Leita í fréttum mbl.is

Ef að þeir eru að bjóða að vaxtalaust tímabil eða lækkun vaxta, þá tökum við þessu!

Ef eins ég las einhversstaðar í gær að um væri að ræða vaxta lækkun , vaxtalaust tímabil, eða breytilega vexti þá tökum við þessu og hættum þessari vitleysu.

Ef að eignarsafn Landsbankans dugar upp í 90% af Icesave láninu þá erum við að tala um að 2015 verði skuldin 70 milljarðar eða minna. Og ef vextir fara þá að tikka erum við að tala um kannski 4 milljarða í vexti 2015 og það færi svo minnkandi.  Er það ekki nóg til að við klárum þetta. Þetta er bara brota brot af því sem búið var að reikna að við réðum við. Væri ekki vit að klára þá þetta og komast af stað í endurreisn landsins. 


mbl.is Svar komið vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Það verður að fara að ljúka þessu.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 16:14

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bara orðin breytilegir vextir vekja hroll. Þegar þessi töfra orð fylgdu lánum bankana okkar blessuðu þá táknaði það aðeins að lánið yrði hverju sinni með hagstæðustu vöxtum fyrir bankann.

En er hægt að vera með einhverjar bollaleggingar um innihald tilboðsins áður en það verður opinberað?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.2.2010 kl. 16:15

3 identicon

"Ef að eignarsafn Landsbankans dugar upp í 90% af Icesave láninu þá erum við að tala um að 2015 verði skuldin 70 milljarðar eða minna."

...og ef eignasafn Landsbankans dugar fyrir 30% af Icesave láninu þá erum við að tala um að 2016 verði skuldin um 500 milljarðar, sem er svipað og núna.

Vaxtaprósentan er bara einn þáttur í þessu. Áhættan sem Ísland tekur á sig er gríðarleg, og hún skiptir jafn miklu eða meira máli en vextirnir.

 Að gera sífellt ráð fyrir því að eignasafn LBI fari örugglega á 90% verðgildis, að krónan muni ekki falla næstu 15 árin, og aðneyðarlögin haldi pottþétt ernákvæmlega sams konar mistök og bankamenn gerðu 2007. Bara gera ráð fyrir því að áhættan skipti ekki máli vegna þess að það eru svo litlar líkur á að allir bankarnir falli í einu. Að samþykkja viðaukasamninginn óbreyttan nema með breyttri vaxtaprósentu er að gera nákvæmlega sömu mistök og komu okkur í þennan skít til að byrja með.

Jóhannes Þ. (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 18:34

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Fylgjast sumir ekkert með fréttum? Það féll héraðsdómur um daginn þar sem bílalánsmál var dæmt ólöglegt. Líklega falla þau lán niður í óverðtryggð lán með 3-4% vöxtum í íslenskum krónum, þar með talið svokölluð erlend lán Landsbankans.

Bara við þetta er lánasafn Landsbankans fallið niður um nokkur prósent. Halda einhverjir að mikið af lánum til pappakassafyrirtækja Jóns Ásgeirs, Björgólfanna og margra fleiri fáist nokkurn tímann greidd? Markaðurinn veit þetta.

Theódór Norðkvist, 20.2.2010 kl. 20:45

5 identicon

Vaxtalækkunin er í boði Sigmundar og Framsóknar.  Án þeirra sætum við uppi með drullumallasamning Svavars í boði Samfó og VG-viðundranna.

ÞJ (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband