Fimmtudagur, 11. mars 2010
Parísarklúbburinn!
Fann eftirfarandi um Parísarklúbbinn á vef Jóns Indiafara
Fyrst þetta:
Klúbburinn setur rammann og útlistar skilyrðin í megindráttum en svo verða einstök aðildarríki að semja og gera tvíhliða samning við sína skuldunauta. Aðildarríkin verða hins vegar að semja innan þeirra skilyrða (ramma) sem ákveðin var á fundi klúbbsins.
Og síðan
Frá stofnun klúbbsins hefur hann gert 409 samninga við 86 skuldsett ríki um frestun á lánum eða fellt niður lán að hluta eða að öllu leyti. Nýlega felldi klúbburinn niður allar skuldir Haítís en sú eyja hefur gengið í gegnum gífurlega erfiðleika undanfarna áratugi, jafnt af völdum náttúrunnar og manna. Skuldastaða Íraks er einnig í athugun en hugsanlega verða skuldir landsins felldar niður með öllu.
Klúbburinn tekur ekki alltaf vel í málaumleitanir ríkja um að endursemja um skuldir. Kúba fékk til dæmis engar tilslakanir árið 1999 en talið er að landið skuldi hátt í 11 milljara Bandaríkjadala. Að sama skapi var Rússum gert að greiða upp í topp og var ekki hlustað á beiðni þeirra um frestun eða skuldaniðurfellingu að einhverju leyti.
Það er því spurning hvað klúbburinn mun segja ef Íslendingar fara þess á leit við hann að fá einhverjar tilslakanir, en a.m.k. tveir þingmenn vinstri grænna hafa ljáð máls á slíku. Hugsanlega næðum við að semja um lengri greiðslutíma á lánum en mjög ólíklegt er að einstakir klúbbsmeðlimir muni afskrifa einhvern hluta skulda okkar, enda er velmegun hérlendis margfalt hærri en í þeim ríkjum sem fengið hafa þess háttar meðferð.
Sé ekki í fljótu bragði hvað við erum betur sett með því að fara til þeirra. Þeir myndu setja okkur stífan ramma til að fara eftir nákvæmlega eins og AGS. Og miklar líkur á vð okkur yrði hafnað.
Sérfræðingar segja að ríkið þurfi að leita til Parísarklúbbsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 11
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 969468
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Staða Íslands er einfaldlega svo slæm, að eina vonin - og ég virkilega meina eins vonin - til að komast hjá greiðsluþroti, er að hefja eins fljótt og auðið er, samninga við kröfuhafa Íslands, um lækkun skulda/skuldabyrði, Íslands.
Þetta er burtséð frá Icesave.
Ég hef verið þeirrar skoðunar lengi.
Sjáðu nýjustu færsluna, á minni síðu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.3.2010 kl. 12:28
Ályktun hans, þ.e. Jóns um eitt, er röng.
En, viðmið er ekki velmegun ríkja, heldur einfaldlega skuldir vs. væntanlegt tekjustreymi.
Þeir eru með starfsreglu, um hvernig þeir taka á svokölluðum ríkum ríkjum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.3.2010 kl. 12:30
Bara svona að benda þér á að Argentína var í raun fyrsta landið sem fékk hjálp frá þessum hópi. Það var 1956. Finnst þér það árangur að Argentína er enn í raun í gjaldþroti. Það hefur verið bent á að skuldir okkar verða innan nokkra ára um 60% af landsframleiðslu sem eru um það bil meðaltala ríkja í hinum Vestræna hemi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 11.3.2010 kl. 13:02
Argentína - er í vandræðum, vegna þess, að argentínumenn læra ekki af reynslunni.
Ef dæmið frá 6. áratugnum er talið með, hafa þeir orðið gjaldþrota 3svar sinnum, og geta orðið það í 4. sinn.
--------------------
Argentína er slæmt dæmi. Ég vil frekar, nota dæmi Nýja Sjálands, er endurskipulagði sínar skuldir við upphaf 10.áratugarins, og komst hjá gjaldþroti.
Þar eru mál í lagi í dag.
-------------------
Að sjálfsögðu þurfum við að fylgja dæmi Nýja Sjálands, og læra af reynslunni að klúðra ekki aftur, þá kemur trúverðugleiki aftur - en, endurkoma hans fer eftir trúverðugleika endur-uppbyggingarinnar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.3.2010 kl. 15:00
Skemmtilegt eða þannig að þessi frétt skuli birtast í blaði Davíðs, sem með sinni slæmu einkavinavæðingu og efnahagsóstjórn með m.a. skattalækkunum á þenslutímum er einna helst valdur að skuldavanda þjóðarinnar. Því það er eins og að míga í skóinn sinn, að þenja hagkerfið og fá þannig mikla neysluskatta, en einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög urðu stórskuldug. Það kemur nefnilega niður á ríkinu á endanum. Þetta virðast frjálshyggjupostularnir ekki hafa vitað, enda börn með sem leika sér með eld.
Gísli (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 17:23
Getum við skilað inn Hummerum, RangeRoverum og LandCruiserum upp í skuldir þjóðarbúsins?
Þegar nýi LandCruiser 200 var kynntur fyrir fáeinum misserum - fyrir hrun - var aðeins eitt land sem pantaði fleiri en Ísland og það var Rússland. Þá er miðað við absolút fjölda en ekki höfðatölu...
Einar Karl, 11.3.2010 kl. 20:22
Já nafni - fyrsta sendingin, var víst öll fyrirfram uppkeypt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.3.2010 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.