Leita í fréttum mbl.is

Hvernig væri nú að þetta fólk segði frekar hvað það vildi gera?

Fólk mætir þarna á Austurvöll og barmar sér og talar um vonlaus stjórnvöld sem gera ekkert. Fólk ýkir og segir að það sé verið að bera fólk út úr íbúðum í tuga eða hundruða, jafnvel þúsunda tilfella. En svo við sem fylgjumst aðeins með vitum að það er búið að fresta öllum nauðungarsölum og nú fram á haustið.

Minni fólk að hér hafa nauðungarsölur tíðkast um aldir. Fólk hefur verið borið út úr íbúðum sínum um aldir vegna skulda. 

Síðan talar fólk um hækkanir á lánum vegna verðtryggingar! Halló á árunum 1995 til 1991 var hér verðbólga sem fór upp í 80 til 100%. Fólk lifði það nú af. Ýmsir misstu íbúðir sínar þá. Ég m.a. gafst upp á 2 íbúðum og kom út úr öllu dótinu með skuldir á mér sem ég er nú loks að klára.  Það er ekki eins og verðtrygging og verðbólga sé eitthvað nýtt.

En það sem væri ágætt að Nýtt Ísland segði okkur varðandi nokkur atriði:

  • Hvað vilja þeir að ríkisstjórnin geri?
    • Hverjir eiga að borga það?
    • Hverjir eiga að njóta þess?
    • Hvernig á að framkvæma það?
  • Hvaða áhrif hafa aðgerðinar
    • Hrynja bankarnir aftur?
    • Þarf ríkið að borga og þá með hvað peningum?
    • Þarf að skera hér enn meira niður til hrynda þessum hugmyndum í framkvæmd?
    • Þarf að hækka skatta enn meira?

Og þar sem að m.a. Icesave er sannarlega að tefja hér alla endurreysn, af hverju eru þessi samtök ekki að berjast fyrir því að þetta mál sé klárað? Því fyrr sem endurreisn hefst hér þá aukast umsvif fólk fær hærri tekjur, fær atvinnu og hefur því auknar tekjur til að koma sér út úr þessum vandamálum.

Ég held að nauðsynleg lög núna séu að í framtíðnni megi enginn veðsetja íbúðarhúsnæði meira en 70%. Það er ekki hægt að treysta íslendingum til að fara með fjármuni. Ef að fólki bíðst lán þó varað sé við því ríkur fólk af stað. 

Ég gerði þetta og brendi mig á því. Nú bý ég í kaupleiguíbúð (búseta) og borga 92 þúsund fyrir á mánuði. Og inn í því er Hiti, þryf á sameign, fasteignargjöld, afborganir af lánum, tryggingar og viðhaldssjóðir sem sjá til þess að það safnast upp fyrir eðlilegu sliti á tækjum og gólfefnum og viðhaldi utanhús. T.d. var verið að skipta um rúður hjá mér án kostnaðar fyrir mig.

Þessi staða er flott fyrir mig sem hef sýnt að ég réð ekki við gylliboð um hærri lán hér áður fyrr. 

Síðan er það kafli út af fyrir sig að fara um hverfi og vekja þar saklaust fólk með látum. Algjörlega út í hött.


mbl.is Vöktu Steingrím J. Sigfússon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi það sama og þú, hvað vill þetta fólk? Það hafa verið erfiðir tímar áður og þá missti fólk íbúðinar sínar í hrönnum og enginn gerði neitt. Á nú að fara að bjarga öllum ?

Hverjir eiga að borga? Kannski þeir sem eiga ekki neitt?

Ína (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 14:57

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta fólk er að mínu áliti fyrst og fremst að láta á sér bera. Sá málfluttningur eða stefnumál eru afar öfgakennd og án rökstuðnings, af hverju og hvers vegna. Þetta líkist meira sleggjukasti en nokkru öðru. Það sem er verst er að fólk með takmarkaða þekkingu á þjóðmálum og er auk þess mjög reitt, tekur þessum hóp fagnandi og hvetur hann afram. Frændi minn er í  þessum hóp og það eru nokkrar auðar blaðsíður í þeim kolli.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.2.2010 kl. 15:20

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ína. Þetta er ekki björgunarfólk heldur æsingafólk.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.2.2010 kl. 15:22

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þetta er einfalt. Fólk vill  ekki missa eina eða tvær íbúðir eins og sumir virðast hafa lent í, þetta er ekki æsinga fólk þetta er fólkið sem, RÍKISÓSTJÓRNIN ÆTLAÐI AÐ SLÁ SKJALDBORG UM: það hefðuð þið pottaglamrarar átt að husa um áður en þið völduð þetta ósannindafólk á þíng.

Eyjólfur G Svavarsson, 27.2.2010 kl. 15:51

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Menn verða að fara rétt með samt Eyjólfur. Það hafa ekki verið hér nauðungasölur í neinni líkingu við það sem var hér fyrir hrun. Margir voru komnir í vandamál löngu fyrir hrun.

Ég tek undir með ASÍ að það þarf að hjálpa þeim sem þurfa hjálp. En Gylfi Asbjörnsson benti t.d. á að það gæti verið fólk sem á íbúiðir skuldlitlar en skuldar síðan milljónir í bílnum sínum. Á að hjálpa þeim? Þau eru t.d. í aðstöðu að flytja skuldir á húsnæðið. Á að lækka skuldir hjá þeim sem vel geta greitt fyrir sína lán. Á að hjálpa þeim sem kannski 2007 keyptu sér 300 fm einbílishús á 100% láni upp á 70 milljónir en ekki nema með 500 þúsund í laun. Og þau gerðu það bara af því að þau gátu fengið svona há lán. Á fólk enga ábyrgð að bera sjálft.

Það er nefnilega svo að ákveðinn hluti almennings tók þátt í þessu brjálæði án þess að þurfa þess.

Um allann heim er fólk að missa íbúðir daglega. Ef að kerfið verður þannig að skuldarar hafi alltaf rétt á því að fá leiðréttingar án þess að horft sé til í hvernig skuldir eru til komnar þá lognast lánastarfsemi hér út af. Ef ekki má ganga að skuldum þá fá engir lán.

Ég er hinsvegar fylgjandi því að í framtiðinni verði sett hámark á veðsetningu íbúðahúsnæðs og eins að fólk geti afhent lyklana og þar með sé skuldin uppgerð.

Ég lenti í því að þurfa að selja seinni íbúðina mína 1994. Fékk upp í skuldir sem ég hafði safnað. M.a. með því að kaupa bil á 100% láni og miða við hærri tekjur en ég hafði svo. Verðbólgan hafði líka hækkað greiðslu jafnt og þétt. Ég tók lífeyrissjóðslán 1988 og er búinn að borga um 120 þúsund nú 22 ár eða um 2 milljónir 240 þúsund. En lánið var 1 milljón og verð því búin að borga um 3 millónir þegar það er að fullu greitt.

Menn láta alltaf eins og þetta sé eitthvað nýtt. Og hér fari allt til helvítis. En við komumst í gegnum þetta áður og gerum það aftur flest. Það eru aðallega fólk með gjaldeyrislán sem þarf aðstoð fyrir alvöru sem og þeir sem eru atvinnulausir þurfa vinnu hið fyrsta. En það gengur ekki ef að allir standa bara og æpa á ríkisstjórnina í stað þess að reyna að bjarga málum sjálf.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.2.2010 kl. 16:24

6 identicon

Það er nokkuð ljóst af lestri athugasemdanna hér á undan að þeir sem þar mæla eru litlu betri inní málum en þeir sem fara og vekja upp fólk.  Saklausa sofendur eða seka sofendur.

Hvenær varð það frestur lausn á vandamáli ?

Eins og vanalega þá eru ekki búið að skoða málin heldur gleypt við fallega framsettum línuritum og öðrum tölum.

Staðreyndin sem menn verða að horfast í augu við er að þetta ástand hefur aldrei komið upp áður. Viðmiðanir við eldri tímabil eru ekki raunhæf nema heildarmyndin sé skoðuð. Og sú staðreynd að eignir okkar eru margfalt minni en sýndarverðmæti en skuldirnar miðaðar við aðra staðla er það sem er meginvandamálið.

Eftirfarandi athugasemd Magnúsar er þungamiðjan í málinu.

"Ég er hinsvegar fylgjandi því að í framtiðinni verði sett hámark á veðsetningu íbúðahúsnæðs og eins að fólk geti afhent lyklana og þar með sé skuldin uppgerð." 

Það voru engar reglur og fólk með dyggri aðstoð fjármálfyrirtækja var talin trú um að grasið væri grænna hinu megin.  Ef það vandamál sem steðjar að almenningi væri einugis eigin trúgirni og hagnaðarvon þá væri ég alveg sammála ykkur. Vandamálið er bara ekki jafn afmarkað og áður og óvissuþættirnir eru margfalt fleiri.

Þegar ríkisstjórnin stendur sig ekki og verður ber að því að fara vísvitandi með rangt mál og sýnir ekki hörku í samningum fyrir land og þjóð þá er fullt af öðru fólki í landinu sem hefur frekjuna og ósvífnina sem þarf. Og í guðanna bænum farið að vakna til lífsins að viðsemjendur okkar í þessum málum eru búnir að sýna hótnair, ósvífni og þvílíka fyrirlitningu á okkur að við þurfum meira en miðjumoðara til að ná viðunandi samkomulagi við umheiminn. 

Tók kannski enginn eftir að bretar vilja fá milljarða í hagnað fyrir að lána okkur fyrir því að endurgreiða þeim pening fyrir því sem ekki er einu sinni víst að dómstólar telji okkur skylt að borga ?

Hvernig væri að eitthvert ykkar sýndi mér hverjir ætla að lána okkur á betri kjörum ef ICESAVE er samþykkt en ef ICESAVE er ekki samþykkt ?

Af sjö erlendum lánastofnunum sem ég hef haft samband við hefur engin ... ENGIN verið til í að stafesta að kjörin á lánum til okkar yrðu betri ef við staðfestum ICESAVE. 

Aðferðin er einföld ; í stað þess að bara blogga um málið þá sendir þú email á viðkomandi og í mörgum tilfellum svara þeir. Einfalt og þægilegt.

Serious Fraud Office er breskt fyrirbæri sem átti að fylgjast með. Það tók þá nær ár að fatta að eitthvað væri ekki i lagi. Þrátt fyrir að þeir beittu hryðjuverkalöggjöfinni. Svo finnið þá á netinu, fyrirspurnarsíðuna og spyrjið hvað þeir séu að gera. Þeir hafa mannaflann og aðstöðuna og peningana sem okkar rannsakendur hafa ekki.

Og ef þú ert raunverulega að fylgjast með Magnús þá veistu að það er altalað erlendis að það komi annar skellur. Surprice surprice.

Hlynur Jörundsso (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 17:06

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hlynur þú ert eitthvað að misskilja! Bendi þér á að Bretar og Hollendingar eru að bjóða okkur sömu kjör og Norðurlöndin. Þ.e. 2,75% yfir libor sem eru hvað eitthvað um 0,5%. Bendi þér á að í báðum þessum löndum er verðbólga um 3% að meðaltali. VIð erum að tala um samning þar sem að hluti upphæðarinnar greiðist af innistæðum. Málið er að ég vill að við gerum samning við Breta og Hollendinga á þeim kjörum sem þeir bjóða nú og borga þeim til baka eins og er í Icesave 2 þar sem tekið er tillit til hagvaxtar hér.

Það er ekki hægt að segja að fólk hafi ekki verið varað við. Menn bentu á að ekki mætti mikið út af bregða til að fólk sem var að taka 100% lán fyrir íbúðum. Og eins voru margir sem bentu á að gengið hér væri of hátt skráð og því ætti fólk ekki að taka of há lán í gengistryggðum lánum. Og gera ráð fyrir að það gætu komið mikla sveiflur.

Bendi þér á að við höfum nú ekki sýnt erlendum þjóðum mikla virðingu. Á einni helgi settum við neyðarlög sem útilokuðu greiðslur til kröfuhafa erlendis og töpuðu þeir þar kannski svona 9000 milljörðum eða meira. Eins þá reyndum við að láta þessi lög gilda þannig að innistæður útlendinga í útibúum Landsbankans á ákveðnum stöðum væru ekki varðar á meðan að við tryggðum allar innistæður Íslendinga.

Erlend matsfyrirtæki eru nú öll að fella mat á skuldatryggingum okkar niður í ruslflokk. Sem þýðir að flestum bönkum er óheimilt að lána til okkar. Og allar þær stofnanir gefa icesave sem ástæðu. Enda er ekkert smá óvissa um stöðu mála hér með þetta ófrágengið. Því erum menn ekki almennt að skoða fjárfestingar hér nema kannski áhættufjárfestar sem vilja þá líka græða  gríðarlega á því sem þeir leggja fram.

Bendi þér líka á Hlynur að erum sennilega búin að tapa hundruðum milljörðum til framtíðar á að draga allar áætlanir hér um marga mánuði vegna Icesave. Síðan bendi ég allar aðrar þjóðir telja að okkur beri skilda til að greiða þetta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.2.2010 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband