


mbl.is Aldrei andvígari ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alli

Hernig væri komið fyrir Íslandi í dag hefði það verið í ESB?  Ég held ekki vel miðað við þessa frétt á Vísir.is:

Evrópusambandið flengir Grikki

mynd

Óli Tynes skrifar:

Evrópusambandið hefur sýnt vanþóknun sína og mátt sinn með því að svipta Grikkland atkvæðisrétti á fundi sem haldinn verður í næsta mánuði.

Það er að vísu aðeins táknrænn gjörningur sem hefur svosem enga praktiska þýðingu. Fréttaskýrendur segja hinsvegar að niðurlægingin sé skelfileg.

Viðskiptaritstjóri breska blaðsins Daily Telegraph segir til dæmis að þetta séu vatnaskil og gríðarlegur missir sjálfstæðis.

Evrópusambandið segir að Grikkir verði að verða við kröfum um niðurskurð og skattahækkanir fyrir sextánda næsta mánaðar, eða missa vald yfir eigin skattheimtu og útgjöldum.

Ef Grikkir verði ekki við kröfunum muni Evrópusambandið sjálft fyrirskipa niðurskurð samkvæmt hundrað tuttugustu og sjöttu grein Lisbon sáttmálans.

Það þýðir í raun að Grikkland verður nánast réttindalaust kotbýli í léni Evrópusambandsins.

-Við munum sannarlega ekki sleppa þeim af króknum, hefur Daily Telegraph eftir Josef Proll fjármálaráðherra Austurríkis. Þar bergmálar hann skoðanir starfsbræðra sinna í Norður-Evrópu.

Sumir þýskir embættismenn vilja að Grikkland verði með öllu svipt atkvæðisrétti þangað það skreiðist út úr gjaldþroti.

Evrópusambandið neitar enn að upplýsa á hvern hátt það gæti hugsanlega komið Grikklandi til aðstoðar.

Öll áherslan er á að segja Grikkjum að það sé þeirra eigið mál að koma landinu á réttan kjöl.

Í Þýskalandi telja margir það vænlegri kost að reka Grikkland úr evru myntbandalaginu frekar en koma því til hjálpar

Alli, 17.2.2010 kl. 14:08

2 Smámynd: Jón

Bíddu lastu ekki fréttina sem þú ert að gera athugasemd við. Ögmundur var beðinn um sína skoðun og hann sagði hana. Ekkert athugavert við það, einnig sagðist hann ennþá styðja sína ákvörðun um að sækja um aðild, þar sem að hann vill að þjóðin fái að ráða þessu.

Ég skil ekki hvað þú ert að lasta honum því hann var í raun að gera allt sem þú varst að gefa í skyn að þú vildir sjá gerast.

Nú fannst mér mestallt sem þú skrifaðir vera útí hött og sýnist mér þú vera haldinn smámennskubrjálæði. Ísland er mun sterkara en þú heldur, hins vegar þá er það rangt að engin þjóð vilji útúr ESB enda hafa Írar verið nokkurn veginn á móti því í heillangan tíma. 

 Þar er fjármálakerfið svo lítið og veikt að það að vera með evruna er að gera meiri skaða heldur en að hjálpa þeim. Eins með Breta, þar í landi eru margir mjög ósáttir við ESB og þar ber helst að nefna sjávarútvegsmenn sem að bókstaflega hata ESB, enda hefur það haft mjög slæm áhrif á sjávarútveg Bretlands.

Það elska ekki allir ESB, og það elska ekki allir Íslendingar þá hugmynd að ganga í ESB. Svo þó að þú viljir breiða út boðskapinn að þú sért skíthræddur um hvað við erum lítil og máttlaus þá vil ég bara að þú vitir það að ekki eru allir á þessu landi aumingjar og að beygja sig fram og segja "taktu mig" er svo sannarlega ekki leiðin til að bjarga landinu. Það er sérstaklega slæm aðferð til að fá góða samninga í ESB aðildarviðræðum þar að auki.

Jón, 17.2.2010 kl. 14:11

3 identicon

Alveg makalaus þessi umfjöllun um Grikkland sbr ath semd hér að ofan. Grikkir hafa verið á efnahagslegri gjörgæslu í yfir 200 ár. Ekki er það síður makalaust að hælbítar - sem á sínum tíma sögðu að við ættum að hætta að bera okkur saman við Norðurlönd því við værum svo miklu klárari - leita nú huggunar og samanburðar hjá ríkjum eins og Grikklandi, Lettlandi, Litháen. Annarsvegar Gikkland sem alltaf hefur verið á hausnum og svo fyrrum lýðveldum Sovét sem hafa engar traustar stofnanin til að byggja á og eru því í vandæðum og væru í vandræðum alveg óháð ESB . Alveg magnað!

Úlfar Hauksson (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 14:19

4 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Ég held að þú ættir að lesa fréttina vandlega yfir til að skilja hana.

Og leiðrétta svo skrifin.

Sveinn Elías Hansson, 17.2.2010 kl. 14:21

5 identicon

Alli, þú segir "Hvernig væri komið fyrir Íslandi í dag hefði það verið í ESB? " og þá spyr ég, hvernig er komið fyrir okkur Íslendingum í dag...?, og ekki erum við í EB...þetta er þversagnakenndur áróður hjá þér.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 14:31

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Eigin frami og auglýsingamennska er oft freistandi. Hélt reyndar að Ögmundur frændi minn væri skynsamari en þetta. Verð bara að sætta mig við þessi ósköp.

En svona í alvöru talað þá skil ég ekki með neinu móti það fólk sem ekki vill vinna með sínum næstu nágrönnum. ESB var stofnað um frið, mannréttindi, viðskiptafrelsi og jöfnuð. Vandi Grikkja á ekki að trufla okkur. Við eigum nóg með okkar mál.

Við erum að rísa úr rústum hrunins hagkerfis og þó það sé kaldranalegt að segja það þá er það einstakt tækifæri til að byrja alveg upp á nýtt. Hvað er betra en að byrja á að sameinast nágrönnum sínum á grundvelli áðurnefndra gilda.

Þið hinir neikvæðu piltar. Dragið djúpt andann og skoðið svo samninginn eftir því sem honum miðar áleiðis. Núna minnið þið mig svo á asnann í heyflekknum sem heldur svalt en að velja sér tuggu. Fáið ykkur fáein strá og tyggið vel. Í mínu sveitarfélagi Húnaþingi vestra sem varð til við sameiningu allra sveitarfélaga í V Hún 1998, voru 2 grunnskólar á Hvammstanga og Laugarbakka, sameinaðir af sveitarstjórn með litlum fyrirvara sama sumar svo hægt væri að manna kennarastöður. Skólahúsin er 2 og hinum nýja skóla var skipt í eldir og yngri hluta. Annar hlutinn þar og hinn hér. Allt ætlaði af göflunum að ganga næstu mánuði,en ákvörðun sveitarstjórnar stóð.

Fyrir sveitarstjórnarkosningar 2002 boðuðu fyrrum andstæðingar sameiningar skólanna, þá stefnu að aldurskipum skóla skyldi haldið áfram

Þetta fyrirkomulag hefði reynst afar vel og allir glaðir og kátir. Framtíðaráformin eru þau að byggja við skólahúsið á Hvammstanga og flytja alla starfsemina þangað. Finna þarf nýtt hlutverk fyrir Laugarbakkaskóla.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.2.2010 kl. 14:38

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef ekki verið talsmaður þess að ganga í ESB. En það er auðvitað vonlaust að taka vitræna afstöðu til inngöngu eða ekki, fyrr en við vitum fyrir víst hvað er í pottinum.

Það er mér því hulin ráðgáta hvernig menn sem vilja láta taka sig alvarlega nenna að andskotast þetta og fara hamförum ýmist með eða á móti og fullyrða út í eitt einhverja vitleysu aðeins byggða á hreinum getgátum og tilfinningum.

Sjáum hverju viðræðurnar skila okkur, höldum ró okkar á meðan. Verði niðurstaðan óhagstæð okkar hagsmunum, verður umsóknin auðvitað felld.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.2.2010 kl. 15:15

8 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ögmundur er á móti og hefur örugglega sínar ástæður fyrir því. Hann vill hins vegar að kosið verði um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Merkilegt hvað þetta fer fyrir brjóstið á fólki...

Haraldur Rafn Ingvason, 17.2.2010 kl. 16:20

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nei við ESB við viljum halda landbúnaði á landi voru!

Sigurður Haraldsson, 17.2.2010 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband