Leita í fréttum mbl.is

Sé að aðrir bloggarar fagna því að engar niðurstöður náðust

Ég verð bara að spyrja mig hvað er að þessu fólki:

  • Vilja þau að þessi deila standi endalaust?
  • Vilja þau að þessi deila okkar við Breta og Hollendinga vaxi og við verðum beitt auknum þrýstingi?
  • Hvað halda þessir spekingar að græðist á þessu?
  • Halda þeir virkilega að Bretar og Hollendingar gefi okkur þessar upphæðir sem þeir greiddu út eftir loforð frá okkur?
  • Vilja menn áfram hér hátt skuldatryggingarálag, engar fjárfestingar og því áfram aukið atvinnuleysi?
  • Vita þessir menn að langtímakostnaður af hverjum mánuði sem líður er metinn sem tugir milljarðar í tapaðar tekjur fyrir okkur.  Jafnvel allt að 75 milljarðar vegna seinkaðs hagvaxtar?

Verð að segja að ég undrast að Íslendingar séu svo skini skorpnir að halda að þessi atkvæðagreiðsla sem í raun engin veit hvað er um eigi eftir að skipta einhverju máli nema að koma okkur í frekari vandræði. Við erum jú ekki að hafna því að borga, heldur erum við að synja þessum lögum samþykktar en þá taka gildi lög sem samþykkt voru í Ágúst skv. Indefence og Forsetanum sem og þingmönnum og engin veit hvað þau þýða lengur.

Því er ég undrandi á þessum bloggfærslum. Þarna fara aðilar sem eru búnir að láta ljúga sig fulla um að við komumst hjá því að borga.

Capture

 


mbl.is Fundi lokið án niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Verð að minna þig á það að stjórnamálamenn eða ríkistjórn má ekki gefa loforð um slíka hlut eins og að láta skattfé úr landi bara af því að þeim langar til þess. Það er einfaldlega ekki þannig og sá sem gerir það er að fremja lagabrot væntanlega því það þarf samþykki fullveldisins um slíkt og það er aðeins fengið með áritun forseta á lögum þannig að þetta loforð er eins og hvert annað bull. Þessi deila má standa endarlaust ef það er það sem þarf þá verðum við bara að slíta viðskipta sambandi við þessar þjóðir því við eigum aldrei að samþykja kúgun. Það hefur nú komið fram  að fyrri samningar verða nú ekki í gildi þar sem brétar og hollendingar hafa formlega hafnað þeim þannig að þetta mál er því á byrjunarreit. Það er rétt við höfum aldrei sagt að við myndum ekki borga það sem okkur bæri. Og það sem okkur ber að borga er að láta eignir þessa einkabanka sem varð gjaldþrota  upp í þessa skuld. Svo tekur þessi blessaði innistæðutryggingar sjóður við og ef hann dugar ekki þá verður bara svo að vera. Það var ákveðið að innan evrópusambandsins mætti ekki vera með ríkisábyrgð á innistæðutrygginga sjóðum því það myndi hamla samkeppin á viðskipta markaði þar sem ríkar þjóðir myndu geta boðið betur.

Elís Már Kjartansson, 25.2.2010 kl. 20:40

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Magnús.

Hann Elís Már Kjartansson orðar þetta skýrt og vel í sinni athugasemd. Ég er honum sammála.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.2.2010 kl. 20:54

3 Smámynd: Davíð Pálsson

Ég hef ekkert bloggað um Icesave lengi en langar samt að fá að svara þessum pistli þínum Magnús.

  • Vilja þau að þessi deila standi endalaust?

Nei, auðvitað ekki

  • Vilja þau að þessi deila okkar við Breta og Hollendinga vaxi og við verðum beitt auknum þrýstingi?

Nei, auðvitað ekki

  • Hvað halda þessir spekingar að græðist á þessu?

Hvers vegna ættu nokkrir að græða annað en betri samning?

  • Halda þeir virkilega að Bretar og Hollendingar gefi okkur þessar upphæðir sem þeir greiddu út eftir loforð frá okkur?

Ha? Hver gaf loforð og þá um hvað nákvæmlega?  Þú segir loforð frá okkur. Varst þú að gefa þeim eitthvað loforð?

  • Vilja menn áfram hér hátt skuldatryggingarálag, engar fjárfestingar og því áfram aukið atvinnuleysi?

Auðvitað ekki en ég efast um að þetta tvennt tengist sérstaklega. Sé a.m.k ekki að þetta myndi breytast þó að samningar hefðu náðst

  • Vita þessir menn að langtímakostnaður af hverjum mánuði sem líður er metinn sem tugir milljarðar í tapaðar tekjur fyrir okkur.  Jafnvel allt að 75 milljarðar vegna seinkaðs hagvaxtar?

Þetta held ég að séu bullforsendur sem þú gefur þér. Hvernig rökstyður þú þessa upphæð nákvæmlega, þ.e. að samningar auki hagvöxt?

