Leita í fréttum mbl.is

Um veisluhöld bankana

Finnst rétt að koma þessu hér á bloggið. Þarna er Vilhjálmur Bjarnason sem er í forsvari fyrir samtök minni fjárfesta og hefur áður tjáð sig þegar honum hefur fundist á þeim brotið. Hér er hann að gefnu tilefni að tjá sig um þessar gríðarlegu veislur sem Kaupþing og Glitnir hafa verið að halda að undanförnu.

 

ruv.is

Veislugleði bankamanna gagnrýnd

Formaður fjárfesta gerir alvarlegar athugasemdir við veisluhöld banka hér á landi og segir að þar skorti allt meðalhóf. Hagnaður bankanna eigi að renna til hluthafa en ekki fara í dýrar veislur. Bankarnir mismuni bæði viðskiptavinum og starfsfólki.

Stefnumót við stjörnurnar var yfirskrift galadansleiks sem Glitnir hélt í Laugardalshöllinni um helgina. 600 stærstu viðskiptavinum og lykilstarfsmönnum bankans var boðið til veislunnar þar sem boðið var upp á mat drykk og skemmtiatriði. Boðskorti í partýið fylgdi silfurlituð gríma og konfektkassi.

Vilhjálmur Bjarnason, formaður fjárfesta, gerir alvarlegar athugasemdir við veislur af þessum toga og segir að í raun séu verið að mismuna bæði viðskiptavinum og starfsfólki. Hann segir að með svona aðgerðum sé verið að búa til tvær ef ekki þrjár þjóðir í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

     ekki er mér boðið á svona fögnuði.... snökkt...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 16.1.2007 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband