Leita í fréttum mbl.is

Og enn fagna menn!

Veit ekki alveg hverju menn eru að fagna við það að samninganefnd okkar gengur út. Finnst eins og menn hér álíti að atkvæðagreiðslan 6 mars skipti einhverju máli og við verðum fræg um allan heim. En hverju skilar hún okkur?

  • Bretar og Hollendingar eru búnir að bjóða okkur betri kjör en þar er kosið um
  • Deilan verður alveg jafn óleyst
  • Við erum ekki að kjósa um hvort eigi að borga eða ekki.
  • Ríkisábyrgð okkar er bundin í lögum frá því sumar (Icesave 1)

Kannski að við náum að gera Breta og Hollendinga reiða aftur og Jíbbý þá verður gaman hjá okkur að hugsa út hér á blogginu hvað þeir gera næst. Kannski fara þeir að innheimta upp í skulir.  Þeir geta líka beðið og horft á okkur velta okkur upp úr þessu máli næstu ár og tapa milljörðum á milljarða ofan vegna þess að hér verður algjör kyrrstaða


mbl.is Íslendingar sagðir hafa gengið af fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnús minn !

 Síðan hvenær fékkstu í þig, að þér bæri að greiða gjaldþrot einstaklingsins sem er í næsta húsi - sem átti sitt einkafyrirtæki ??

 Í öllum sínum einfaldleika er þetta kjarni málsins !

 Veist vel að Icesave lög frá í sumar eru ÓLÖG - og hana nú !!

 Hvað skrifuðu margir undir Indefence ?

 Sannfærður að yfir 80% þjóðarinnar mun réttilega hafna þessum  ólögum !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 22:34

2 identicon

a: lög um icesave frá því í sumar eru ekki í gildi þar sem þau tæku gildi því aðeins að Bretar og Hollendingar samþykktu skilmálana sem í þeim felast, þetta vissirðu ef þú hefðir lesið lögin

b: vaxtakostnaður sem hlýst af icesafe "láni" Breta og Hollendinga er svo miklu meiri en milljarðar á milljarða ofan eins og þú segir að hljótist af töfum á þessu máli, heldur erum við að tala um tugmilljarða á tugmilljarða ofan, og það þrátt fyrir að fá 2 vaxtalaus ár

ari (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 22:43

3 identicon

Magnús, í framtíðinni þegar þjóðin lítur um öxl, verður þú í flokki með Steingrími vini þínum, Birni Val og Svavari Gests. Ekki gleyma því að þú vildir samþykkja Icesave 1 án fyrirvaranna. Ef hlustað hefði verið á menn eins og þig væri ekki verið að tala um betri samninga í dag. 

En þú mátt eiga það að þú stendur þig vel sem varðhundur Steingríms og co. og ert búinn að vera ötull talsmaður þeirra á blogginu. 

Nonni (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 23:05

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ólafur tók þetta mál úr höndum stjórnarinnar og lét þjóðinna hafa það til umsagnar.  Sú umsögn verður til að kvöldi 6 mars ´10.

Steingrímur skilur ekki að hann á að þeygja um þetta mál fram að 6 mars. Eftir 6 mars er honum heimilt að tjá sig um þetta og hvað það sem hann langar. 

En núna er hann óhæfur varðandi þetta mál af mjög mörgum ástæðum og æti að vera búið að setja hann í einangrun. 

Hrólfur Þ Hraundal, 25.2.2010 kl. 23:07

5 identicon

,,Þeygja" er ekki það sama og ,,þegja".

Villupúkinn (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 23:10

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara svona til að menn átti sig á alvarleikanum er t.d. þetta af www.ft.com

Fitch and Standard & Poor’s, the credit rating agencies, have warned that collapse of the Icesave deal could lead to a downgrade because of the importance of the issue to Iceland’s economic recovery. Loans by the International Monetary Fund have been held up. because of the dispute

Það er að bæði þessi matsfyrirtæki hafa varað vð að gangi ekki að semja um Icesave komi það til með að lækka lánshæfi Íslands. Og menn muna kannski að við erum rétt fyrir ofan rusl flokk. Og ríki í ruslflokki fá helst ekki lán frá neinum og fjárfestar fá ekki fyrirgreiðslur til að fjárfesta hér á landi. Og Landsvirkjun, OR og fleiri fá ekki lán nema að þessi fyrirtæki séu tilbúin að borga okurvexti. Og ef þau þurfa að gera það þá held ég að orkuverð hér til almennings þurfi að hækka verulega. Og þá held ég að það eigi eftir að heyrast hljóð úr horni.

Þá getum við jú opnað á að selja Landsvirkjun og OR til útlendinga til að fá fjármagn upp í afborganir af þeim lánum sem við þurfum að borga á næstu árum. Eins líka möguleiki á að hleypa útlendingum í útgerðirnar og selja þeim kvóta. Veit ekki alveg hvernig fólk ætlar að bjarga þessu öðruvísi. En þá er náttúrulega ekkert að því að ganga í ESB því við þurfum þá ekki einu sinni að semja um þessi svið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.2.2010 kl. 23:44

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Magnús þetta sem er búið að ganga á síðustu mánuði heitir stríð þú ert ekki nógu gamall til að skilja það. Við verðum að verjast og þetta útspil er spor í þá átt, lifi lýðræðið kjósum nei Maggi svei.

Sigurður Haraldsson, 26.2.2010 kl. 00:10

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigurður og hvernig hjápar þetta okkur í stríðinu! Finnst þér að við höfum svo mikil vopn og er þér alveg sama þó að stríðskostnaður og afleiðingarnar lendi allt á okkur. Held að Bretar og Hollendingar finni lítði fyrir því þó þeir þurfi að biða aðeins eftir þessu.  En á meðan töpum við milljörðum á milljarða ofana. T.d. kostar atvinnuleysið okkur milli 20 til 30 milljarða. Lán sem við þurfum að taka verða okkur dýr ef við þá fáum þau þannig að fyrirtæki m.a. orkufyrirtæki tapa því milljörðum á auknum vaxtagreiðslum vegna skuldatrygginarálags ef þau þá fá lán. Allar framkvæmdir bíða eftir almennilegu lánshæfi og því tapast milljarðar í þjóðartekjum á hverjum mánuði sem það dregst að við öðlumst traust aftur hjá erlendum bönkum og fjárfestum. Minni á að í versta falli hefur verið talað um að Icesave gæti kostað okkur 200 til 300 milljarða sem við ættum ekki að byrja að  greiða fyrr en eftir 6 ár Sem gerir þá um 40 milljarða á ári þá. Og eftir að þessar þjóðir buðu okkur vaxta hlé og breytilega vexti hafa þessar upphæðir lækkað um 80 milljarða sem gerir 120 til 220 milljarða sem gera 20 til 30 milljarða á ári. Og líkur á að þetta verði miklu lægra en þetta. En nú erum við að tapa tugum milljörðum í framtíðar þjóðartekjum vegna tafa. Akkúrat núna þegar við þurfum svo rosalega á tekjum að halda til að koma okkur af stað úpp úr kreppunni. Eftir 6 ár verða þessar upphæði vegna Icesave bara smá upphæðir ef við miðum við að hér verði komin skriður á málin strax.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.2.2010 kl. 00:28

9 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Magnús þú þarft að fara að átta þig á því að skoðun meirihluta þjóðarinnar er á hreinu og InDefence hefur ekkert með hana að gera.

Við erum til í stríð við Breta og Hollendinga þó svo það þýði meiri erfiðleika. Ef við vinnum stoltið tilbaka aðeins þá er það sigur.
Þetta er ekki bara spurning um peninga.

Carl Jóhann Granz, 26.2.2010 kl. 00:38

10 identicon

ICESAVE 1 eru engin lög þegar kúararnir hafa ekki samþykkt þau Magnús Helgi. Bara æðislegt mál. Þetta þýðir að það verður kosið, það kom að því að þessir nýlendu þjóðir/þjófar fá stopp í sínum yfirgangi, yfir allt og alla, sem þeir hafa gert í margar aldir. Þá er bara að láta þá leita upp skuldarana eða þjófana sem fela sig í þeirra eigin skattaparadísum/kerfi. Annars er  þetta ekki breskur almenningur heldur Gordon & kompani og gróðaklíkan. Breskur almenningur og breskir hagfræðingar verja okkur betur en Hanna, Össi, Steini og aðrir ESB sinnar. Enda verður NEI 80% og  hin 20% segja já, enda er bara að senda þeim þessa reikninga ef þeir vilja borga. Það er greinilegt að þeir hafa engin húsnæðislán, bílalán eða annað að borga.

Ingolf (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 00:47

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu Ingolf! Hverju stálu þeir? Ég kaupi ekkia að þeir hafi stolið neinu? Það vor Íslensk fyrirtæki sem stálu innistæðum Breskra og Hollenskra fyrirtækja undir reglum, leyfum og eftirliti okkar. Og í hvað heldur þú að þessir peningar hafi farið. Jú í að fjármagna t.d. turna hér og þar um Höfðuborgarsvæðið, endur frjármögnun á lánum Bankana. Lán sem fólk m.a. hafði tekið til að nota í að skuldbreyta lánum sínum í gengistryggð lán. Þetta fór líka í sem lán til misvitra karla sem eyddu þessu í allskonar hlutabréf í fyrirtækjum sem svo hrundu og þar með hurfu þessir penignar. Held að bankarnir hafi ekki verið að fela sína peninga í skattaparadísum. Enda máttu ekki rugla einstaklingum við banka. Eigendur hafa kannski faliið sína peninga í skattaskjólum en þeir höfðu ekki sjáftöku í sínum bönkum. Og upphæðir sem þar eru sem eigendurnir áttu fara væntanlega upp í önnur félög sem þeir áttu og eru gjaldþrota.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.2.2010 kl. 01:05

12 identicon

Magnús, ertu ennþá að reyna að vernda þessa ómaga, veit ekki betur heldur en að bæði bretar og hollendingar hafi fengið alla skattpeninga af þessum upphæðum í sinn ríkissjóð ekki Íslendingar sem fyrir mér þýðir að þeir eru sjálfir ábyrgir fyrir þessu rugli öllu saman, þetta er ekki lengur kosningabrella hjá heimsku vinstri flokkunum heldur líka hjá aumum flokkum í niðurlöndum og bretum sem eru búnir að kúka svo upp á bak í sínum löndum að ekki einu sinni Gillsenegger hefði tíma til að þrífa þá.  Hvað með peningana sem að liggja hjá Bank of England sem eru greiðslur sem að hefðu átt að renna til Landsbankans og eru vaxtalausir eigum við líka að gefa það eftir, ég vissi fyrir einu til einu og hálfu ári síðan þá var þessi upphæð um 500 milljónir og er sjálfsagt orðin að einhverjum milljörðum í dag vaxtalausir vegna hryðjuverkalaga.  Er ekki allt í lagi heima hjá þér og þínum líkum fariði að taka til í hausnum á ykkur og hugsa þetta út frá þjóðinni ekki vinstri stjórnar RUGLI sem að þið reynið að kenna eldri ríkisstjórnum um þetta er alfarið á höndum Samspillingar og Vinstri hræddra hvernig komið er fyrir þessu máli.  Ég á til þrjú orð um þessa stjórn sem heldur utan um þetta, klúður, klúður, klúður. Lifðu vel og lengi til að greiða þessa skuld og í næstu viku ætlast ég til að þú greiðir mína reikninga.

Bjarni (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 01:43

13 identicon

Nei Magnús, það hefur komið fram á hverjum degi ný hneigsli, hverjir fjármögnuðu útrásavíkingana? Jú gráðugir Evrópu fjárfestar sem veðjuðu á vitlausan hest. Og þessir peningar stoppuðu aldrei á Islandi. Hverjir hjálpuðu þeim í þessum sýndaraðgerðum, jú hálærðir hagfræðingar, endururskoðendur, lögfræðingar og skattasvikafræðingar. Og mötuðu krókin í leiðinni. Og þetta var ekki bara á Islandi, heldur er þetta um allan heim. Island hafði bara ekki bolmagn að fela þessa loftbólu hagfræði. Hvað er búiða að borga af þessum turnum sem þú talar um, sem standa auðir út um alla borg. Hverjir eiga þær skuldir? Jú erlendir gróðasjúkir bankar, vogunarsjóðir og einstaklingar, að ógleymdum Islenskum græðgissinnum sem hafa matð sínar bankabæku fyrir og eftir hrun, sem er stýrt í dag af Hönnu og Steina og endanlega verður borgað af komandi kynslóðum. Það kemur sig vel fyrir mig að þetta lagist með „JÁ“ sem ég hef enga trú á og þess vegna segi ég NEI fyrir hönd komandi kynslóða og tek smellin sjálfur. Hver stýrir matsfyrirtækjunum, legðu saman 2+2 og útkomman verður alltaf 4, þó að verðbólgan sé mikil. Af hveju má ég ekki rugla saman bank og einstæklingum, það hefur verið sagt að fullkomnasta bankaránið er að eiga einn, og fela skuldir með bankaleynd. Þar að auki stela eignum landsmanna og launum um aldur og æfi. Ha,ha, brandari ársins“ Eigendur hafa kannski faliið sína peninga í skattaskjólum en þeir höfðu ekki sjáftöku í sínum bönkum. Og upphæðir sem þar eru sem eigendurnir áttu fara væntanlega upp í önnur félög sem þeir áttu og eru gjaldþrota“ þessi var sá besti í ár, hvað er að koma fram á hverjum degi í ransókn og uppgjörum. Og út um allan heim, gefðu nú ekki græðgissinnum byr undir vængi, það blæs nóu vel undir þá.

Ingolf (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 11:15

14 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bjarni er ekki að ná þessu hjá þér. Peningar af Icesave voru m.a . fluttir hingað til lands. Þannig að skattur af þessum peningum varð til hér m.a.

Bjarni og allar innistæður hér á landi í öllum útibúum voru varðar og tryggðar. Og Icesave var líka bara útibú. Þetta væri svipað og að segja Akureyringum að þeir hafi átt að passa Landsbankan þar og því ættu þeir að tapa sínum innistæðum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.2.2010 kl. 11:41

15 identicon

Magnús minn, það er ekki nema von að þú náir þessu ekki vegna þess að það er búið að hræra svo svakalega í VINSTRA heilahvelinu að það sést ekki nema ein leið greið út í þessu.  Ef að þessir peningar voru fluttir hingað eins og þú heldur fram, HVAR ERU ÞEIR ÞÁ, ættu þeir ekki ennþá að vera hér.  Held að heimilin í landinu séu ekki með þá þar sem þau eru öll, eitt og hvert einasta(nema hjá Félagsmálaráðherra og hans vinum) næstum gjaldþrota.  Ég get ekki tekið þátt í þessu rugli sem er í gangi og get með sanni sagt að ef að það væru fleiri en þú og Steingrímur sem mynduð kjósa með þessum samningi þá væri ég farinn með fjölskylduna úr landi og get sagt þér með sanni að EKKI yrði Evrópa valinn hjá minni fjölskyldu því að ruglið þar er jafnvel meira en hér þó að ríkisstjórnarflokkarnir rói að því öllum árum að verða í sama ruglinu og þar.  Það eru 27 ríki(lesist States) í United States of Europe og hversu mörg eru á barmi gjaldþrots, þér til hægðarauka ætla ég að telja upp örfá af mörgum sem vitað er um, Írland, Grikkland, Ítalía, Bretland, Spánn og já líka hið mikla ríki Þýskaland.  Lærðu meira, þá veistu betur eru einkunarorð sem ætti að viðhafa við sem flesta Íslendinga á þessum stundum.  Við erum betur sett að fara í upphaflega United States heldur en afkárlega afmyndun þess EES sem er tæknilega, fjárhagslega og siðferðislega gjaldþrota.

Bjarni (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 12:42

16 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þessa peninga má meðal annars finna í þeim byggingum sem byggðar voru á lánum frá Landsbanka. T.d. tónlistarhúsið, margir og nýju turnunum. Þessa peninga er m.a. að finna í mikið af íbúðarhúsnæði því að Landsbankinn þurfti að endurfjármagna lán en fékk hvergi lánað síðustu árin. Þessir peningar eru m.a. í ýmsum gjaldþrotafyrirtækjum, hérlendi og erlendis og síðan minni ég þig á að Landsbankinn á ennþá 1200 milljarða sem renna upp í Icesave. Þær eignir voru metnar í október 2008 upp á 4000 milljarða en hrundu niður í kreppunni. Síðan eru einhverjir hundruða sem er útlán til útgerðarinnar til að fjármagna kvóta og skipakaup sem og bruðl með peninga í verkefnum og fjárfestingum hér lendis og erlendis.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.2.2010 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband