Leita í fréttum mbl.is

Þjóðlendumálin komin yfir hálfan milljarð.

Það er makalaust hvað allir hlutir þurfa að kosta. Eins og þetta með þjóðlendumálin. Þau eru sennilega búinn að kosta okkur hátt í 600 milljónir (þá bæti ég árinu 2006 við upplýsingar í fréttini hér fyrir neðan) og nú fyrst er verið að huga að því að breyta aðferðum til að málin fari að ganga í einhverri sátt.

 

Fréttablaðið, 15. jan. 2007 06:30
Kostnaður ríkisins tæpar 450 milljónir

Kostnaður ríkisins af þjóðlendumálum hefur verið rúmar 447 milljónir frá árinu 1998 til ársins 2005. Þessi tala fæst þegar heildarkostnaðurinn, rúmar 384,5 milljónir, er uppreiknaður til verðlags ársins 2006.

Þessar upplýsingar koma fram í svari Árna Mathiesen fjármálaráðherra við fyrirspurn sem Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram á Alþingi í október. Jón fór einnig fram á að sjá kostnað sveitarfélaga af þjóðlendumálum. Í svari fjármálaráðherra kemur fram að ráðuneytið hafi ekki upplýsingar um kostnað þeirra.

Tölur um kostnað af þjóðlendumálum fyrir árið 2006 lágu ekki fyrir í gær þegar Fréttablaðið hafði samband við Böðvar Jónsson, aðstoðarmann fjármálaráðherra.

Kostnaður ríkisins af þjóðlendumálum er þrískiptur: kostnaður ráðuneytisins vegna undirbúnings mála, almennur kostnaður óbyggðanefndar og kostnaður við úrskurði.

Í kostnaðinum felst meðal annars vinna lögmanna við gagnaöflun, laun til starfsmanna óbyggðanefndar, laun til lögmanna vegna málflutnings lögmanna fyrir óbyggðanefnd og einnig þóknun til lögmanna sem gæta hagsmuna málsaðila annarra en ríkisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband