Leita í fréttum mbl.is

Icesave fórnarkostnaðurinn!

Rakst á þetta á netinu. Hér geta menn séð áætlaðn kostnað okkar vegna tafa á því að ganga frá Icesave.

ICESAVE fórnarkostnaðurinn

Nú klukkan 00:09 7 mars sýnir hún 160 milljarða. Held að fólk ætti að hafa þetta í huga þegar það hlutstar á Sigumund Davíð sem segir að nú eigi bara að láta Icesave deiluna í salt.


mbl.is Úrslitin vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Eitt ráð; mælt í mesta bróðerni. Hvernig væri að leggja frá sér bjórkönnuna og horfa á heiminn skírum augum en ekki í gegnum þykkan botn á slíku áhaldi.

Kveðja 

Guðmundur Ingi Kristinsson

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 00:20

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Finnst nú eiginlega að aðrir þyrftu að gera það. Heldur þú eins og aðria að kyrrstaðan, frestun á áætlunum og fleira kosti ekkert til framtíðar? T.d. eins og í hærri vöxtum, verri lánakjörum, lægra lánsmati og gjaldeyrishöftum?

En eins og ég segi hafðu þína skoðun ég ætla að hafa mína! Takk fyrir!

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2010 kl. 00:37

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það dettur eingum heilvita manna slík vitleysa í hug

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.3.2010 kl. 00:43

4 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Ha ha, Það er ekkert lán að taka afstöðu til. Hefuru ekki skilið það?

Svo er að vísu hægt að sjá það frá öðru sjónarholli með atvinnuleysi osf en aftur á móti eigum við að kæra bretana fyrir hryðjuverkabeytingunni sem er hluti af þessari skuldateljara og ummælin Gordon Browns um að við værum gjaldþrota.  Við erum jú lítil þjóð en litlar þjóðir hafa réttindi líka. Við ættum kanski að nota þennan teljara í lögsókn við breta :)

Sævar Guðbjörnsson, 7.3.2010 kl. 00:50

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

" ICESAVE fórnarkostnaðurinn", þetta er etthvert undarlegasta framlag sem hefur verið sett fram, sennilega í allri umræðunni.

Gunnar Heiðarsson, 7.3.2010 kl. 01:05

6 identicon

Magnús farðu að sofa þér veitir ekki af því.............! Kanski vaknaru með meðviðtund á morgun................. góða nótt"""

 kveðja ÁsiP

ási (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 02:11

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gunnar Heiðarsson og fleiri. Haldið þið að rúmlega frestun á áætlun okkar um endurreisn kosti ekkert. Það verður lengri tími þar til að gjaldreyrishöft verða afnumin, við verðum lengur með verri lánskjör og skuldatrygginarálag. Við erum þegar nærri þeim flokki að öllum almennilegum lánafyrirtækjum er bannað að lána hingað. VIð fáum því ekki mikið af vönduðum fjárfestum hingað. Og þarna er verið að tala um kostnað nú og til framtíðar.  En þið snillingarnir vitið þetta svo miklu betur að ég held að sleppi því að reyna að ræða þetta við ykkur. Bendi bara t.d. á þessa grein http://www.visir.is/article%2f201077462004

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2010 kl. 02:31

8 identicon

Magnús, þú hefur klárlega dottið ofan í bjórtunnuna þegar þú fékkst þessa vitrun þína.  IceSave verður þér ekkert kostnaðarminna ef þú ætlar að taka á þig þessar einkaskuldir fyrir Bjöggana næstu áratugi.

Íslenska ríkið tók ekki lán til þess að borga breskum og hollenskum sparifjáreigendum það tjón sem IceSave olli þeim.  Það var ákvörðun viðkomandi ríkisstjórna.  Þessar ríkisstjórnir ákváðu svo að túlka þær aðgerðir sem lán til íslenska ríkisins og tróðu því þannig ofan í kokið á óhæfri ríkisstjórn Íslands.  Ef þetta auma lið niðrá Alþingi mæti stöðuna rétt, og tæki á málum í ljósi þess, þá væri ekki verið að reikna á okkur vexti.  Það var nefnilega ekkert lán tekið.  Það rekur einhver meinloka okkar ráðamenn áfram sem þarf að skoða sem alvarlegan geðsjúkdóm.  Þetta lið er einfaldlega ekki í lagi.

Svo máttu alveg spyrja þinn ástkæra trúflokk (stjórnmálaflokk) af hverju ekki er sótt að þeim sem eru valdir að IceSave tjóninu í stað þess að verið sé að reyna með öllum ráðum að koma þessu einkasukki á okkur skattgreiðendur.

Melur (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 03:28

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Melur Ísland samþykkt 11 október að Hollendingar tækju lán til að greiða innistæður á Icesave reikningum. Við samþykktum þeir lánuðu okkur þessar upphæðir  sem við myndum síðan greiða þeim til baka. Sbr.

Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave
11.10.2008

Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta.

Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.

Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.


Reykjavík 11. október 2008

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2010 kl. 03:37

10 identicon

Við borgum Icesave hvað sem þið haldið + allan fórnarkostnað af þeirri töf sem hefur verið á okkar endurreisn. Og þið sem ætlið dómstólaleið verðið að gera ykkur grein fyrir því að það tekur nokkur ár og við löngu orðin gjladþrota ómagar út í ballarhafi áður en lausn fæst í það.

Ef menn hugsa þetta af rökhyggju án reiði og hefndargirni út í Bjögga eða aðra hljóta menn að sjá að á meðan AGS hagar sér svona kostar þetta okkur óhemjufjár. Tíminn vinnur ekki með okkur.En ætli ég sé ekki bara blind fyllibytta eins og aðrir sem ekki hafa "rétta" skoðun ægivalds bloggheima.

Banjó (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 08:15

11 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Við þurfum , eigum og skulum aldrei BORGA   Icesave  ! ,punktur.

Alexander Kristófer Gústafsson, 7.3.2010 kl. 09:37

12 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Hvaða máli skiptir hvaða einhverji þingmenn samþykktu, ekki eins og það væri í fyrsta skipti sem þeir mundi ljúga

Alexander Kristófer Gústafsson, 7.3.2010 kl. 09:38

13 identicon

Það skyldi þó ekki vera að reiknimeistarar samspillingarinnar og viðhengja þeirra hafi reiknað þetta út,það er trúlegur útreikningur eða hitt þó heldur.

magnús steinar (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 11:14

14 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

HVAÐ ER VERIÐ AÐ RÍFAST VIÐ 1.8%????????

Látið manninn í friði - hann er bara í sínum 1,8% draumaheimi og líður vonandi vel þar -

sagði Þráinn Bertelsson ekki að 5% þjóðarinna væru fífl??

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.3.2010 kl. 12:14

15 identicon

Ég rakst á þetta á netinu.

http://www.b2.is/?sida=tengill&id=337944

Þetta sýnir fórnarkostnaðinn við það að ganga í ESB.

Kristinn (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 18:15

16 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Góður brandari! Kristinn! En sé ekki alveg tenginguna við ESB! En þið hinir ef þið haldið árs seinkun á öllum viðreisnaráætlunum kosti ekki neitt þá er ég feginn að vera hér í minnihluta því að þið eruð þá mjög einfaldir. Bendi á að ég deili skoðunum með ASÍ, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum Iðnaðarins, hagfræðingum í Seðlabankanum, ýmsum erlendum hagfræðingum, AGS, Seðlabönkum Norðulanda og fleirum. En þið og Sigmundur Davíð og félagar hans í Indefence vitið þetta betur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2010 kl. 18:22

17 identicon

Annars má bæta einu til viðbótar við þetta. Þessa klukku sem síðuhaldari bendir á má nú bara láta ganga á meðan við erum með ríkisstjórn sem er blanda af Samfylkingu og Vinstri grænum þar sem það mun nákvæmlega ekki neitt taka við þegar þeir hafa loksins náð að klára Icesave málið. Umhverfisráðherra og Iðnaðarráðherra krukka hver í sínu horninu á meðan aðrir ráðherrar þessarar ríkisstjórnar drepa hvert tækifærið til að gera eitthvað á fætur öðru.

SEM SAGT:

EF AÐ ÞAÐ ER EITTHVAÐ AÐ MARKA ÞESSA KLUKKU OG AÐ LEYNIFORSENDURNAR SEM AÐ ESB GRÚPPÍUR SÍÐUHALDARA GEFA SÉR ERU RÉTTAR, ÞÁ ER ÞESSI KLUKKA AÐ MÆLA ÞANN ALMENNA KOSTNAÐ SEM HEFUR HLOTIST  AF ÞVÍ AÐ VERA MEÐ RÍKISSTJÓRN VG OG SAMFYLKINGAR.

Kristinn (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 18:26

18 identicon

Tengingin við ESB er engin. Brandarinn snýst um að finna eitthvað á netinu og ganga að því vísu í blindni að þar sé farið með rétt mál.

Og til viðbótar. Þeir sem ekki birta forsendurnar fyrir sínum útreikningum teljast seint marktækir.

Kristinn (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband