Leita í fréttum mbl.is

Bara svona nokkrir punktar um þessa frétt:

Hvað á Sigmundur við með:

Sigmundur Davíð sagði við Morgunblaðið að ef lögin yrðu felld gætu Íslendingar vonandi byrjað með hreint borð, ef Hollendingar og Bretar hefðu áhuga á frekari viðræðum. „Nú ef ekki, þá er málið ekkert í lausu lofti.

Hverskonar bull er þetta í manninum. Hvað á hann við með "byrjað hreint borð" Heldur maðurinn virkilega að viðsemjendur okkar segi bara allt í lagi við því.

Hvað á Bjarni við með þessu:

Hann sagði brýnt að íslenska þjóðin sýndi í verki að hún léti ekki kúga sig, kjósendur ættu að mæta á kjörstað og fella Icesave-lögin.

Er þetta ekki sami maður og sagði á Alþingi:

Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun á þessu máli öllu saman að telja í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyrir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vettvangi eða hér heima fyrir íslenskum dómstólum. Ef menn ætla að fara að taka þann slag verða menn líka að vera tilbúnir til að tapa því máli ef á það mundi reyna. Þeir sem tala fyrir því að þá leið hefði átt að velja eru auðvitað tilbúnir til að gera það eftir á vegna þess að þeir geta gefið sér það í umræðunni að við hefðum sigrað þá lagaþrætu. Það er fínt að gera það í dag vegna þess að það liggur fyrir að sú leið verður ekki farin, en eru þeir hinir sömu þá tilbúnir til að fallast á að við mundum taka herkostnaðinn af þeirri ákvörðun ef niðurstaðan yrði okkur í óhag? Það er alveg ljóst að sú leið sem valin var og sá farvegur sem málið er í núna mun alveg örugglega skila okkur hagstæðari niðurstöðu en við hefðum fengið með því að láta reyna á rétt okkar og ef við hefðum síðan mögulega tapað þeirri þrætu fyrir dómstólum. Það er alveg öruggt.”

Og hvað á Birgitta við með:

Þeir samningar sem nú yrði kosið um væru þar að auki verri en eldri samningar. Birgitta segir að verði Icesave-lögunum hafnað hljóti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að segja af sér.

Hún hlýtur að vita konan að við erum eru ekki að kjósa um samninginn hann var gerður í Júní. Við erum að kjósa um lög um ríkisábyrgð. Eins þá erum  að tala um sömu samningana. Icesave 2 eru sömu samningar nema að fyrirvararnir frá Ágúst  eru settir inn í lögin að mestu.

Og af hverju ætti Steingrímur frekar en aðrir ráðherrar að segja af sér. Ríkisstjórnin hefur staðið saman með honum að þessu máli.  Held að það væri kannski best að ríkisstjórnin myndi gera það og skipa Birgittu sem fjármálaráðherra! Þjóðin á það skilið!


mbl.is Jóhanna ætlar ekki á kjörstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú jú, það er nú svo.

Það er ekki nokkur leið að skilja þetta lið.  Ekki nokkur einasta leið.

Hef hlustað á snillingana í Speglinum undanfarna daga.  Hefur verið rætt við þá í tilefni af atkvæðagreiðslu umtalaðri.

Eg botna ekkert í hvað þau eru að fara.  Bara ekki neitt.

Einn vill meina að allt hverfi sem undan er gengið og hægt sé einhvernveginn að humma fram sér málið - annar vill semja fyrir dómsstólum (hvað sem það nú er)

Það er kannski helst BB sem talar varlega - einna helst,  en samt erfitt að festa fingur á honum.   Líklegast er að Sjallar muni túlka kosninguna sem að þeir eigi að vera í stjórn - og það finnst mér sennilegasta útkoman úr skrípaleiknum.  þ.e. krafa frá sjöllum (jafnvel frömurum líka) um að þeir eigi að vera í stjórn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.3.2010 kl. 10:46

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ómar um athugasemd þína get ég bara sagt: Sammála!

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.3.2010 kl. 11:54

3 identicon

Ómar, líka sammála. ólíkin

ASE (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband