Leita í fréttum mbl.is

Það er ástæða til að fagna núna!

eu-flagÓlafur Arnarson sem ég er ekki oft sammála segir þetta ágætlega á www.pressan.is í grein með yfirskriftinni "Til hamingju Ísland"

Sá málaflokkur, sem mestu máli skiptir okkur, fyrir utan gjaldmiðilssamstarf, er sjávarútvegurinn. Niðurstaða framkvæmdastjórarinnar í þeim málaflokki var miklu jákvæðari í okkar garð en bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona. Við verðum að gera breytingar, sem m.a. snúa að því að afnema höft á eignarhaldi útlendinga á íslenskum útgerðarfyrirtækjum. Það eru breytingar, sem við eigum að ráðast í burtséð frá aðild að ESB. Einnig verðum við að gera breytingar, sem að mestu snúa að formsatriðum. Þetta vissum við fyrir.

Stóra fréttin fyrir okkur Íslendinga er hins vegar sú, að framkvæmdastjórnin sér fyrir sér verulega aðkomu Íslands að stefnumörkun ESB í sjávarútvegsmálum. Þetta er sérstaklega tekið fram í skýrslunni. Tekið er fram að fyrirhugaðar eru breytingar á sjávarútvegsstefnu ESB með íslenska kerfið sem fyrirmynd. Þá væntir framkvæmdastjórnin þess að Ísland muni leiða stefnumörkun sambandsins varðandi sjávarútveg á heimsskautasvæðum. Þetta eru stórkostlegar fréttir fyrir okkur Íslendinga.

Já svartsýnu heimóttalegu afturhaldseggirnir í Heimssýn þurfa nú að finn í hvelli eitthvað annað á móti ESB. Þeir stefna jú að því að einanga okkur hér út í miðju ballarhafi. Kannski að segja fólki að ESB steli frá okkur Geysi! Grafi hann upp og flytji til London. Eða kannski Heklu og Kötlu. Flytji þau til Hollands á skipum og seti fjöllin upp þar.

Síðan væri gaman að einhver spyrði Heimssýnar fólk af hverju aðeins eitt land Noregur er ekki nú þegar eða á komin í ESB fyrir utan okkur. Jú Sviss líka en Sviss eyðir líka gríðarlegum fjármunum í tvíhliða viðskiptasamning við ESB. Eru þá allar hinar þjóðir Evrópu vitleysingar?

EU_map


mbl.is Skiptar skoðanir um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 "þá allar hinar þjóðir Evrópu vitleysingar?"

Nei, en þær eru Evrópuþjóðir. Þær eiga ákveðna sameiginlega sögulega reynslu af tíðum vígaferlum á meginlandinu en ESB er fyrst og fremst stofnað til höfuðs stríði í Evrópu. Þær eru líka upp til hópa iðnaðar- og þjónustuþjóðir sem eiga mikið til sömu hagsmuna að gæta hvað varðar efnahag og geta því margar verið í nánu efnahagssamstarfi með góðu móti.

Við erum hinsvegar heimskautaþjóð sem deilum ekki sögulegri reynslu Evrópuþjóða, almenningur á Íslandi hefur lítinn áhuga á kjarnaþáttum ESB sem eru ekki efnahagslegir, og við eigum mikið undir frumvinnslugreinum. Við munum því ekki geta þrifist vel í nánu efnahagssamstarfi við ESB-þjóðir. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 23:53

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu erum við ekki Evrópuþjóð? Held að það sé dálítið frjálslegt að segja að við séum heimskauta þjóð. Við höfum t.d. síðustu 50 ár stöðugt aðlagaða okkur að Evrópu. Við erum með þeim í Nató, EES, Schengen. Við erum náttúrulega helst Norðulandaþjóða og tilheyrum eigum rætur á þeim slóðum.

En aðalatriði er að ef við ætlum að þróast áfram eins og vesturlönd önnur og hafa þar einhver áhrif er okkur nauðsynlegt að komast að borðunum þar sem allar meiriháttar ákvarðanir eru teknar. Eins og staðan er í dag komust við hvergi að borðum. Í alþjóðasamfélaginu eru ESB ríkin mjög sterkur aðili en við höfum ekkert bandalag til að styðja okkur. Finnar, Danir og Svíar eru í ESB og fyrir það hefur virkni og samstaða innan Norðurlandaráðs liðið. Og þó við tækjum upp aukið samstarf við Færeyinga og Grænland þá værum við alveg jafn áhrifalaus. T.d. varðandi alþjóðasamninga og ákvarðanir.  Held að við séum ekki að líkja okkur við Sama eða eskimóa. Enda held ég að enginn vilji það nema hugsanlega Heimsýn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.2.2010 kl. 00:09

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Enda sé ég ekki meiri líkindi með  menningu Svía og t.d. Grikklands eða Spánar, umfram okkur. Þannig að eins og fólk veit er ESB samstarf ólíkra ríkja sem átta sig á að hagmunir þeirra eru fólgnir í nánu samstarfi um ákveðna þætti. Ríkin samt áfram eins ólík og þau eru mörg.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.2.2010 kl. 00:12

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er til raunsæisfólk í öllum flokkum, fer bara mis mikið fyrir þeim. Er ekki hissa á þessu viðhorfi ÓA,er búin að lesa bókina hans Sofandi að feigðarósi og þar kemur þetta viðhorf hans skýrt fram.

Las þessa bók fyrir jólin og fannst nóg um, en hún er bara eins og Gagn og gaman, miðað við það sem síðan hefur verið birt, svo verður það skýrslan svarta og þá verða sagðar alvöru fréttir fyrir fullorðna. Úff

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.2.2010 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband