Mánudagur, 8. mars 2010
-"Lítil ummerki um erfiðleika"-
Held að við Íslendingar séum búin að mikla svo fyrir okkur erfiðleikana og kreppuna að það sé fyrir löngu farið að há okkur við að komast upp úr henni. Enda bregður erlendum blaðamönnum í brún eins og segir í fréttinni hér á mbl.is
Blaðamaður hollenska dagblaðsins Volkskrant sér lítil ummerki um að Ísland hafi orðið illa út úr kreppunni í heimsókn sinni til höfuðborgar landsins, Reykjavík. Þú gætir jafnvel talið að ekkert væri að, skrifar blaðamaðurinn í fréttinni.
Lýsir blaðamaðurinn Hummer bifreiðum sem hann sér við Laugaveginn. Yfirfullir veitingastaðir og næturlífið blómstrar. Hann veltir því fyrir sér hvort þetta sé virkilega landið sem fór einna verst út úr fjármálakreppunni árið 2008.
Samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti á föstudag hafi landsframleiðslan dregist saman að raungildi um 6,5% í fyrra og um sé að ræða mesta samdrátt á ársgrundvelli allan lýðveldistímann. Hins vegar sé samdrátturinn einungis 2,5 prósentustigum meiri heldur en í Hollandi og miklu minni heldur en í Eystrasaltsríkjunum.
En við sitjum og grátum örlög okkar og finnst að staða almennings hér sé með því versta í heiminum. Auðvita er hópur fólks sem hefur farið illa út úr þessu. En það hefur líka orðið hér áður.
Og auðvita hefur fólk það almennt ekki eins gott fjárhagslega og það hafði árið 2006 og 2007. En nú er fólk allt í einu farið að horfa til þess hvað það þarf að borga næstu 40 árin af lánum og lætur eins og verðtrygging sé eitthvað nýtt. Bend t.d. á að ef fólk hefði tekið lífeyrislán upp á 10 milljónir árið 1987 til 25 ára og væri því að klára það eftir 2 ár þá hefði það borgað alls um 30 milljónir. Ef það hefði tekið 30 milljóna lán þá hefði það borgað um 90 milljónir af láninu þó ekkert hrun hefði orðið. Byggi þetta á því að lífeyrislán sem ég tók upp á 1 milljón verður að fullu greitt 2013 og þá verð ég búinn að boga 3. milljónir af því a.m.k. Svona hefur þetta verið hér. Það er ekkert breytt.
Finnst fólk horfa líka full mikið í það sem það á að borga eftir 10 ár, 20 ár eða lengra fram í tíman. Finnst einhvernvegin að fólk hljóti helst nú að tryggja að það ráði við afborganir. Eftir 10 ár gætum við verið komin með annan gjaldmiðil, verðtrygging afnumin, ódýrari lán sem fólk gæti notað til að endurfjármagnað lánin, íbúðaverð hækkað og svo framvegis.
En sumum verður að finna lausnir í dag þar sem þau ráða ekki við lánin sín. Það verður að opna á að fólk geti skilað veðsettum eignum og byrjað upp á nýtt. Sem og að bankar sem geta tekið íbúðir af fólki sem skuldar 50 milljónir og selt þær aftur á 38 milljónir eiga að skammast sín og biðja eigendur sína afsökunar. Því að þeir hefðu kannski getað samið við fólkið um að lækka skuldir í 42 milljónir og haft af því meiri tekjur!
Lítil ummerki um erfiðleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 969307
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Af hverju að halda eftir 42 milljónum af 50 milljón króna skuld? Ég bara spyr. Af hverju þessi tala? Ég held þetta sé frekar spurning um hversu mikið eiginfé fólk lagði fram þegar íbúðin var keypt upphaflega.
Þegar ég keypti mína fyrstu íbúð átti ég 100.000 kr í eiginfé (1998). Ég fékk s.s. 100% lán fyrir íbúðinni. Hefði ég átt að fá niðurfellingu hluta skuldarinnar ef hrunið hefði orðið þá. Ég tók gríðarlega áhættu með þessum kaupum en var heppinn. Ég hagnaðist gríðarlega á mínum íbúðakaupum, jafnvel þó svo að töluverður hluti hagnaðarins hafi síðan farið í þessu hruni.
Vandamálið við þetta allt saman er að finna lausn sem er sanngjörn fyrir alla...líka þá sem spiluðu allt öruggt og tóku enga áhættu.
Maelstrom, 8.3.2010 kl. 11:30
Þetta var bara svona dæmi um að bankinn hefði getað grætt á a semja við skuldara. Þ.e. að semja um kannski minni afskriftir heldur en þeir eru svo að bjóða húsið á. Þ.e. þeir slá um 12 milljónir af húsinu og ég tók þriðjung af því.
Magnús Helgi Björgvinsson, 8.3.2010 kl. 11:55
Ballið er ekki búið. Það er rétt að byrja. Hvað er skuldin á Hummernum sem Hollendingurinn sá? Átti þjóðin að skipta yfir í Trabant og gamlar Lödur á einni nóttu? Það er boðaður vaxandi niðurskurður, auknar álögur, vaxandi atvinnuleysi næstu árin. Sá Hollenski er velkominn eftir 3 ár.
DO (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 11:58
Enda er það alltaf þannig að einhver hefur ráð á Hömmernum, meira að segja í Afganistan! Hvað eigum við að gera við bílana með bílalánunum á?! Ekki hendum við þeim...
Það að hér hafi lengi verið verðtrygging, breytir engu í dag. Sjaldan hefur gjaldmiðillinn okkar hrunið eins og gerst hefur, aldrei hefur fólki áður verið boðin gengistryggð lán, rétt áður en gjaldmiðilinn hrundi. Staðan í dag er ekki eins og áður! Auk þess réttlætir það ekki niðurfellingu skulda hinna ríku á kosnað okkar hinna.
Þetta er svolítið á leikskólagrunni hjá þér. Ef einhver stelur af mér, má ég stela af honum.
Daníel (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 12:08
Magnús, þetta er einmitt málið. Þú tekur þriðjung af niðurfellingunni og spurningin er hvort það er réttlátt. Ef þú lagðir aldrei fram neitt eigið fé við kaup á húsnæðinu er spurning hvort bankahrunið á að búa til fyrir þig eign í formi afskrifta.
Ef þú ferð ekki í nauðasamninga þá þýðir 12 milljóna niðurfelling/afskrift á láninu líka 5 milljóna bakreikning frá skattinum. Kosturinn við þessar almennu lausnir eru að þar getur skatturinn ekki skattlagt leiðréttinguna. Um leið og þú ert kominn í sértækar aðgerðir verður skuldarinn að vera í nauðasamningum til að sleppa við skattinn.
Þetta er því spurning um tvo slæma kosti og lítið sem hægt er að gera nema ríkið setji beisli á Skattmann.
Maelstrom, 8.3.2010 kl. 13:18
Ég var að hugsa þetta dæmi út frá gengistryggðu láni. Annars er ég á móti flötum afskriftum en ef að sýnt er að bankinn fengji meira til lengda með afskrift af láni til íbúðaeigenda og hann héld húsnæðinu frekar en að selja það á markaði nú fyrir lægri upphæð þá var ég bara að velta þessu fyrir mér. Sammála þér með skattinn. Það þar að tímabundnar breytinga þar á.
Ef að bankar geta almennt lækkað lán þá væri það ágætt. En ég sé fyrir mér að margir yrðu ósáttir ef það er ekki að einhverjuleiti tengt greiðslugetu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 8.3.2010 kl. 13:29
Í dag hefur þú 17% hærri tekjur, leiðrétt fyrir verðbólgu, heldur en þú hafðir 1989 til að borga af miljóninni.
Kaupmáttur hefur aukist um 17% umfram verðbólgu síðan Janúar 1989 til janúar 2010.
Kaupmáttur
Verðtryggingin í dag er ekki helsta vandamál okkar. Ef við förum í ESB er næsta vís að við fáum ekki Berlínarvexti á húsnæðislánin okkar, þessir vextir eru um 5% eða 2,5-3,5% umfram verðbólgu. Við gætum kannski fengið 3,5-4,5% vexti umfram verðbólgu ef við göngum í ESB.
Helstu hagsmunir íbúðareigenda er jöfn hækkun kaupmáttar, fjöldi núllanna er aukaatriði þegar hugsað er til langs tíma.
Eggert Sigurbergsson, 8.3.2010 kl. 16:09
Þrugla menn enn um ESB.
Lausin er ekki ESB þar sem að við missum allt skipulag út úr höndunum á okkur.
Sömu aðlilar og við þrætum við í IceSave verða hinu megin við borðið ásamt PIGS(Portugal Ítalía Grikkland Spánn) sem öll standa herfilega.
ESB var málið um 1995. Nú er ESB allt á leið til andskotans.
Útlendingar sjá aðeins það sem út snýr, en ekki það sem er á bakvið tjöldin.
Það sem þeir sjá í bænum er ungt fólk á bótum sem býr en hjá MogP. Til hvers að fara í skóla? Bætur eru vasapeningur unga fólksins í dag...
Útlendingar sjá heldur ekki tölur um innflutta bíla sem eru innan við 200 það sem af er ári , sem er svipað og það var á hálfum mánuði fyrir 2 árum.
Nú er ástandið slæmt en ekki þó dæmalaust.
Íslendingar þekkja stöðuna ágætlega og þeir fara ekki í panikk yfir 10% sveiflum... ESB pissar í buxurnar yfir svoleiðis tölum.
Við íslendingar erum vön að vakna upp á daginn og fá 5-15% hækkanir í andlitið og að spilltir stjórnmálamenn lofi öllu og svíkja nákvæmlega það... ALLT!
Þeir sem eru komnir af barnsaldri muna hörmungastjórnir á öldinni sem leið. Vinstri hrákasmíðar sem núverandi líta vel í samanburði við. Það sem að samstarfi lauk áður enn menn gátu tekist í hendur.
Við búum einmitt í dag við eina svona vinstri hrákasmíð sem ekkert er sammála um nema að það er einhverjum öðrum að kenna....
Aðila sem allt halda að þeir geti leyst en þegar þeir komast að gera þeir aþð sama og árin 20 þar á undan... ekki neitt.
Það er þó ekki svo slæmt.... Meðan þeir gera ekki neitt, gera þeir ekkert vitlaust heldur :)
Óskar (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 20:32
Óskar ekki skrýtið að þessar þjóðir standi illa. Reyndar hefur atvinnuleysi verið landlægt bæði í á Spáni og Portúgal lengi. Grikklandi hefur verið lofuð aðstoð og nú síðast frá öðrum evruríkum. Þau hafa bara beðið eftir að Grikkland sýndi að þeir væru að taka til hjá sér sjálfir.
Aðrar lýsingar hjá þér eru bara barnalegar. Í evru ríkjum t.d. eru stýrivextir nú nánast núll. Flestar þjóðirnar eru að komast upp úr mestu lægðinni.
En vera í ESB þýðir ekki að ríki þurfi ekki að sjá um sig sjálf. Það er ekki eins og ESB sé ríki. Heldur er það samstarf sjálfstæðra þjóða sem m.a. hafa kosið að fella niður tolla sín á milli, semja sameinað við önnur lönd um viðskiptasaminga, hafa samvinnu í umhverfismálum, rannsóknar og menntamálum og koma fram sem sterkt bandalag þjóa á alþjóðavísu. VIð erum að 75% inn í ESB í dag en vantar að komast í færi við að geta komist í skjól við Evrópubankan varðandi gjaldmiðil okkar sem og að losna við tolla og innflutningshöft á matvöru. Þá er okkur nauðsynlegt að hafa áhrif á öllum þeim sviðum sem við verðum nú að líta ESB lögum og reglum í gegnum ESB án þess að hafa áhrif. Þá má náttúrulega ekki gleyma sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB sem sett var vegna þess að fiskimið ríkja meginlands skarast og stofna flakka á milli . En það á lítið við okkur þar sem við erum ekki nema að hluta til að veiða stofna sem aðrir eru að veiða.
Magnús Helgi Björgvinsson, 8.3.2010 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.