Leita í fréttum mbl.is

Bíddu er Ólafur að gleyma sér í sigurvímunni?

Á nú að koma okkur í deilur við Norðurlöndin núna?

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í viðtali við norska blaðið Aftenposten, að Norðurlöndin hafi öll með beinum eða óbeinum hætti stutt þann þrýsting, sem Bretar og Hollendingar hafa beitt Íslendinga í Icesave-málinu. „Það er ekki notalegt að segja þetta en það er samt staðreynd," segir Ólafur Ragnar við blaðið. 

Aftenposten segir, að Ólafur Ragnar hafi lýst miklum vonbrigðum með afstöðu Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands undanfarið ár. Norðurlöndin hafi ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum ekki afgreitt stóran hluta þeirra lána, sem þau hétu Íslendingum og áttu að stuðla að efnahagslegri endurreisn Íslands.

„Þau hafa öll beint eða óbeint stutt þann þrýsting, sem Bretland og Holland hafa beitt Ísland. Það er ekki notalegt að segja þetta en það er samt staðreynd. Þetta er greinilega vandræðalegt mál fyrir þau," hefur Aftenposten eftir Ólafi Ragnari og segir að forsetinn hafi ekki áður gagnrýnt nágrannalönd Íslands með jafn afgerandi hætti. 

Eða er tímabilið byrjað aftur þar sem að ríkisstjornin þarf að að ganga á eftir honum og leiðrétta hann. Og hann kemur svo og segir ekki rétt eftir sér haft.

Af hverju í ósköpunum var ekki hægt að sleppa þessu núna? Það er ekki eins og vinveittum löndum rigni yfir okkur.

Enda bregðast Norðmenn hissa við:

Aftenposten bar ummæli Ólafs Ragnars undir Sigbjørn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs, sem segist undrandi á þeim og segir að Norðmenn standi við skuldbindingar sínar gagnvart Íslandi.

„Við höfum alltaf verið í góðu sambandi við íslensku ríkisstjórnina og við sjáum fram á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geti afgreitt málið þannig að við getum greitt út næsta hluta af lánunum. Í því ljósi er ég undrandi á yfirlýsingum forseta Íslands," segir hann.

Gat Ólafur ekki bara notið þess í dag að hann vann pólitískan sigur!


mbl.is Segir Norðurlöndin hafa beitt Ísland þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú alvitað - og guði sé lof að einhver Íslenskur stjórnmálamaður er að nýta sér fjölmiðlaáhugan til að tala okkar málstað. Það var hreint út sagt ömurlegt að horfa á tapsáru Jóhönnu og Steingrím eftir að fyrstu úrslit voru kunn. Sé ekkert smá eftir því að hafa kosið þau í fyrra...

Radiv (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 01:11

2 Smámynd: Birnuson

Sigbjörn er að bulla, ekki satt? Norðmenn bíða ekki eftir AGS heldur öfugt.

Birnuson, 7.3.2010 kl. 01:15

3 Smámynd: Birnuson

Og næsta spurning er þess vegna: eftir hverju bíður Sigbjörn?

Birnuson, 7.3.2010 kl. 01:16

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef frændur okkar á norðurlöndum líta á umæli forsetans sem stríðsyfirlýsingu, þá verður svo að vera. Hann er eingöngu að segja frá staðreyndum. Ég trúi að norðurlandabúar þoli hann.

Gunnar Heiðarsson, 7.3.2010 kl. 01:20

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það færi vissulega betur ef ríkisstjórnin segði þetta. Hún virðist ekki hafa þann kjark og þor sem þarf, því verða aðrir að vinna verkin.

Gunnar Heiðarsson, 7.3.2010 kl. 01:22

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Halló ef einhver er að bjóða ykkur lán, finnst ykkur eðlilegt að ráðast með látum á þá þegar þeir eru að fylgja ákvörðunum sem gengur út á að þau tengist áætlun AGS? Það var samþykkt á Norska þinginu. Ætli það sé ekki eins og með Icesave að Norska ríkisstjórnin verður að fylgja þeim fyrirmælum sem þingið þeirra setur þeim varðandi fjárútgjöld. Það þurftum við og fólk var að greiða atkvæði um það í gær.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2010 kl. 01:23

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og svona til að skýra málið þá eru Noregur og önnur viðkomandi lönd ekki að rukka okkur heldur að lána okkur!

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2010 kl. 01:24

8 identicon

Sammála þér Magnús. Maður bítur ekki höndina sem fóðrar þig, amk ekki svona fast.

Hörður Már (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 01:26

9 identicon

Það er útgefin stefna norðurlandana(fyrir utan Færeyjar) að lána ekki Íslendingum fyrr en búið er að ganga frá Icesave.

Þau ættu að þola það að vera minnt á eigin stefnu.

Jón Ottesen (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 01:37

10 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"Bíddu er Ólafur að gleyma sér í sigurvímunni?"

Nei, hann er að vinna vinnuna sína! 

Haraldur Rafn Ingvason, 7.3.2010 kl. 01:51

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu og hver kaus hann í þetta! Og hvað ætlar hann að græða á því að ergja Norðmenn sem eru jú að lána okkur peninga ekki rukka okkur?

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2010 kl. 01:59

12 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Hann er persónukjörinn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það hefur hann fram yfir alþingismenn og ráðherra. Svo er hann bara að benda á það sem hefur legið fyrir lengi.

Haraldur Rafn Ingvason, 7.3.2010 kl. 02:05

13 identicon

Hvernir væri að hætta að vera svona mikil "kveif" Magnús ? Þú ert búinn að tala máli þessara svikasamninga frá upphafi. Allt til að fá lán sem þú hefur ekki getað sannfært nokkurn mann um að verði nokkurntímann greidd upp í topp. Í dag varst ÞÚ feldur af meirihluta þjóðarinnar. Þín hugmyndastefna hefur beðið algert skipsbrot.

Forsetinn er hetja. Ekki bara fyrir okkur Íslendinga heldur almenningi út um allann heim. Hann er að skapa eitt fallegasta fordæmi beins lýðræðis sem til er ! Fólkið ræður því hvort það tekur við skuldum bankastofnana eða ekki á Íslandi.

Hvað skeði þegar Ólafur vísaði Icesave samningnum í þjóðaratkvæði ? Jú akkurat það sem við vildum. Lægri greiðslubyrði.

Nákvæmlega það sama á við núna. Það þarf að segja heiminum SANNLEIKANN !!

ALMENNINGUR MUN SNÚAST Á SVEIF MEÐ ÍSLENDINGUM ÞEGAR FÓLK FER AÐ SKILJA UM HVAÐ ÞETTA SNÝST.

Þið sem hafið sagt að við verðum að semja því við eigum enga vini eruð senda þau skilaboð út í heim að við séum SEK sem þjóð fyrir Icesave. Almenningur í öðrum löndum skilur það þannig. Núna hinsvegar við umtalið og þjóðaratkvæðagreiðsluna þá fara þau að sjá hvað var verið að reyna hérna. Kúga litla þjóð með öllum verkfærum sem til eru. Umtalið er það sem okkur vantaði. Réttindabarátta okkar þarf að koma framm.

Norðurlandaþjóðirnar þurfa að vita sannleikann. Og það þurfa allir að gera.

Annaðhvort fáum við samninga þar sem ekki er verið að reyna að græða á okkur. Eða þetta fer í dómsmál. Þó það taki 10 ár.

Jafnvel þó að hlutirnir yrðu hér mjög erfiðir á meðan þá myndi sigur í slíku máli verða risastór bæði í lýðræðissögunni og líka fjárhagslega til lengri tíma. Við gætum sótt á þær þjóðir sem hafa kúgað okkur.

Sannleikurinn sigrar alltaf að lokum.

Már (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 02:06

14 identicon

Þið sem reynið að gera lítið úr Forsetanum, ættuð að skammast ykkar. í þessu Icesavemáli hefur hann haft rétt fyrir sér allan tímann. Hann er búinn að gera meira til að skýra okkar málstað á alþjóðavetvangi frá því hann synjaði að staðfesta lögin, en ALLAR ríkisstjórnir sem setið hafa frá því 6. október 2008. Ríkisstjórninni sem situr nú, vil ég líkja við ríkisstjórn Vidkun Quisling sem ríkti í Noregi 1940-1945. Hún hefur svikið allt sem hún var kosin til að gera, þ.e.a.s. að bjarga heimilum í landinu. JS og SJS eru "quislingar"

Kristinn (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 02:10

15 Smámynd: Gunnlaugur H Gunnlaugsson

magnús taktu nù vel eftir thví sem Haraldur og hvad thá Màr segja, skil ekki thessa pòlitisku afnetun à öllum hlutum, geta Íslendingar ekki hugsad sjàlfstaett. Burt med ALLA pólitik og láta hjartad ráda. kv. G

Gunnlaugur H Gunnlaugsson, 7.3.2010 kl. 02:24

16 identicon

Mér finnst hann allveg meiga lýsa hneikslun sinni á framkomu allra og þar á meðal Normanna, á kúguninni sem þeir eru að reyna að beita........

Skuldir okkar eru gríðarlegar .... enn þær eru bara dropi í skulda-haf Breta......Og mér finnst bara gott hjá honum að minna á að við Íslendingar ,flestir allavega, vitum allveg hvernig AGS vinnur og hverjum það fyrirtæki virkilega þjónar..........

Sjáið bara heimskuna á skilyrðunum um að taka hundruða milljarða kr. lán til að byggja upp vara-gjaldeyrisforð.............

(Fé sem við erum skikkuð til  að  taka að láni,,,,, og á okurvöxstum..... Þetta fé megum við ekki snerta en við fáum að borga vextina.......... og það sem mér finnst fáranlegast er að þetta segja þeir að sé til þess byggja viðskipta-trúverðuleika??????) 

Get bara enganveginn séð að viðskiptajöfrar finnist jákvæðara að stunda hér viðskipti vitandi að einum stórum ríkiskostnaðalið til viðbótar og allt vegna ósnertanlegra aura sem gera ekkert gagn ????????

Nú er mikil vakning, þá sérstaklega í evrópu og usa, um hvernig fjármálaheimurinn þ.a.s. þeir sem þar stjórna, breytir okkur mönnunum í þræla með ósýnilega hlekki, með viljandi og markvissum aðferðum. Nú erum við jarðlingar á tímamótum þar sem við sjáum að kapitalisti er ekki leiðinn og fólksfjöldi er að ná hámarki í heiminum og aðeins örfáir eiga allt og ráða öllu.....

Í usa er eignahlutfallinu skift svona.................0.03% þegna eiga 1/2 af fé og eignum landsinns ..........  restin  99.93% skiftir svo hinum 1/2 mis bróðurlega á milli sín

Gunnar (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 02:30

17 Smámynd: Sigurður Helgason

Og skemmtilegt til þess að hugsa að Magnús og hans flokkur eru á leiðinni út og vonandi að hverfa alveg,

Sigurður Helgason, 7.3.2010 kl. 02:33

18 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Við erum ekki skikkuð til að taka eitt eða neitt lán. Og þegar búið er að gera upp alla banka þá eru skuldir okkar ekkert gríðarlegar. Þær eru miklar en svipaðar og í mörgum Evrópulöndum. Og svona draumar um heim þar sem fjármagnið ræður ekki flestu er draumsýn. Hvað ætla menn að gera stunda vöruskipti. Það myndi engin leggja peniga í banka ef þeir gætu ekki treyst á að þeir yrðu ávaxtaðir. Og þar með yrðu ekki penignar sem fólk gæti fengið lánað t.d. til að byggja. Ætlar þú þá að fara að búa þér íbúð með því að hræra upp mold og búa til kofa.

Það er svo allt annað hvernig fjármagni er skipt milli hópa. Og þú heyrir ef þú hlutstar að t.d. Sjálfstæismenn eru á móti því að jafna út stöðu manna t.d. með skattaþrepum

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2010 kl. 02:37

19 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Pólitík er trúarbrögð hjá allt of mörgum - ofsatrúarbrögð. Núna höfum við ekki lengur efni á þessum fjórflokkstalibönum. Krafan um utanþingsstjórn hefur verið uppi í hálft annað ár. Sjáum hvort sú verður raunin upp úr þessari uppákomu...

Haraldur Rafn Ingvason, 7.3.2010 kl. 02:42

20 identicon

Sigurður Helgason. Þetta snýst ekki um að flokkur Magnúsar hverfi. Þetta snýst um að allir flokkar hverfi. Þeir eru að sunda okkur sem þjóð.

Eðli eiginhagsmunastefnu sem nánast allir flokkarnir hafa staðið fyrir, er orðinn alger andstæða við réttindabaráttu almennings. Alþingismenn eru allt of flæktir í viðskiptalífið til að gefa heilbrigða stefnu.

Það erum við almenningur sem erum að þvinga þetta fram með aðstoð Indfefence og réttsýnum forseta. Við getum gert meira.

Eins og Gunnlaugur segir að þá þurfa allir að losa sig við pólitík og láta réttlætistilfinningu vísa veginn. Sá þorir ekki vegna hótana er þegar glataður.

Már (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 02:47

21 Smámynd: Gunnlaugur H Gunnlaugsson

Haraldur ég er sammála, pólitik er BÖL. Verum vid sjálf

Gunnlaugur H Gunnlaugsson, 7.3.2010 kl. 02:56

22 identicon

Þetta er alveg rétt hjá Gunnari.

Þetta snýst allt um að komast yfir "raunveruleg verðmæti" Orku, lönd, vatn, olíu, fisk. siglingaleiðir osfr.

Þessar þjóðir sjá okkur sem gnægtabúr þessa alls. Hollendingar og Bretar reyna fyrst með Icesave ruglinu en munu mistakast hrapalega. Evrópubandalagið kemur svo í kjölfarið og verður kolfellt. Margir munu þessir aðilar fara í fýlu við okkur en vini munum við eiga þarna úti svo lengi sem við stöndum í lappirnar og með sjálfum okkur.

Ef við þurfum að fara í vöruskiptasamninga við öllur lönd þá er það bara málið. Við höfum allt hérna til að lifa góðu lífi með fáeina erlenda vini í viðskiptabandi. Þeir sæju mikla möguleika á siglingaleiðum og öðru með Íslandi

Kínverjar, Rússar, Færeyjingar, Grænlendingar, USA og Japan bjóða upp á ath.verða möguleika.

Már (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 03:04

23 identicon

Ég legg til að Indfefence setji af stað undirskriftarlista þar sem kannað er áhugi fólks á að mynda þjóðstjórn. Til að komast í þjóðstjórn verða menn(konur) að hafa það sem mikilvægustu hæfniskröfuna að tengjast ekki viðskipalífinu á einn eða neinn hátt. Að hluta til erlendir sérfræðingar til að bakka upp hina Íslensku og ná enn meira hlutleysi.

Þjóðstjórninn verður svo að hafa sterka tengingu inn í beint lýðræði almennings. Þ.e.a.s hafa möguleika á t.d að kjósa eða koma áliti sínu á framfæri í mikilvægum málum.

Við þurfum annað stjórnskipulag það er morgunljóst. Flokkakerfið er í raun búið að vera eftir hrun Íslands. Þ.e.a.s trúverðugleiki þess.

Þröstur. (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 03:18

24 identicon

Magnús:::

Peningar eiga vera verkfæri ríkisinns og ættu að vera notaðir til að gera samfélagið ríkt en ekki bara nokkra útvalda........ Ríkið mundi lána fé vaxtalaust og fengi það margfallt til baka í öðru formi en peningar í vaxtagróða..... 

Þessir peningar eru ekkert það heilagir greinilega þar sem skuldir eru afskriðaðar með einu pennastriki....... Heldur ekki það heilagir að það sé ekki  hægt að Skifta út  meingölluðu gangverk fyrir nýtt og notandavænnt(fyrir alla)

Jú kanski er ég draumsýnn.....en mér finnst þú líka vera dreyminn að trúa að stjórnarhættir og stefnur,  sem eru við lýði í dag, sé besti kosturinn og við getum ekki gert neitt auðruvísi. ekki einusinni hugsað út fyrir rammann

Gunnar (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 03:29

25 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þröstur þú gerir þér grein fyrir að þjóðstjórn er aðeins hægt að mynda með aðkomu flokkana á Alþingi? Alþingi verður að mynda þjóðstjórn! Utanþingsstjórn er aftur stjórn sem Forseti getur myndað en hún þyrfti að vinna fylgi Aþingis fyrir hverju máli sem hún þyrfti að koma í gegn. Og ég sé það bara ekki virka neitt betur. Sorry! Svona draumar um stjórn sem er skipuð hæfustu mönnum jafnvel erlendum sérfræðingum er eitthvað sem gegnur ekki upp. T.d. held ég að það sé skilyrði að menn hafi íslenskan ríkisborgararétt!

Það þarf núna stjórn sem hefur skýran meirirhluta til a taka ákvarðanir og móta skýra leið fyrir okkur út úr þessum vandamálum. Stjórnin sem nú er líður fyrir það að hún er klofin. Og stjórnaandstaðan hefur það helst að markmiði að halda henni veikri en samt við völd svo að hún geti lokið skítverkunum áður en gömlu valdaflokkarnir taka hér aftur völdin sem er líklegast. Ef að Ögmundur og co halda sínu striki þá býst ég við að það verði þá kosningar á næsta ári. Þá verður byrjuð uppsveifla og þá er gaman fyrir þessa flokka að koma aftur inn.

Því er ég á því að ef að ekki næst samstað í stjórnarmeirihlutanum þá ættu þau að skila umboði sínu og sjá hvort að aðrir flokkar geta myndað hér stjórn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2010 kl. 03:31

26 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gunnar þetta var reynt í Sovétríkjunum, Kúbu, Kína, Norður Kóreu og fleiri stöðum. Þetta er falleg draumsýn en fellur alltaf vegna þess að menn eru breyskir og þrá völd.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2010 kl. 03:33

27 identicon

Aðrar þjóðir hafa notað erlenda sérfræðinga með góðum árangri. Íslensk kennitala er bara afsökun. Við höfum hérna útlendingalög sem heimila fólki landsetu ef þau eru nógu fær í sínu starfi. Þú ert að búa til hindranir með þessu tali.

Þjóðstjórn er hægt að mynda með aðkomu fólksins sem krefst þess. Svipað og með þjóðaratkvæðagreiðsluna. Við ráðum þessu í raun. Þú sérð ekkert virka betur ??

Ertu að grínast ? Þú segir að þjóðstjórn gangi ekki betur og kemur ekki með rök fyrir því.

Hinsvegar eru rökinn fyrir því að það gangi gríðarlega einföld og skýr.

Þjóðstjórn án tenglsamyndana í viðskiptalífið væri stjórn full af fólki sem myndi hugsa eins og forsetinn hugsar og framkvæmir í dag. Hann er sverð Íslands og skjöldur af þerri einu ástæðu að flokkakerfið er búið að vera sökum innri baráttu. Það lamar alla samstöðu.

Þröstur (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 03:39

28 identicon

Þú ert að tala um risaþjóðir þarna. Stór batterí sem erfitt er fyrir almenning að hafa áhrif á. Ertu búinn að skoða t.d Lictenstein ? Ef ég man rétt þá eru hlutirnir að ganga upp hjá þeim á svipuðum nótum og þjóðstjórn er. (gæti verið annað lítið Evrópuland sem ég man ekki nafnið á)

Við Íslendingar erum kjörnir í að láta þetta ganga hér. Það sýnir sig þessi þróun undanfarnar vikur. Vilji fólksins er að koma fram og ranglætið hefur verið stöðvað.

Þröstur (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 03:45

29 identicon

Ha .....?   

menn eru breyskir og þrá völd. ?????

spillingin og miskiftinginn er og ef sennilega ekki meiri hérnameginn, virðist mér....

 við þurfum bara stoppa að ríkir verð ríkari  og stoppa þessa einstefnu fjármagns til þeirra.

Gunnar (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 03:48

30 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Maður bítur ekki höndina sem fóðrar þig, amk ekki svona fast.", segir í athugasemd #8

En þið viljið kyssa vöndinn sem flengir ykkur, það er nokkuð ljóst

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.3.2010 kl. 05:15

31 identicon

Áfram ísland - niður með auðvaldið og embættismannahrokagikki...

Grímur Grái (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 09:00

32 identicon

Magnús, ég verð að segja að mér finnst ástandið á Íslandi hafa farið úr því að vera fáránlegt í það að vera skuggalegt.

Eftir lestur þess sem hér hefur verið skrifað þá get ég ekki annað en þakkað fyrir að íslendingar eru ekki nema 300. þúsund. því þetta eru ekkert annað en stríðsyfirlýsingar.

Hér er fólkið sem hefur talað hátt um gildi lýðræðis, í raun að dýrka einræðið.

Ég ætla bara að vona að hér hafi hinn minnsti minnihluti verið að tjá sig og að meirihlutinn sé ennþá þarna úti og sjái hættuna sem stafar af múgæsingunni sem er að breiðast út í þjóðfélaginu.

Mér er það algjörlega óskiljanlegt hvernig það getur gerst að Ólafur kemur fram í sjónvarpi og ásakar Norðurlönd um svik!

Er enginn á Íslandi sem sér alvarleikann í því?

Norðurlöndin frændur okkar, eru gjarnan haldið fram á hátíðarstundu. En nú lítur fólk á löndin sem fjanda.

Ég hef búið yfir áratug á Norðurlöndunum, og ég get alveg sagt það hiklaust út að á norðurlöndunum er litið upp til Íslands og alltaf talað um íslendinga með virðingu.

þessvegna er ég gráti næst að lesa blogg allmennings og viðbrögð við áróðurstali forsetans.

Ástandið á Íslandi er skuggalega líkt ástandinu í þýskalandi áður en nazistar tóku völdin.

Og ég verð að segja að ég sé allt of stóra líkingu með viðtölum Ólafs, við ræður Hitlers sem taldi þjóð sinni trú um að Gyðingar væru óvinurinn.

Nú ætla ég að vona að líkingin endi þarna, en ég vil VARA við ástandinu, og hvet allt lýðræðis elskandi fólk til að fara fram á við Òlaf Hitler Grímsson að hann skili lýðræðinu aftur.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 09:05

33 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Í kjölfar atburðanna var samfélagið í miklum sárum. Í fyrstu var fólk ruglað í ríminu en síðan tók við reiði og ótti. Og ótti fólksins braust út í róttækum skoðanaskiptum. Fólk skipti sér upp í andstæðar fylkingar, hóf að skjóta með orðum sínum úr tilbúnum skotgröfum hvert á annað. Siðprúð, yfirveguð og málefnaleg umræða komst ekki að. Ólíkar skoðanir, meiningamunur, leiddi til reiði og átaka. Veruleg ógn steðjaði að hinum ósýnilega sáttmála sem er heilbrigðu samfélagi nauðsynlegur. Aðdragandann að atburðunum mátti svo til alfarið rekja til ábyrgðarleysis innanlands. Farið hafði verið allt of geyst. Það sem skóp taktinn í samfélaginu var þó hugmyndafræðin fyrst og fremst. Hún mótaði stefnu stjórnvalda sem almenningur fylkti sér að baki. Almenningur hafði í raun fagnað stjórnvöldum og stefnunni – með atkvæði sínu. Þó voru það tiltölulega fáir einstaklingar sem raunverulega mótuðu stefnuna og höfðu gífurleg áhrif á stemninguna í samfélaginu. Eftirlitsstofnanir voru lamaðar og máttu sín einskis í að gæta að hag almennings. Samfélagið fór á yfirsnúning án nokkurra hamlana. Í trilltum dansi tók fólk ekki eftir því hvert samfélagið stefndi. Og nú voru innanlandsátök meiri en nokkru sinni og grunnstoðir samfélagsins orðnar veikburða.Samfélagið þurfti hjálp. Nú reið á að upplýsa heiminn um stöðu samfélagsins og ógöngur. Nauðsynlegt var að verkefnið yrði unnið af auðmýkt og með viðurkenningu á því sem gerst hafði. Þannig mátti vonast eftir samúð umheimsins og hjálp.Leiðtogi samfélagsins kom fram í fjölmiðlum og nýtti hvert tækifæri. Þó ekki til að sýna iðrun og biðjast hjálpar. Hann úthúðaði öðrum ríkjum – nánast öllum öðrum ríkjum! Hann kvað önnur ríki vond og illgjörn! Hann kenndi öðrum um ástandið sem við blasti í eigin ríki! Auðmýkt og iðrun var hvergi að sjá heldur þveröfugt! Leiðtogar annarra ríkja urðu furðu lostnir. Samningsstaða samfélagsins var ekki góð. Og nú versnaði hún. Leðtogi samfélagsins virtist ekki gera sér grein fyrir því tjóni sem hann var að baka samfélaginu. Erlendir leiðtogar spurðu sig hvort samfélaginu væri viðbjargandi. Hversu ábyrgðarlaust og óraunsætt er þetta samfélag? Það hefur þegar grafið sína gröf en heldur áfram að grafa fremur en að taka í hönd þess sem vill hjálpa því.Hvers konar samfélag er þetta? Og hvaða samfélag er verið að tala um? Rúanda, Úganda, Simbabve…?

Eiríkur Sjóberg, 7.3.2010 kl. 09:14

34 identicon

Takk Eiríkur, vel orðað við skulum vona að rödd skynseminar öðlist meiri kraft til að snúa stórhættulegri þróun við.

Ólafur er hættur að vera hjákátlegur í viðtölum sínum, en er þess í stað orðin ímynd Íslands skaðlegur.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 09:27

35 identicon

Ólafur Ragnar er ímynd Íslands til sóma, og sá eini sem stendur vörð um hana núna. Hver heldurðu að beri virðingu fyrir þeim sem ekki virðist gera að sjálfur? Sem ekki stendur upp og ver sig þegar á hann er sótt með ósanngjörnum hætti? Ólafur Ragnar er sá eini sem heldur uppi virðingu umheimsins fyrir þjóðinni og stendur vörð um þá ímynd sem Íslands skapaði sér í þorskastríðunum, sem stolt, sjálfstæð þjóð sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Rikisstjórnin hefur hins vegar algjörlega brugðist á þessu sviði.

Hjortur Smarason (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 10:25

36 identicon

Ólafur stendur með þjóð sinni,en brátt fer hans tími að líða undir lok á Bessastöðum,og hver ætti að vera næsti forseti Íslands.Ég er með tilgátu að það verði Tryggvi Marteinsson starfsmaður Eflingu og Samfylkingarséní og ESB-sinni.Tryggvi Marteinsson er mjög ötull á Mbl-blogginu,og er alveg einstaklega réttsýnn gagnvart umræðum um Verkalýðsfélögin.KJÓSUM Tryggva Marteinsson til Bessastaða þegar að því kemur.

Númi (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 10:58

37 identicon

Sumir eiga greinilega erfitt með að meðtaka sannleikann.  Ólafur sagði sannleikann en litlar gungur þola ekki sannleikann.  Það hefur sýnt sig að það borgar sig að standa í lappirnar, en gungurnar óttast ekkert meira en að þurfa að standa í lappirnar.

Varðandi lánin frá norðurlöndum, fari þau til helvítis, við höfum ekkert með lán að gera sem eru bundin þeim skilyrðum að við notum þau til að borga fjárkúgunar frá gömlum nýlendukúgurum.

Stattu nú í lappirnar Magnús, þú hefur sannað það hingað til að þú ert gunga, en þú þarft ekki að festast í þeim farvegi.

bjarni (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 12:30

38 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eini áhrifamaður íslensku þjóðarinnar sem staðið hefur í báða fætur undangengin missiri er forsetinn.

Þeir sem hafa ekki stærð til að sjá það, viðurkenna og þakka ættu að þegja og hundskammast sín alveg milli fjalls og fjöru.

Árni Gunnarsson, 7.3.2010 kl. 15:33

39 identicon

Íslensk þjóð á þunnum ís,svipt er þjóðarauðnum,Ólafur Ragnar Grímsson grís, gengur að okkur dauðum. Þetta er ótrúverðugt sólóspil. Forsetinn kominn langt útfyrir hlutverk sitt og dregur fram klofning og sundurlyndi stjórnkerfisins. Gerir þjóðina að ótrúverðugum samningsaðila. Svona klauf hann flokka áður fyrr, svona sveik hann kjarasamninga sem fjármálaráðherra. Hættulegt eðli sem lætur ekki hæða að sér. Pólitískt villidýr sem getur ekki stillt sig um að bíta. Dregur sig aldrei í hlé. Ætlar hann að gerast eins manns samninganefnd? Í hvers umboði??  Oflætislegar yfirlýsingar sem eru mest til heimabrúks. Erlendis skilja menn ekki þessa stöðu. Af hverju er forsetinn farinn að tala eins og forsætisráðherra, milli þess sem hann talar eins og háskólaprófessor í stjórnmálafræði. Hvar endar þetta?? Er þetta trúverðugt?

DO (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 16:31

40 identicon

Ólafur Ragnar Grímsson hefur vakið þjóð sína og hleypt kjarki í hana.Takk Ólafur.

Númi (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 21:48

41 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hann á að hætta þessu.  Orðið ágætt.

Málið snýst um EES samninginn - eins og eg hef margoft reynt að útskýra fyrir fólki með góðu og/eða illu.

Ísland er aðili að EES svæðinu.  Óportósamkomulaginu ef það kveikir á einhverjum perum.

Norðurlönd líka - einnig Noregur.

Með aðgerðum í umræddu máli, þá þverbraut Ísland EES samninginn.  Þverbraut.  A.m.k. í þrem mikilvægum atriðum.

Það sem eftir hefur fylgt er, að evrópuríki hafa verið að hjálpa íslandi að axla sýnar alþjóðlegu skuldbindingar svo Lýðveldið Ísland geti áfram talist þokkalega siðað og fullvalda lýðræðisríki.

Í stuttu máli er þetta svo.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.3.2010 kl. 22:03

42 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ómar Bjarki, hvað segja lögin um ríkisábyrgð vegna innistæðutryggingasjóða? Hefurðu kynnt þér þau? Hvað segja lögin þegar heildar kerfishrun verður í bankakerfi heillar þjóðar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.3.2010 kl. 22:37

43 Smámynd: Brattur

Ég held ég sé búinn að sjá í gegnum þetta plott hjá Ólafi Ragnar... hann var einu sinni Framsóknarmaður og svo Allaballi... er sem sagt búinn að prufa að vera miðjumaður í pólitíkinni og svo vinstrimaður... nú langar hann að verða hægri maður... hann ætlar sér að verða formaður Sjálfstæðisflokksins... og er bara að slá í gegn á þeim vettvangi...

Brattur, 7.3.2010 kl. 22:40

44 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Númi Ólafur hefur líka farið um heiminn og sagt nokkuð  frjálslega frá stöðunni hér. Skv. honum erum við

  • Lítil fátæk þjóð.
  • Höldum þjóðaatkvæði annan hvern dag
  • Breta og Hollendingar að leggja á okkur gríðalegar byrgðir. Þó allir hér viti að eignir Landsbankans standa undir mestu af þeim.
  • Hann er líka kominn í stöðu þar sem hann er nánast orðinn einræðisherra þar sem að nú vita stjórnvöld aldrei hvaða málum hægt er að koma hér í gegn.
  • Hann sagði líka að Icesave 1 myndi taka gildi aftur ef að Icesave2 væri fellt sem menn eru ekki sammála um.

Hann tók líka gríðarlega áhættu með þessari ákvörðun:

  • Afleiðingar hefðu getað orðið gríðarlegar fyrir okkur ef að við hefðum ekki veirð byrjuð að semja aftur við Hollendinga og Breta.
  • Þetta hefði getað kostað okkur verri kjör líka

En gaman að allir sem hötuð Ólaf fyrir að hafa unnið með einstaklinguim sem voru að fjárfesta erlendis - Elska hann núna.

Tek fram að ég hef kosið hann þegar það hafa veirð kosningar og varið hann þegar hann sætti gagnrýni á síðustu árum. Veit að hann var kominn upp við vegg. Veit að hann hefur flutt mál okkar en heldur frjálslega fyrir minn smekk. Hann hefur átt það til. Man eftir að hér fyrir 2 árum var hann gagnrýndur fyrir ummæli í erlendum blöðum sem þurfti að leiðirétta. Og það nokkrum sinnum. Man að þá vildu bloggarar banna honum að tala við erlenda fjölmiðla.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2010 kl. 23:03

45 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gunar þú veist eins og aðrir að engin banki á Íslandi þurfti að leita til Innistæðutrygginarsjóðs nema Landsbankinn.  Ég get fullvissað þig um að Ómar Bjarki hefur lesið og skrifað um þetta marg oft.

Bendi þér að greitt var af Icesave í íslenska tryggingarsjóðinn. Hann átti á moti að tryggja þessar innistæður. Íslenska ríkið kom honum til hjálpar og tryggði allar innistæður í Íslenskum bönkum og það er því með öllu óskiljanlegt ef eitt eða tvö útibú bankans væru skilin útundan þar sem þau eru á sama markaðssvæði þ.e. EES. Enda er það bort á jafnræðiskröfu EES samningsins.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2010 kl. 23:17

46 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það segir hvergi í lögum að innistæðutryggingasjóðir séu tryggðir með ríkisábyrgð...

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.3.2010 kl. 23:25

47 identicon

Kristjan Hilmarsson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 13:24

48 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Það er auðséð hvað hirðfífl auðmannanna á Bessasstöðum er að gera. Hann er einfaldlega að reyna að vinna sér inn hylli landsmanna með því að þykjast vera harðurí horna að taka. Siðan ætla hann að bjóða sig fram til endurkjörs þegar þar að kemur. Það er greinilegt að hann er hættur að fá boð um að ferðast í einkaþotum og tala um víkingseðli íslenskra auðmanna. Man enginn lengur hvað þessi kjáni sagði þegar hann mat hag sinn bestann að mæra auðmennina? Er þjóðin virkilega orðin svo blind að hún sér ekki í gegnum skrum þessa kjána.

Tómas H Sveinsson, 8.3.2010 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband