Leita í fréttum mbl.is

Þolinmótt fjármagn

Það er kannski til marks um hversu mikið er um peninga í þjóðfélaginu um þessar mundir að nú er fjárfestar út um allar jarðir að kaupa upp heilu hverfin. Þeir sjá sér hag í því að kaupa eignir og lóðaréttin með því að þar má hugsanlega byggja einhver ný hús sem svo aftur fyrirtæki og nýríkir Íslendingar slást um að kaupa. Reyndar finnst mér með ólíkindum hversu margir stórir fjárfestar eru orðnir í þessu litla landi.

Það sem ég er aftur að velta fyrir mér er hversu þolinmóðir þessi fjármunir eru sem fara í þetta. Það að það virðist vera auðvelt fyrir þessa menn að labba bara í næsta banka og reyfa þessa hugmynd og bingó bankinn ábyrgist fjármögnun. Þó er oftast engin leyfi komin fyrir niðurrifi og breytingum. Því oft að það virðist rent blint í sjóinn með þetta. Eða eru kannski leyfin komin bak við tjöldin? Hér fyrir nokkrum árum hefðu menn ekki verið tilbúnir að festa penginga í lengri tíma án þess að tryggt væri að þeir bæru arð.

Nú síðast las ég þetta:

ruv.is

Fyrst birt: 14.01.2007 19:01

Síðast uppfært: 14.01.2007 20:06

  • Vinsælt að kaupa fasteignir í Örfirisey

    Fjárfestar kaupa nú upp fjölda fasteigna í Örfirisey fyrir milljarða króna. Svæðið er að verða eftirsóttasta byggingarland höfuðborgarinnar, segir formaður borgarráðs.

    Fjárfestingafélagið Lindberg ehf. hefur undanfarnar vikur keypt fasteignir í Örfirisey fyrir vel á þriðja milljarð króna. Á föstudag gekk félagið frá kaupum á 10 eignum á svæðinu fyrir um 850 milljónir. Miklar vonir eru bundnar við svæðið segir formaður borgarráðs.

    Þarma skilst mér að Sparisjóðabanki sjái um fjármögnun

  • Síðan má lesa þetta á bloggi oddvita Samfylkingarinnar í Kópavogi.

    Nú hefur stór hluti Glaðheimalandsins svo verið seldur félagi sem enginn í raun veit hver á.
    Á Kársnesi er svipað uppi á teningnum.  Félög í eigu fjársterkra aðila hafa verið að kaupa upp svæði á nesinu og skipuleggja nýja byggð, þétta og háreista með það að markmiði að selja og græða.  Fyrir einu félaginu fer fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í byggingarnefnd - reyndar formaður byggingarnefndar.  Í mikilli andstöðu við íbúa á Kársnesi og andstöðu minnihlutans í bæjarstjórn Kópavogs ákvað meirihlutinn  að heimila að auglýsa breytt skipulag á þessum tiltekna reit á meðan aðrar tillögur hafa verið settar í bið.

    Þetta finnst mér alveg með ólíkindum. Það er að menn séu tilbúnir að binda milljarða í gömlum byggingum og lóðum. Það er líka með ólíkindum að allt þetta nýja húsnæði eigi eftir að seljast. Farið að byggja 20 hæða skrifstofuturn í Kópavogi og nokkrir fleiri á leiðinni.

    En þetta er kannski til marks um nýja og betri tíma. En það sem er að böglast fyrir mér er áræðið hjá bönkum að lána út á hugmynd sem ekki hefur en fengið samþykki hjá borgar- bæjaryfirvöldum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband