Leita í fréttum mbl.is

Bíddu eru þeir ekki farnir að hljóma eins og ríkisvald!

Ef að fólk les þessa frétt eins og ég þá hljómar hún eins og þar fari opinberir fulltrúar Íslands. Væri kannski rétt að minna að þetta er hópur 10 til 20 manna sem hafa sína sýn á málið en tala ekki í umboði þjóðarinnar. Enda hafa þeir ekki verið til þess valdir eða kosnir.

Og hvað eiga þeir við með

Á fundinum mun InDefence kynna lagalega og efnahagslega stöðu Icesave málsins og afstöðu hópsins, auk þess að ræða fordæmalausar aðstæður Íslands sem vitnað er til í hinum svokölluðu Brussel viðmiðum sem þjóðirnar þrjár og Evrópusambandið undirrituðu í nóvember 2008.

Eru þeir að halda því fram að þeir ráði hvernig þetta mál er afgreitt hér og þeir skilji þetta allt svo miklu betur en aðrir.

">InDefence hópurinn telur fundarboð nefndarinnar bera vott um eindreginn vilja hollenskra þingmanna til að kynna sér staðreyndir málsins og málstað hópsins og er ánægður með þann rúma tíma sem fundinum er ætlaður, eða ein og hálf klukkustund

Gagnkvæmur skilningur málsaðila á málsatvikum og aðstæðum hvors annars er grunnurinn að sanngjarnri og réttlátri lausn á Icesave málinu. InDefence lítur á þennan fund sem mikilvægt tækifæri til að efla skilning milli þjóðanna tveggja og koma samskiptum milli þeirra í uppbyggilegan farveg


mbl.is InDefence til Hollands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Lestu fréttina bara aftur.

Talað um íslenska aðila en ekkert um að þeir séu opinberir fulltrúar landsins.
Fundurinn sjálfur mun vera opinber sem þá væntanlega þýðir að um engan feluleik í reykfylltum bakherbergjum eins og ríkisstjórnin hefur unnið þetta mál.

 Síðan er það annað mál hverjum þjóðin treystir best til að vera "opinberir fulltrúar" landsins í þessu máli og eru þessir heiðursmenn í InDefence vel til þess fallnir þó svo þitt Samfylkingarhjarta ferst í bræði yfir öllu þessu máli.

Carl Jóhann Granz, 25.2.2010 kl. 10:14

2 identicon

Ekki er ég samfylkingarmaður, né VX, XD eða XB - bara kjósandi, en það er mér löngu ljóst að Indefence er armur frá framsókn - og ætli Magnús Á sé ekki bara að sækja þarna evrur sem hann hefur braskað með sem þáverandi stjórnarmaður í Seðlabankanum

Bjönr Ólafs (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 10:45

3 identicon

Thingnefndir fa oft til sin hina og thessa serfrædinga /samtök osfrv. Thad er bara mjög flott ad islendingar komist inn a fundi i Hollandi, og Indefence hopurinn virdist vera med höfudid a rettum stad.

Thu talar eins og ad eingongu kjörnir fulltruar eigi ad takast a vid Icesave malid.... en sjadu nu hvad einmitt rikisstjornin (bædi nuverandi rikisstjorn OG rikisstjorn sjalfstædisflokks og samfylkingar) hafa gert i malinu! Ef thad væri ekki fyrir Indefence tha væri engin ad berjast fyrir hagsmunum almennings!

Bjarni (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 10:49

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já, fyrst sannfæra indefensstrumarnir hollenska þingið, síðan hollenskann almenning og í kjölfarið evrópu alla og á endanum alheiminn.

Síðan munu þeir bjóða sig fram í hollensku kosningunum og sigra þar o.s.frv.

Það er nú bara þannig líka að maður tekur öllu með stórum fyrirvara sem frá strumpunum kemur - og vaknar td. spurning afhverju þeir eru ekki búnir að þessu fyrr.  Hafa bjálfast í þessu máli til stórtjóns fyrir ísland og núna að dratthalast til að sannfæra hollenska þingið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.2.2010 kl. 11:34

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Já einsog svart er hið nýja hvítt er Magnús hinn nýi Jakob Frímann enda er þetta hópur af gömlum barnapíum Jakobs...hann meira að segja greiðir sér einsog Kobbi fyrir 10 árum.

Einhver Ágúst, 25.2.2010 kl. 12:06

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég hrökk við en sé núna að þið eruð að tala um Indefence liðann Magnús Árna Skúlason? Eða það vona ég. Því hann var jú að braska með evrur meðan hann var í seðalabankaráði og stóð því fyrir gjaldeyrishöftum og er einn af spekingum í Indefence

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.2.2010 kl. 12:18

7 identicon

InDefence fékk fleiri undirskriftir en nokkur flokkur fékk atkvæði í síðustu kosningum. Þeir hafa fullt umboð til að tala mínu máli.

Gunnar (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 13:13

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Engin af þessu undirskriftum er staðfest! Það var um helmingur þeirra sem skrifuðu undir sem misskildu það sem þeir voru að skrifa undir. Og þetta var ekki stuðningsyfirlýsing við þá heldur áskorun til forsetans um þjóðaatkvæðagreiðslu!

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.2.2010 kl. 13:23

9 Smámynd: Guðni Þór Björnsson

Og á ekki bara að þakka fyrir þessa þjóðaratkvæðagreiðslu?? Nema þú ætlir að setja Já á atkvæðið þitt, ég veit ekki. Þekki reyndar ekki til Magnúsar Árna en hann virðist allavega vera gera eitthvað gott þessa dagana.

Guðni Þór Björnsson, 25.2.2010 kl. 13:57

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Leyfi mér að vitna í færslu Egils Helgasonar þar sem hann segir.

Fáránleg staða

Eftir aðeins níu daga á að fara fram fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla í sögu lýðveldisins.

Því þrátt fyrir að Ólafur Ragnar hafi reynt að segja Jeremy Paxman að hér séu þjóðaratkvæðageiðslur ár og síð, þá er það ekki satt.

Síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla var fyrir stofnun lýðveldisins þegar kosið var um sambandsslit við Dani. Það var til dæmis ekki kosið um aðildina að Nató, EES eða kvótakerfið.

Eða fjölmiðlalögin sem forsetinn neitaði að skrifa undir.

Nú ber svo við að enn er óvissa um hvort atkvæðagreiðslan fer fram. Ráðamenn eru enn að reyna að redda málinu.

Samt er byrjað að kjósa utankjörstaða.

Það er ekki ofmælt að þetta sé fáránleg staða.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.2.2010 kl. 14:31

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og svona til að skýra málið. Þá höfum við nú þegar:

  • tilboð um mun skárri kjör en við erum að fara að kjósa um
  • samninga í gangi um betri kjör
  • algera óvissu um hvað taki við ef við fellum þessi lög.
  • Hugsanlega gömlu lögin frá því í ágúst með fyrirvörum sem eru óhagstæðari en það sem nú er í boði.

Indefence hefur m.a. sett sig upp á móti vaxtargreiðslum það er verið að bjóða betri kjör og vaxtalaust tímabil

Það er enn verið að hækka mat á eignum Landsbanka

Gengisáhætta sem Indefence ræðir um getur eins verið í hina áttina þ.e. að við græðum á þvi að krónan gæti líka hækkað.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.2.2010 kl. 14:41

12 identicon

Eftir á áttaði ég mig á því að fréttin er eingöngu byggð á upplýsingum frá indefence hópnum en ENGU AÐ SÍÐUR hvarflaði það að mér að það væri hægt að skilja hana þannig að Indefence hópurinn hefði leitað eftir og fengið staðfestan "fund" með Fjárlaganefnd Hollenska þingsins til að " ræða" Icesave málið þ.9.3.2010.

Fréttin segir enn fremur:"enn virðist því vilji hjá hollenskum þingmönnum til að halda áfram viðræðum þó núverandi samningar yrðu felldir í þjóðaratkvæðagreiðslunni."!!

Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna standa indefence með pálmann í höndunum, stjórninn er fallin og þeir komnir í ráðherrastólana. Einfalt mál ekki satt?

Ég sá okkar indefencemenn klædda sérhönnuðum búningum frá north 66 ,með íslenska fánann í fararbroddi. ljóslifandi fyrir mér, ganga til fundar við þessa handrukkara í fjárlaganefnd hollenska þingsins og íslenska þjóðin fylgist með í beinnri útsendingu á Ísland í Dag.Röskum klukkutíma seinna birtust okkar menn aftur með samninginn og úrkoman var Holland og Bretland núll point, Ísland 12 point.

Við þurftum ekki að borga krónu fyrir þetta Icesave rugl og ekki krónu fyrir skuldir "óreiðumanna" heldur.

Agla (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 14:43

13 identicon

Mig setur hljóðan,,,,,Að leyfa sér að krítisera gott fólk sem er að vinna að þjóðhag getur ekki verið annað enn hrikaleg siðblinda í ætt við útrásarvíkinga.

Óskar (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband