Leita í fréttum mbl.is

Parísarklúbburinn!

Fann eftirfarandi um Parísarklúbbinn á vef Jóns Indiafara 

Fyrst þetta:

Klúbburinn setur rammann og útlistar skilyrðin í megindráttum en svo verða einstök aðildarríki að semja og gera tvíhliða samning við sína skuldunauta. Aðildarríkin verða hins vegar að semja innan þeirra skilyrða (ramma) sem ákveðin var á fundi klúbbsins.

Og síðan

Frá stofnun klúbbsins hefur hann gert 409 samninga við 86 skuldsett ríki um frestun á lánum eða fellt niður lán að hluta eða að öllu leyti. Nýlega felldi klúbburinn niður allar skuldir Haítís en sú eyja hefur gengið í gegnum gífurlega erfiðleika undanfarna áratugi, jafnt af völdum náttúrunnar og manna. Skuldastaða Íraks er einnig í athugun en hugsanlega verða skuldir landsins felldar niður með öllu.

Klúbburinn tekur ekki alltaf vel í málaumleitanir ríkja um að endursemja um skuldir. Kúba fékk til dæmis engar tilslakanir árið 1999 en talið er að landið skuldi hátt í 11 milljara Bandaríkjadala. Að sama skapi var Rússum gert að greiða upp í topp og var ekki hlustað á beiðni þeirra um frestun eða skuldaniðurfellingu að einhverju leyti.

Það er því spurning hvað klúbburinn mun segja ef Íslendingar fara þess á leit við hann að fá einhverjar tilslakanir, en a.m.k. tveir þingmenn vinstri grænna hafa ljáð máls á slíku. Hugsanlega næðum við að semja um lengri greiðslutíma á lánum en mjög ólíklegt er að einstakir klúbbsmeðlimir muni afskrifa einhvern hluta skulda okkar, enda er velmegun hérlendis margfalt hærri en í þeim ríkjum sem fengið hafa þess háttar meðferð.

Sé ekki í fljótu bragði hvað við erum betur sett með því að fara til þeirra. Þeir myndu setja okkur stífan ramma til að fara eftir nákvæmlega eins og AGS. Og miklar líkur á vð okkur yrði hafnað.


mbl.is Sérfræðingar segja að ríkið þurfi að leita til Parísarklúbbsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Staða Íslands er einfaldlega svo slæm, að eina vonin - og ég virkilega meina eins vonin - til að komast hjá greiðsluþroti, er að hefja eins fljótt og auðið er, samninga við kröfuhafa Íslands, um lækkun skulda/skuldabyrði, Íslands.

Þetta er burtséð frá Icesave.

Ég hef verið þeirrar skoðunar lengi.

Sjáðu nýjustu færsluna, á minni síðu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.3.2010 kl. 12:28

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ályktun hans, þ.e. Jóns um eitt, er röng.

En, viðmið er ekki velmegun ríkja, heldur einfaldlega skuldir vs. væntanlegt tekjustreymi.

Þeir eru með starfsreglu, um hvernig þeir taka á svokölluðum ríkum ríkjum. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.3.2010 kl. 12:30

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara svona að benda þér á að Argentína var í raun fyrsta landið sem fékk hjálp frá þessum hópi. Það var 1956. Finnst þér það árangur að Argentína er enn í raun í gjaldþroti. Það hefur verið bent á að skuldir okkar verða innan nokkra ára um 60% af landsframleiðslu sem eru um það bil meðaltala ríkja í hinum Vestræna hemi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.3.2010 kl. 13:02

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Argentína - er í vandræðum, vegna þess, að argentínumenn læra ekki af reynslunni.

Ef dæmið frá 6. áratugnum er talið með, hafa þeir orðið gjaldþrota 3svar sinnum, og geta orðið það í 4. sinn.

--------------------

Argentína er slæmt dæmi. Ég vil frekar, nota dæmi Nýja Sjálands, er endurskipulagði sínar skuldir við upphaf 10.áratugarins, og komst hjá gjaldþroti.

Þar eru mál í lagi í dag.

-------------------

Að sjálfsögðu þurfum við að fylgja dæmi Nýja Sjálands, og læra af reynslunni að klúðra ekki aftur, þá kemur trúverðugleiki aftur - en, endurkoma hans fer eftir trúverðugleika endur-uppbyggingarinnar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.3.2010 kl. 15:00

5 identicon

Skemmtilegt eða þannig að þessi frétt skuli birtast í blaði Davíðs, sem með sinni slæmu einkavinavæðingu og efnahagsóstjórn með m.a. skattalækkunum á þenslutímum er einna helst valdur að skuldavanda þjóðarinnar.  Því það er eins og að míga í skóinn sinn, að þenja hagkerfið og fá þannig mikla neysluskatta, en einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög urðu stórskuldug.  Það kemur nefnilega niður á ríkinu á endanum.  Þetta virðast frjálshyggjupostularnir ekki hafa vitað, enda börn með sem leika sér með eld.

Gísli (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 17:23

6 Smámynd: Einar Karl

Getum við skilað inn Hummerum, RangeRoverum og LandCruiserum upp í skuldir þjóðarbúsins?

Þegar nýi LandCruiser 200 var kynntur fyrir fáeinum misserum - fyrir hrun - var aðeins eitt land sem pantaði fleiri en Ísland og það var Rússland. Þá er miðað við absolút fjölda en ekki höfðatölu...

Einar Karl, 11.3.2010 kl. 20:22

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já nafni - fyrsta sendingin, var víst öll fyrirfram uppkeypt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.3.2010 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband