Leita í fréttum mbl.is

Jæja tími breytinga hafinn hér í Kópavogi!

Ef að fólk horfir raunhæft á hlutina þá hljóta allir að sjá að þetta er fyrir bestu. Tími stjórnmálamanna sem stjórna eins og einræðisherrar og líta á bæjarfélag sem sitt einkafyrirtæki er liðin. Þetta er mynd sem maður fékk af stjórnunarstíl Gunnars Birgissonar. Og tengsl hans við ákveðna starfssemi eins og verktaka sem og að vinir hans og stuðningsmenn hafi átt greiðan aðgang að störfum og verkum fyrir Kópavog orka náttúrulega tvímælis.

En helst af öllu er engu bæjarfélagi holt að þar sé sami maður sem stjórnar beint og óbeint í svona langan tíma. 20 ár voru meira en nóg!

Nú tekur tími fyrir stjórnmálaflokka í Kópavogi að finna leiðir til að vinda ofan af hrikalegum skuldum. 32 milljarðar er alveg hræðileg summa. Og sér í lagi vegna þess að við hefðum ekki þurft að vera í þessari stöðu ef að bærinn hefði bara farið sér aðeins hægar. Ég gat aldrei séð af hverju það þurfti að þenja bæinn svona hratt út.

Og maður þakkar fyrir að áform Gunnars um óperhús og fleira gáfulegt var ekki komið í gang. Því þá værum við í svipaðri stöðu og Álftanes núna.


mbl.is Ármann öruggur í 1. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Býrð þú í Gunnarsvogi???

Sveinn Elías Hansson, 20.2.2010 kl. 23:43

2 Smámynd: Eygló

Gott sei Dank!

Breyting allavega breytinganna vegna : )

Eygló, 20.2.2010 kl. 23:48

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Valdstjórn einræðisherra hefur hvergi gefist vel. Kópavogur og Ísland eru skýr dæmi um slíkt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.2.2010 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband