Leita í fréttum mbl.is

Væri nú ágætt að Lilja og hugsanlega Ögmundur yrðu heiðarleg og gengu í framsókn

Var að hlusta á frétt á Bylgjunni þar sem haft var eftir Lilju:

Í samtali við fréttastofu sagði Lilja að sumir dyggir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hefðu sjálfsagt ekkert á móti því að hún þagnaði. En fyrir henni væru stjórnmál tímabundið verkefni. Hún hefði boðið sig fram með tiltekin mál á oddinum á sínum tíma, að samþykkja ekki Icesave samningana, að gripið yrði til aðgerða fyrir heimilin í landinu og að vera í andstöðu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Ég spyr af hverju sagði hún sig ekki úr Vg eða samþykkti ekki stjórnarsáttmálan þegar ríkisstjórnin var mynduð. Heldur hún að frágangur í Icesave hafi ekki verið hluti af sáttmálanum? Sýnist að henni dreymi að vera í stjórnarandstöðu og sé að sprengja stjórnina. Sem og Ögmundur sem vill að Alþingi sé bara á einhverju spjalli fram eftir öldinni til að ná því að allir verði sammála. Maður er gjörsamlega búinn að fá nóg. Og svo kemur þetta:

Lilja segir að mistekist hafi að ná samstöðu innan stjórnarflokkanna um framgang Icesave málsins strax í byrjun síðasta árs. Þá hafi fimm þingmenn lagst gegn því í þingflokki Vinstri grænna að Steingrímur J. Sigfússon formaður flokksins og fjármálaráðherra færi og undirritaði samninginn. Hann hafi samt gert það. Hún sagði þjóðaratkvæðagreiðsluna um helgina ekki hafa snúist um ríkisstjórnina almennt, en væri engu að síður áfellisdómur yfir vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í málinu.

Þegar hún var spurð hvort Steingrímur þyrfti að endurskoða sína stöðu, sagði Lilja að hann þyrfti alla vega að endurskoða vinnubrögð sín gagnvart þingflokki Vinstri grænna. Þingflokksfundir hefjast klukkan hálf tvö í dag og segist Lilja ætla að láta þessi sjónarmið koma fram á þingflokksfundi Vinstri grænna.

(www.visir.is )

Finnst að Lilja sé gjörsamlega föst í þessum vondu erlendu fjármálaöflum sem eru a reyna að rústa Íslandi og leggja heimn undir sig. Það getur vel verið rétt hjá henni en hún átti þá ekki að melda sig með stjórnarmeirihlutanum því hún er á allt annarri línu og truflar þeirra samstarf. Við höfum ekki tíma til að rústa þessum vondu öflum út í heimi, við þurfum að koma okkur upp úr kreppu og það fljótt. Hún getur síðan farið eins og riddarinn Don Quixote og barist við vindmyllur á eigin vegum ekki þjóðarinnar.


mbl.is 60% telja að Íslendingum beri ekki að ábyrgjast greiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Lilja Mósesdóttir er sennilega einn af merkilegustu stjórnmálamönnum sem komið hafa fram í fjölda ára. Hún hefur sýnt að hún þorir að standa við faglegt mat sitt á málefnum. Hún er einn alöflugasti málsvari þeirra sem minna mega sín á Alþingi.

Sigurður Þorsteinsson, 8.3.2010 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband