Miðvikudagur, 24. febrúar 2010
En þjóðaratkvæðagreiðslan er ekkert um þetta!
Finnst dálítið merkilegt að þessir kláru menn erlendis sem skrifa um málefni okkar og Icesave fara stundum frjálslega með. John Kay heldur því fram að þjóðaratkvæðagreiðslan sé um að hafna kröfunni um að almenningur beri ábyrgð á mistökum banka og bankamanna. Ég verð nú að segja að manni finnst þetta bull.
- Það er ekki verið að kjósa um að hafna ábyrgð á mistökum bankana. Það er verið að kjósa um lög frá Alþingi um ríkisábyrgð á Icesave 2. En við erum þegar búin að samþykkja lög þar sem við öxlum ábyrgð á innistæðutryggingunum
- Veit ekki hvort að John Kay hefur tekið eftir því að í stað þess að aðrar þjóðir ábyrgðust innistæðutryggingar þá fóru þær þá leið að þjóðnýta bankana eða leggja þeim til ógurlegar upphæðir sem er í raun þeirra leið til að verja innistæður.
- Og gaman væri að einhver spyrði blessaðan manninn af hverju í ósköpunum nokkur ætti að geyma fé í bönkum ef að málið væri að fé sé ekki á nokkurn hátt varið að nokkru leit í bönkunum.
- Og þá væri líka gaman að vita í kjölfar þess, hvernig hann álítur að fjárfestingar og lán yrðu möguleg ef að enginn vill geyma fé sitt í bönkum í framtíðinni til ávöxtunar.
- Held að menn verði nú að átta sig á að sparifé og inneignir i bönkum er jú það fé sem knýr samfélögin áfram. Og ef engin þorir að fela bönkum að ávaxta fé sitt þá verða væntanlega ekki stórframkvæmdir og miklu minna um lán. Nema að allir bankar verði ríkisvæddi.
Síðan gleymir hann því að Bretar og Hollenskir skattborgarar eru nú þegar búnir að greiða þessar innistæður sem töpuðust vegna mistaka bankamanna og banka.
Þannig að þetta er fín grein okkur til stuðnings en ég átta mig ekki á rökum hans.
Íslendingar hafa náð frumkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Kosningin snýst um lýðræðið!
Sigurður Haraldsson, 24.2.2010 kl. 10:51
Það er greinilegt að maðurinn hefur ekki haft fyrir því að kynna sér málið áður en hann sletti þessu fram. Því miður halda líka margir Íslendingar að þjóðaratkvæðagreiðslan snúist um þetta en hún er að sjálfsögðu bara um einn tiltekinn samning. Auðvitað á að hætta við þessa þjóðaratkvæðagreiðslu því hún er algjörlega tilgangslaus þegar betra samningstilboð liggur á borðinu. Fólk bara virðist ekki geta skilið þetta.
Óskar, 24.2.2010 kl. 10:53
Þetta er algjört bull í þér, Magnús. Lögin sem samþykkt voru á Alþingi á sínum tíma voru felld úr gildi og hafa því enga þýðingu í dag.
Engin lög kveða á um það að innistæður banka séu ríkistryggðar. Ef þú finnur einhver slík, bentu þá á þau. Það að einhverjar ríkisstjórnir ákveði fyrir sinn hatt að ábyrgjast innistæður, umfram getu innistæðutryggingasjóða, gerir það ekki að lögum.
Margir bankar hafa farið á hausinn á undanförnum misserum, bæði austan hafs og vestan og þeim var ekki öllum bjargað.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.2.2010 kl. 11:08
Jæja Gunnar en á www.thjodaratkvaedi.is stendur
Þetta skil ég þannig að lögin frá því í Ágúst taki gildi þó Breta og Hollendingar séu ekki búinir að viðurkenna fyrirvarana þá er þar í lögum sagt til um ríkisábyrgð.
Eins sagði forsetinn þegar hann synjaði lögunum frá því des staðfestingar:
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.2.2010 kl. 11:21
"Held að menn verði nú að átta sig á að sparifé og inneignir i bönkum er jú það fé sem knýr samfélögin áfram. Og ef engin þorir að fela bönkum að ávaxta fé sitt þá verða væntanlega ekki stórframkvæmdir og miklu minna um lán. Nema að allir bankar verði ríkisvæddi"
Ég vil benda þér á að bankar eru tiltölulega nýleg fyrirbrigði. Áður en þeir komu til fóru menn í stórframkvæmdir. Rómverjar lögðu vegakerfi og vatnsveitur. Egyptar byggðu pýramínda og höfðu stöðugt hagkerfi í 3000 ár án vaxta (hugtakið var ekki til enda gengur það ekki upp til lengdar). Dómkirkjur voru byggðar á miðöldum og mörg menningarsamfélög döfnuðu vel án nokkurra banka. Frelsisbarátt Bandaríkjanna snérist að miklu leiti um að komast undan bönkum englendinga. Bankar eru blóðsugur á efnahagskerfið að mati margra sem þekkja vel til, og sumir spá því að þeir heyri brátt sögunni til.
Geir (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 11:31
Þjóðaratkvæðagreiðslan er um svo margt.
1. Lýðræði, að búa til hefð fyrir lýðræði.
2. Gefa heiminum fordæmi fyrir því að segja nei við því að setja skuldir einkafyrirtækja yfir á almenning.
3. Kjósa og henda skuldum Landsbankans og þeirra sem raunverulega bera ábyrgðina í þá aftur.
Já, í raun verða lögin um ríksábyrgð á innistæðum í gildi, en þau verða tilgangslaus og óvirk.
Baldvin Björgvinsson, 24.2.2010 kl. 12:19
Baldvin það er nú auðvelt að segja svona! "Gefa heiminum fordæmi fyrir því að segja nei við því að setja skuldir einkafyrirtækja yfir á almenning." Þetta var ekki bara spurning um það. Minni þig á að ríkið er þegar búið að leggja nærri 300 milljarða í Landsbankan m..a til að verja innistæður þeirra sem áttu peninga á reikningum í Landsbankanum gamla. Þetta hefur verið gert um allan heim. Þ.e. að almenningur er að leggja bönkunum til fé til að verja eignir almennings og hagsmuni. Minnir að milli 50 eða 60 þúsund Íslendinga hafi átt þarna inni peninga bara hér á landi. Og það var varið með neyðarlögum. Ef að allir bankarnir hefðu fengið að hrynja þá hefðu tapast þúsundir milljarðar af eignum almennings. Og hundruð eða þúsund milljarðar af eignum Lífeyrisstjóða.
Icesave er því spurning um hvort að peninga Breta og Hollendinga séu örðuvíspeningar en þeirra Íslendinga sem höfðu treyst Landsbankanum.
Ég er mjög fylgjandi Þjóðaratkvæðagreiðlslum! EN þær þurfa að snúast um einhverja niðurstöður. Og eins þá er sumt sem ekki er hægt að bera undir þjóðina beint. T.d. væru hér sennilega engir skattar ef að fólk hefði alltaf möguleika um að samþykkja eða synja skattabreytingum.
Ef að ríki er búið að samþykkja ríkistábyrgð þá er hægt að ganga að ríkinu fyrir því sem ríkið er í ábyrgð fyrir. Sbr þegar fólk skrifar undir sjálfskuldarábyrgð við lán. Þá er það ábyrgt fyrir láninu ef að sá sem á að borga getur það ekki. Í þessu tilfelli innistæðutrygginarsjoður. Það á aðeins eftir að semja um skilmála lánsins. Stjórnvöld eru búin að viðurkenna ábyrgð í málinu frá því 11 október 2008.
Og eins þá má benda á þetta út frá jafnræðisreglu EES
Þá má nefna:
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.2.2010 kl. 12:38
Það virðist eins og fyrri daginn að við tökumst á loft ef útlendingar tjá sig um viðhorf sín til Íslands og svo er rokið í að flokka viðkomandi sem vin eða óvin. og þar með er málið afgreitt.
Þessi Icesavemáls ferill verður flóknara með hverjum degi, að mér sýnist.
Frumvarpi ríkisstjórnarinnar verður að öllum líkindum hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni en þá stendur eftir fyrra frumvarpið, sem fáir virtust samt hrifnir af. Þetta nýjasta "tilboð" frá Bretum og Hollendingum virðist ekki heldur hafa fallið í frjóan jarðveg. Hvað gerist hugsanlega í þessu máli eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna?
Í millitíðinni eru svo okkar menn, með sínu ráðgjafaliði, búnir að standa í stríðu en án sjáanlegs árangurs: óteljandi ferðalög til útlanda,þrautlausar bréfaskriftir, endalaus símtöl og emails, fjölmiðlayfirlýsingar vítt og breitt, samninga tengd spjöll innan lands og utan.
Bloggarirnir eru flestir búnir að hrópa sig hása um að við borgum ekki krónu og að ekki komi til greina að greiða skuldir " óreiðumanna" og eru þar að auki með föðurlandssvikara stimpilinn tilbúinn til að skella á þau okkar sem kynnu að hafa látið sér fetta í hug, í fáfræði sinni, að kannski væri hægt að gera aðrar athugasemdir við bloggfærslur þeirra en "Fínt hjá þér. Flott hjá þér".
Það sem mér finnst kannski mesta áhyggjuefnið í sambandi við hvernig við komum þjóðarskútunni á réttan kjöl eftir að hún lenti í brotsjó hrunsins er einmitt þetta "sambandsleysi" við "viðmælendur" sem virðist hugsanlega geta verið vera eitt af okkar þjóðareinkennum.
Til að fyrirbyggja leiðindi vil ég taka það fram að ég er óflokksbundin og tek ekki þátt í óflokksbundnum "pólítískum gjörningum".
Agla (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 13:18
Rétt ábending.
Það er ekki heil brú í þessum málflutningi álíka og hjá umræddum John.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.2.2010 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.