Davíð Pálsson, 25.2.2010 kl. 20:57

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég er nú að verða leiður á að rifja upp fyrir fólk sem hefur ekkert langtímaminni en loforð er t.d. þetta:

Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave
11.10.2008

Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta.

Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.

Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.


Reykjavík 11. október 2008

Það hefur verið áætlaða að langtíma áhrif af hverjum mánuð sem kyrrstaða hér hefur verið vegna áhrifa Icesave á lánafyrirgreiðslu, lækkað lánshæfismats og algjöru stoppi í fjárfestingum vegna þess sé jafn vel um 75 milljarðar fyrir hvern mánuð sem Icesave er ófrágengið. Sbr

Gunnlaugur Jónsson rekstrarhagfræðingur ritaði fróðlega grein í Fréttablaðið 29. janúar síðastliðinn. Hann reiknaði út að með hreinni stöðnun, við gætum einnig sagt skorti á 3 prósenta árlegum hagvexti, næmi varanlegt tap þjóðarinnar 75 milljörðum króna á mánuði. Hann sýndi einnig fram á að kyrrstaðan væri þjóðinni dýr mæld í hörmungum á borð við atvinnuleysi og landflótta.
Gunnlaugur gaf sér ekkert um þátt Icesave deilnanna í þessum hörmungum eða hversu dýrar tafir á lausn málsins í 8 mánuði hefðu reynst. Hann benti engu að síður á að upphæð Icesave skuldabréfsins næmi um þriggja mánaða kyrrstöðu að gefnum ofangreindum forsendum. Áætlanir vísa einmitt til þess að Icesave reikningurinn sé í heild um 230 milljarðar króna, þar af eru vextir um 150 milljarðar miðað við lögfestan samninginn frá 30. desember síðastliðinn.
Eins og úr hefur spilast; vald Hollendinga og Breta innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og tafir á endurskoðun endurreisnaráætlunar sjóðsins gagnvart Íslandi, skert lánshæfismat og fleira, er augljóst að skaðinn er mikill jafnvel þótt Icesave vandinn skýrði aðeins 15 prósent stöðnunarinnar. Það samsvarar 90 milljarða króna tapi samkvæmt útreikningum Gunnlaugs.
(Jóhann Hauksson )

Auðvita tengist skuldatrygginarálagið því að við göngum ekki frá skuldum okkar. Halda menn að matsfyrirtæki horfi ekki í líkur á að innheimtuaðgerðir gætu hafist á okkur?

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.2.2010 kl. 21:18

5 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Magnús það sem ríkistjórn eða þingmenn lofa þarf samt sem áður að fá samþykki í gegnum alþingi og forsetinn þarf að skrifa undir það því segi ég eins og áðan að þetta loforð er aldrei gert nema með þeim fyrirvara. Það að Hollendingar og Brétar hafi samt sem áður greitt þetta út án þess að bíða niðurstöðu er þeirra mál því fyrir minn part mun ég aldrei samþykja að bera ábyrgð á þessum innistæðutryggingasjóð enda er ekki ástæða til þess hvorki lagalega né siðferðislega.

Elís Már Kjartansson, 25.2.2010 kl. 21:29

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

þAÐ VERÐUR AÐ HENDA ÚT SVIKURUM LANDSINS ÁÐUR EN NOKKUR GETUR TRÚAÐ Á ÍSLENDINGA! M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.2.2010 kl. 21:33

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já og meirihluti Alþingis samþykkti þetta Elís! Og ef ekkert er að marka neina samninga sem stjórnvöld gera heldur verða þau alltaf að segja: Svo verði þið að bíða í 1 ár áður á meðan að Alþingi fjalar um þetta og síðan í mánuð eftir að Forseti samþykkir lögin eða ekki. Og þá þurfið þið að bíða í 3 mánuði eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.2.2010 kl. 21:38

8 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Já Magnús ef það er vilji fólksins eins og í þessu máli þá verður svo að vera. Þetta fyrirbrigði kallast vist lýðræði.

Elís Már Kjartansson, 25.2.2010 kl. 21:40

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ýtti of fljótt á enter. Vantaði að ef að allt ferli sé svona í samningum okkar þá semur engin við okkur. Engin fulltrúi okkar getur skrifað undir neina samninga sem eiga að taka gildi strax. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.2.2010 kl. 21:40

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og verst er að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla leysir ekki úr þessu vandamáli því að niðurstaðan er í raun ekki nein.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.2.2010 kl. 21:41

11 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Niðurstaðan er skýr af minni hálfu ég er að hafna ríkisábyrgð á Icesave Magnús í þessari atkvæðagreiðlsu. Til þess er þessi kosning það er engan annan saming búinn að gera sem inniheldur ekki ríkisábyrgð.

Elís Már Kjartansson, 25.2.2010 kl. 21:47

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Elías þú verður að vita um hvða þú ert að kjósa! Farðu á http://www.thjodaratkvaedi.is/  þar sérð þú t.d.  Að þú ert ekkert að greiða um ríkisábyrgð:

Ef meirihlutinn segir NEI

  • Lög nr. 96/2009 gilda óbreytt en ábyrgð íslenska ríkisins samkvæmt þeim er ekki í fullu samræmi við Icesave-samningana.
  • Icesave-samningarnir frá júní og október 2009 gætu að öllu óbreyttu ekki tekið gildi.
  • Uppgjör innstæðutrygginga vegna Icesave-reikninganna er þá óútkljáð viðfangsefni stjórnvalda á Íslandi, í Bretlandi og Hollandi, auk Tryggingarsjóðsins á Íslandi.

Forsetinn sagði að nú þegar væru í gildi lög sem við köllum Icesave 1 frá því í ágúst þar sem kveðið er á um ríkisábyrgð að uppfyltum ákveðnum skilyrðum og þau lög eru undirrituð af forseta og í gildi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.2.2010 kl. 22:12

13 Smámynd: Elís Már Kjartansson

 Og þessi samningur sem er verið að kjósa núna um er einmitt verið að biðja um ríkisábyrgð til handa innistæðutryggina sjóði þú hlýtur að skilja. Þar sem ég sagði þér áðan að fyrri samngingur sem fór í gegn var ekki samþykktur af Brétum og Hollendingum þarafleiðandi  fellur hann úr gildi eða verður feldur úr gildi með lögum og við verðum á byrjunareit með þetta. Ríkisábyrgð á Iceave er ekki eitthvað sem ég mun samþykja.

Elís Már Kjartansson, 25.2.2010 kl. 22:28

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, eg tók nefnilega eftir þessu á þjóðaratkvæði.  þ.e. "Lög nr. 96/2009 gilda óbreytt.."

þ.e.a.s. að í þeim lögum er allt samþykkt að meginefni náttúrulega.  5.5.% fastir vextir etc.

Að mér finnst því ekki alveg hafa verið svarað hvaða stöðu slíkur samningur hefur.  Er hann bara ekki að megnefni í fullu gildi þannig séð ?

Nú er í fersku minni að í sumar fundu sumir honum allt til foráttu - og sérstaklega fyrirvörunum ! -  og minnir mig að sumir segðu að fyrrvararnir hefðu ekkert gildi.

 Um.. jú jú bíðum við.  Heyrðist þá hljóð úr horni:

"Fyrirvarar þeir sem fjárlaganefnd Alþingis samþykkti á dögunum og liggja nú til umræðu í þinginu gætu verið í andstöðu við bresk lög og þannig kostað ríkið hundruði milljarða króna.
Þetta segir í tilkynningu frá InDefence.."
http://www.pressan.is/Forsida/hvadErThetta/ovist-um-lagalegt-gildi-icesave-fyrirvaranna-gaetu-kostad-island-hundrudi-milljarda

Haha sko talandi um skrípaleik.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.2.2010 kl. 00:46

15 Smámynd: Davíð Pálsson

Ágætt að þú nefnir samkomulag sem Árni Matt gerði við Hollendinga 11. okt 2008. Þetta voru einmitt dagar örvæntingar og skelfingu á Íslandi þegar allir bankarnir hrundu, neyðarlög voru sett á Alþingi og hryðjuverkalögum beitt gegn Íslandi. Hvað gat Árni gert annað en að skrifa undir það sem Hollendingar lögðu fyrir hann? Eins og nefnt var hér að ofan hefur sú undirskrift enga þýðingu fyrr en fjárveitingarvaldið hefur samþykkt hana.

Og þetta með 75 milljarðana á mánuði. Á þessu eina og hálfa ári sem liðið er frá hruni gerir þetta tæpar 17 milljónir fyrir mína fjögurra manna fjölskyldu. Og það bara fyrir þetta eina mál. Ekki bera þessa vitleysu fram aftur.

Davíð Pálsson, 26.2.2010 kl. 08:52

16 Smámynd: Davíð Pálsson

Svo er það með þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þegar þingmenn kusu um Icesave samninginn 30. desember sl. þá sögðu sumir nei, en fleiri þó já. Ólafi Ragnari þótti rétt að þjóðin öll fengi möguleika á að segja hvað hún vildi. Er eitthvað að því að þjóðin fái að ráða?

Davíð Pálsson, 26.2.2010 kl. 09:03

17 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það hafa ekki verið rök fyrir að falla frá samkomulagi að ástandið sé svo skelfilegt.  Það er þannig með samninga milli ríkja að það er reiknað með að þeir haldi sér í lagi ef að ríkisstjón hefur meirihluta.

Síðan bendi ég að að það eru nú komnir 10 mánuðir síðan að fyrsti samningurinn var gerður . Hvað halda menn að þetta fum okkar og dráttur á að ganga frá þessu sé búið að kosta í formi seinkunar á öllum framkvæmdum og verri lánskjörum erlendis, gjaldeyrishöftum, vöxtum og fleira og fleira. Held að þegar horft verður á næstu ár þá skipti þetta hundruðum milljörðum sem við verðum af næstu árin. Á meðan að Icesave hefði ekki komið inn fyrr en við værum komin af stað aftur á fullu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.2.2010 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband