Leita í fréttum mbl.is

Vaxandi atvinnuleysi og mikil óvissa

Var að lesa þessa frétt um spá Fjálmálaráðuneytis um efnahagsmála næstu ár

Nokkur sláandi atriði.

  • Fjármálaráðuneytið segir, að árið 2007 sé gert ráð fyrir miklum samdrætti í fjárfestingu við lok núverandi stóriðjuframkvæmda og nokkrum samdrætti einkaneyslu vegna lækkunar á gengi krónunnar og auknu aðhaldi í efnahagsstjórn. Þrátt fyrir það sé því spáð að aukinn útflutningur áls segi til sín og hagvöxtur verði því nokkur. Vegna hægari hagvaxtar árið 2006 minnkar mæld framleiðsluspenna það ár. Sökum hóflegs hagvaxtar er gert ráð fyrir spennan hverfi úr hagkerfinu í ár og að það haldist í jafnvægi árið 2008.
    Finnst þetta nú hæpnar forsendur. Hér er ekkert að koma neitt hlé á fjárfestingum. Nægir að nefna að í Kópavogi er verið að byggja hæstu hús Íslands fyrir verslun og skrifstofur. Nú síðast voru aðila að kaupa um 14 hektara sem á að byggja stóra turna á. Þetta eru framkvæmdir upp á tugi milljarða.
    Þá má og nefna álverin og virkjanir sem er nú verið að fara að bjóða út.
    Þá vil ég efast um þessa fullyrðingu um aðhald í efnahagsstjórn. Þegar nú er verið að ráðast í framkvæmdir upp á milljarðatugi í samgöngumálum á vegum ríkisiins.
    Gleyma líka að reikna með að kjarasamningar eru lausir á næsta ári

  • Áætlað er að atvinnuleysi hafi verið 1,3% af vinnuafli að meðaltali árið 2006 og aukist í 2% í ár þegar hægir á efnahagslífinu. Spáð er 3,3% atvinnuleysi á næsta ári.
    Þetta lítur út ein og byrjun á alvinnuleysis bylgju

  • Þá er í spánni reiknað með fallandi gengi krónunar. Þessar sveiflur og væntingar til krónunar styrkja mig í þeirri trú að við ættum að skoða möguleika okkar á að taka upp evru og ganga í ESB

  •  Loks eru það óvissuþættir sem spáinn greinir frá:"

    Helstu óvissuþættir í þjóðhagsspánni varða ástand á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum, gengi krónunnar og frekari stóriðjuframkvæmdir." Þetta ættu menn að skoða áður en lagst er í frekai stóriðju.

Frétt af mbl.is

  Spáir 2,2% hagvexti á þessu ári og að kaupmáttur aukist um 4,6%
Viðskipti | mbl.is | 16.1.2007 | 11:29
Þrátt fyrir samdrátt í framkvæmdum og einkaneyslu er gert... Fjármálaráðuneytið gerir nú ráð fyrir að hagvöxtur verði 2,2% á þessu ári og 3,1% á árinu 2008 en í haust spáði ráðuneytið 1% hagvexti í ár. Í vetrarskýrslu ráðuneytisins, sem birt var í dag, segir að á síðasta ári hafi loks tekið að hægja á vexti þjóðarútgjalda, og er áætlað að hagvöxturinn hafi verið 2,5% síðastliðið ár. Ráðuneytið spáir 3,8% verðbólgu að meðaltali á þessu ári og að atvinnuleysi aukist í 2% og 3,3% árið 2008. Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 4,6% á þessu ári.


mbl.is Spáir 2,2% hagvexti á þessu ári og að kaupmáttur aukist um 4,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband