Leita í fréttum mbl.is

Gaman að þessu!

Væri nú gaman að þessi menn sem hrópa hér og þar um að "þolinmæði sé þrotin" segðu fólki hvernig fara eigi að þessu:

  • Það vita allir að allt er hér í frosti vegna Icesave.
    • Hingað vilja engir koma að fjárfesta
    • Vaxtakjör okkar erlendis eru þannig að það kemur í veg fyrir erlendar lántökur eða fjárfestingar
  • Það er ljóst að ef ríkið færi að handstýra vöxtum þá myndu allir fjárfestar verða fyrst hræddi
  • Það er rætt um mikla peninga í bönkum  núna sem séu "atvinnulausir "
    • En menn gleyma þvi að þessar innistæður eru í Íslenskum krónum. Og duga því lítt til fjárfestinga í framkvæmdum því að gjaldeyrisforði okkar að ófrágegnu Icesave er svo lítill
    • Og eins að sökum stöðu okkar og skuldatryggingarálags, hárra vaxta vegna verðbólgu og fleira þá er svo dýrt að nota þessa peninga.

Því held ég að öllum ætti að vera það ljóst að okkur er það lífsnauðsynlegt að koma áætlun AGS í ganga og endurskoðun. Sem og að leysa Icesave. Þessi seinkun er að éta undan Íslensku efnahagslífi.

Ég þarf svo ekki að nefna að okkur er einnig nauðsynlegt að horfa til lengri framtíðar og tryggja að svona komi ekki hér fyrir aftur. Og raunhæfasta leiðin er sú held ég að

  • Halda áfram með umsókn okkar að ESB og upptöku evru í framtíðinni. 
    • Það myndi koma í veg fyrir svona gengishrun aftur
    • Það myndi leysa úr deilum um verðtryggingu lána
    • Það myndi auðvelda allar áætlanir til framtíðar bæði fyrir ríki, fyrirtæki og einstaklina. 

mbl.is Þolinmæðin er á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

ESB er fullkomin leið til glötunar þú verður að fara innanum erlenda ríkisborgara sem búa við ofríki ESB þá kæmi annað hljóð í skrokkinn!

Sigurður Haraldsson, 12.3.2010 kl. 10:31

2 identicon

Hvernig væri að þessir atvinnurekendur lyftu sér af stólnum og færu út í banka, tækju eitthvað af þessum 1700 milljörðum að láni og gerðu eitthvað á eigin spýtur? Heitir það ekki einkaframtak?

stefán benediktsson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 15:22

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er bara þannig Stefán að vextir eru svo háir þar sem að vegna krónunar þurfum við að hafa háa vexti hér svo að gjaldeyrin sópist hér ekki úr landi með krónubréfum. Og á meðan við höfum ekki nægan gjaldeyrisforða þá getum við ekki leyft þessum peningum að streyma úr landi. Og við fáum ekki gjladeyrislán í forðan nema að semja um icesave

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.3.2010 kl. 16:17

4 identicon

Verðbólga er enn há og það þykir ekki góð hagfræði að lækka vexti niður fyrir 12 mánaða meðalverðbólgu. Svo er megin hlutin af þessum milljörðum þarna inni þar sem þetta er sparifé íslendinga sem þeir hafa safnað yfir mörg, mörg ár.

Bankakerfið þarf að lána mörghundruð milljarða á ári ef hagkerfið á að rúlla rétt. Þessir 1700 milljarðar myndu klárast fljótt, ekkert koma í staðin og á þurfum við að fá lánað frá útlöndum. Bankar þurfa að vera fjármagna sig stöðugt til að geta haldið úti eðlilegri lánastarfsemi. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband