Leita í fréttum mbl.is

Og ekki held ég að orð forsetans í gær hjálpi okkur

Þetta er nefnilega það sem málið snýst um:

„Íslendingar hafa í hverjum kosningunum á fætur öðrum frá árinu 1991 kosið stjórnmálastefnu sem hefur leitt til þess að landið er nú í þessari stöðu. Ég viðurkenni, að Íslendingar sáu þetta ekki allir fyrir en í lýðræði ber fólkið sjálft ábyrgð á þeirri stjórnmálastefnu sem það kýs. Ég vil ekki að norskir skattgreiðendur verði látnir borga þennan brúsa en við munum veita Íslendingum lán," hefur blaðið eftir Jonas Gahr Støre.

Þetta er eimitt hluti málsins. Og eins hluti þess að þjóðir sem ætla að lána okkur vilja að við göngum í að klára málin og fara eftir þeim áætlunum sem við setjum okkur. Og það er ekki að gerast með Icesave. Við myndum heldur ekki lána peninga í dæmi þar sem einhverjar líkur væru á þvi við teldum að peningarnir myndu tapast eða vera notaðir í allt annað en þeir voru lánaðir í.

Svo eru ummæli forsetans kafli út af fyrir sig frá því í gær!

„Þau hafa öll beint eða óbeint stutt þann þrýsting, sem Bretland og Holland hafa beitt Ísland. Það er ekki notalegt að segja þetta en það er samt staðreynd. Þetta er greinilega vandræðalegt mál fyrir þau," hefur Aftenposten eftir Ólafi Ragnari og segir að forsetinn hafi ekki áður gagnrýnt nágrannalönd Íslands með jafn afgerandi hætti.

Úr frétt hér á www.mbl.is frá því í gær

Held að þetta verði ekki til að gleðja Norsk stjórnvöld eða gera þau viljugri til að hjálpa okkur.


mbl.is Ekki frekari lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver dagur án nýrra lána er mikil Guðs blessun.  Þegar fram í sækir getum við þakkað stjórnmálamönnum á norðurlöndunum fyrir að hafa ekki lánað gjörspilltu stjórnerfi Íslands.  Tilgangurinn fyrir því að sitja á lánunum er að vísu í fjárkúgunarskini, en mun engu að síður koma Íslandi einstaklega vel þegar fram í sækir. 

Það er okkar að taka til, þar fer Jonas Gahr Störe með rétt mál.  Nú ættu a.m.k. Jóhanna, Steingrímur og Össur að hafa vit á að stíga til hliðar jafnframt ættu þeir sem hafa mælt þessum ömurlegu icesavelögum bót að endurmeta afstöðu sína.

Maggi (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 11:01

2 identicon

"..hafa vit á að stíga til hliðar " ´´

 Því miður Magnús vor kær !

 Hversvegna ?

 Heyrðirðu Steingrím J., í fjölmiðlum kl. 22.10 í gærkveldi ?

 Jú, hann sagði orðrétt.: " MERKILEGT HVAÐ MARGIR SÖGÐU " JÁ"

Á tungu feðranna er til eitt orð yfir ofanritað. VERULEIKAFIRRING !

 Voru "já" 1,2%  ? Eða voru þau miklu meiri 1,3% !!!

Kalli Sveinss- (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 11:11

3 Smámynd: Hörður Einarsson

Fjendur vorir "Norðmenn".

Hörður Einarsson, 7.3.2010 kl. 11:30

4 identicon

Hvað sem öðru líður þá eru norðmenn meðsekir í því að kúga okkur og kunna ekki að skammast sín fyrir það.

Herra Ólafur bendir réttilega á þessar kúganir þó aðrir hefðu helst viljað sópa þeim undir teppið í von um sníkju ferðir til noregs bæru árangur.

Ásgeir Örn (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 11:31

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu þeir hafa alltaf sagt þetta. Öll lán Norðulanda eru tengd við afgreiðslu AGS? Ekkert nýtt þar. Þessar þjóðir hafa sagt að þær vilji ekki lána okkur nema að tryggt sé að fjármunirnir nýtist í þeim áætlunum sem við við fylgjum. Og það er eðlilega gat í áætlun okkar þegar upphæðir upp á hundruð milljarða eru ófrágengnar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2010 kl. 23:11

7 identicon

Þetta er því miður hárrétt hjá þér Magnús Helgi.

Þetta bítur sig síðan í halan í því að peningarnir verða ekki til í IMF heldur þurfa þeir að fjarmagna sig og það að norrænu þjóðirnar ekki reiða fram fé þýðir að IMF ekki mun koma með endurskoðaða áætlun.

Þetta er eins og endalaust gamaldags slönguspil og við erum aftur á byrjunarreit. 

gunnr (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband