Fimmtudagur, 25. febrúar 2010
Held að við þurfum að passa okkur
Ég er á því að Alþingi ætti nú að koma sér saman um þær leikreglur sem við viljum hafa í atvinnulífinu og viðskiptum hér á landi. Reglunar séu nokkuð nákvæmar og harðar. Taki til þess siðferðis og gegnsæis sem fólk vill hafa. Síðan sé öllum þeim sem vilja starfa inna þessara reglna það leyfilegt. Ekki á að banna einum eða neinum að koma inn í þetta umhverfi óháð fortíð þeirra. Ef þeir verða síðan sakaðir og dæmdir fyrir eitthvað sem þeir nú þegar hafa gert saknæmt sé það í lögum að þeir megi ekki stunda atvinnurekstur eða eiga ráðandi hluti í neinum fyrirtækjum.
En þangað til setjum lög og reglur sem stuðla að því atvinnu- og viðskiptaumhverfi sem við viljum en ekki má handvelja hverjir koma að því heldur nýta alla þá peninga sem völ er á til að koma því á stað. Við eigum að setja hörð viðurlög við brotum og stuðla að góðu eftirlit. Þá smátt og smátt kemst hér skriður á málin.
Heyrði Tryggva Þór tala á þingi áðan þó ég sé ekki alltaf sammála honum þá mynntist hann einmitt á að ef að menn hefðu tapað peningum og fyrirtækjum þá væru raddir um að þeir mættu ekki taka þátt meira. En líka þeir sem græddu mega skv. sama fólki ekki taka hér þátt meir. Þar með eru fullt af peningum sem nýtast ekki til að byggja hér upp.
Bendi líka á ágætan pistil Margrétar Kristmannsdóttur:
Doði og aðgerðarleysi
Mikið óskaplega er íslenskt samfélag að verða leiðinlegt! Reiðin, pirringurinn, doðinn og meðvirknin tröllríður öllu og jákvæð umræða og fréttir komast vart að. Þeir Íslendingar sem nú ferðast að nýju til útlanda segja margir að það sé ekki eingöngu til að komast í betra loftslag heldur ekki síður til að komast burt frá landinu - komast burt frá neikvæðninni og andleysinu sem liggur eins og mara á þjóðinni.
Því er hins vegar ekki að leyna að margir eiga um sárt að binda eftir hrunið og samfélagið verður að tryggja að þeir sem eru fórnarlömb hrunsins fái þá aðstoð sem þeim ber. Hluti af reiðinni snýst einmitt um það hversu seint og erfiðlega gengur að tryggja bæði heimilum og fyrirtækjum, sem eru sannarlega fórnarlömb aðstæðna, viðunandi úrræði. Hins vegar réttlætir hrunið ekki þá deyfð sem hvarvetna er sjáanleg í samfélaginu.
Það er meira og minna allt í frosti og þeir sem geta og eiga að vera leiðandi í að rífa þjóðina áfram hafa orðið meðvirkninni að bráð. Þeir haga sér sjálfir eins og þeir séu fórnarlömb hrunsins í stað þess að drífa aðra með sér og koma samfélaginu í gang á ný.
Það er hlutverk stjórnvalda að semja um Icesave. Það er hlutverk stjórnvalda að koma virkjunaráformum í gang þannig að stóriðjuframkvæmdir og fleiri orkufrekar framkvæmdir verði mögulegar. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja að friður ríki í kringum einstakar atvinnugreinar en á meðan hver vikan af annarri líður án þess að hvorki fáist niðurstaða í þessi mál né önnur má þjóðin ekki láta pólitíkina draga sig niður í andlegt þunglyndi.
Sem betur fer er til fullt af fólki sem á peninga í þessu landi og einnig fullt af fyrirtækjum sem eru svo til ósködduð eftir hrun. Þetta eru þeir aðilar sem verða að draga vagninn á meðan aðrir eru laskaðir eða ófærir um að leysa úr sínum verkefnum. Helsta vandamál okkar Íslendinga um þessar mundir er einmitt hugarfarið. Þeir sem geta framkvæmt sitja með hendur í skauti og á meðan er nær ógerlegt að koma hjólum atvinnulífsins af stað að nýju.
Það eru ótrúlega margir sem gætu verið að framkvæma og gera alla þessa litlu hluti sem skipta nú sköpum. Margar litlar gárur geta orðið að stórum bylgjum ef við komum þeim af stað því margfeldisáhrifin eru fljót að segja til sín. Ef þeir sem eru aflögufærir myndu átta sig á hlutverki sínu í núverandi stöðu - að það er þeirra að draga vagninn á meðan pólitíkin þráttar í kyrrstöðu - þá þyrftum við ekki að grafa okkur sífellt dýpra í kreppuna.
Að lokum leysir pólitíkin úr sínum verkefnum með einhverjum hætti, en þjóðin má ekki sitja aðgerðarlaus á meðan enda er það misskilningur að pólitíkin spili stærsta hlutverkið í núverandi stöðu. Þjóðin verður sjálf að taka ákveðið frumkvæði í sínar hendur og halda hjólum atvinnulífsins gangandi eftir fremsta megni því hún hefur mest um það að segja hvernig okkur reiðir af. Hér skiptir hugarfarið öllu og það er ekki að ástæðulausu að sagt er að hugurinn beri mann hálfa leið!
Margt gott gert innan bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Íþróttir
- Arnar: Ég held að konan yrði samt ekki sátt
- Skallaði þjálfara mótherjanna (myndskeið)
- Gamla ljósmyndin: Fær sér sæti
- Jesus hetja Arsenal (myndskeið)
- Fyrsta mark Hollendingsins (myndskeið)
- Atlético í toppsætið eftir dramatískt sigurmark
- Sterkur sigur Forest (myndskeið)
- Íslendingaliðið stigi frá toppliðinu
- Fyrsta þrenna Isaks í úrvalsdeildinni (myndskeið)
- Slæmar fréttir fyrir Arsenal
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 969461
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.