Leita í fréttum mbl.is

Er þetta það sem menn kalla "ekki frétt"?

Furðuleg frétt verð ég að segja! Nokkur atrið sláandi furðuleg:

„Þeir vísuðu til íslenskra fræðimanna sem töldu að skuldin yrði á endanum svipuð þeim upphæðum sem  önnur hafa líka þurft að leggja til, til að bjarga sínum bankakerfum. En þar vantaði algerlega inn í myndina áhættan sem fylgi slíkum útreikningum  og tókum við nokkurn tíma í að leiðrétta þar rangar forsendur.“

Hvað áhættur fylgja útreikningum. Hef aldrei vitað að það væri áhætta fólgin í að reikna úr. Og heldur að Indefence að það sé áhætta fyrir önnur lönd en okkur. T.d. hvort þeir ná nokkurntíma út þeim peningum sem þjóðir hafa þurft að leggja í banka hjá sé.

„Hollensku þingmennirnir spurðu hvort við sæjum einhverja lausn á Icesave deilunni en við sögðum að við vildum frekar ræða forsendur og grunnatriði. Við værum ekki ríkisstjórn Íslands og hlutverk okkar aðeins að kynna málið frá okkar sjónarhorni.“

Nú þetta er furðulegt. Ég hef nú ekki heyrt það fyrr að bæði heðfu þeir ekki lausnir á Icesave. Og hvaða hlutverk er hann að tala um? Er það þá að þessi fundur var til að kynna málið frá sjónarhorni Indefence? Er það ekki nokkuð vel í lagt að fá fund til að kynna Hollenska þinginu málið frá sjónarhorni 15 til 20 manna hóps. 

Ragnar segir þetta fyrsta opinbera fundinn sem íslenskir aðilar eiga með þingmönnum í Hollandi til að ræða Icesave málið. Aðspurður segir hann ekki útilokað að eiga álíka fund með þingmönnum Breta en enn sem komið er sé slíkt bara hugmynd.  

Biddu var þetta opinber fundur? Hann var þó hvorki á vegum Alþingis né Ríkisstjórnar. 

Og loks finnst manni að málflutningur Indefence sé sífellt að þynnast út. Í upphafi fannst þeim auglóst að við ættum ekkert að borga. En síðan hefur hann smátt og smátt grynkað og nú er það að þeim finnst vextirnir háir og Hollendingar gætu hagnast á vöxtunum. En þessir drengir vita að það er einmitt það sem Hollendingar og Bretar eru að bjóða okkur nú. Þ.e. vaxtalaust tímabil og hugsanlega lægri vexti.  Þannig að þar fer ekkert nýtt.

Og það sem honum þótt helst hafa komið út úr þessu er:

Þegar spurt er hvað fundurinn skilji eftir segir Ragnar það í fyrsta lagi mikla löngun til að tala aftur við hollensku þingmennina.

 

 


mbl.is Spurðu hvassra spurninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Maggi. Þú hefur greinilega lítið fylgst með undanfarið þegar þú fattar ekki hvaða áhættur fylgja útreikningum. Áhætturnar snúast aðallega um það hvort forsendur útreikninga standast. Það veit enginn, þess vegna er það áhætta. Og svo hefur mér sýnst að það væri alltaf áhætta að semja við banka. Þar tekst nú sjaldan að gera traustar áætlanir byggðar á tölum. Síendurtekin reynsla sannar það.

Svo hefur þú greinilega ekki skilið alveg heldur hvað þessi fundur InDefense með Hollendingunum snerist um. Hann snerist um að upplýsa um afstöðu Íslendinga, sem reyndar langlfestir hafa tekið sér stöðu með InDefense í málinu. Þetta var enginn samningafundur, einungis fræðslufundur. Það er ekki sami hluturinn. Þess vegna var ekki verið að koma með tillögur um lausnir á deilunni.

Af hverju tengir þú opinbera fundi við Alþingi og ríkisstjórn. Veistu ekki að þau halda bara leynifundi?

Sú stefna sem InDefense hefur fyrst og fremst unnið eftir, er að almenningur á Íslandi taki ákvarðnir um þetta mál. Ef almenningur vill borga þá auðvitað borgar hann, ef hann vill það ekki þá gerir hann það ekki, enda ekkert nema almennur vilji sem skikkar menn til þess.

Þú þarft að fylgjast miklu betur með Maggi. En það er samt gaman hvað þú ert áhugasamur um þetta.

Jón Pétur Líndal, 13.3.2010 kl. 01:02

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég fylgist ágætlega með Jón. Bendi þér á að nú eins og áður skuldum við Bretum og Hollendingum upphæðir sem þeir hafa þegar greitt innistæðueigendum fyrir okkar hönd. Þær upphæðir eru á hreinu. Við vitum því hvað við skuldum. Við erum að semja um endurgreiðslur á þessu lánum. Við vitum í dag að eignir sem liggja nú eða á næsttu mánuðum á lausu í þrotabúi gamla Landabanka. T.d. yfir 200 milljarðar á reikningum í Breska Seðlabankanum, Um 100 milljarðar sem bætast við á þessu ári. Um 260 milljarðar í skuldabréfi Nýja Landsbankans fyrir eignir og innistæður sem teknar voru út úr gamla Bankanum yfir þann nýja. Nú í dag hefur mat á eignum Landbankans hækkað og er talið vera um 90% upp í höfðustólinn. Og menn hafa sagt að með batnandi ástandi hér og í heiminum.

Og talandi um útreikninga. Þá væri gaman að einhver reiknaði almennilega út hvað töf á Icesave er búin valda okkur miklu tjóni. Því um okkur gildir eins og með aðra skuldara. Það borgar sig að ganga frá sínum skuldamálum til að komast ekki í vanskil eða á vanskilaskrá.

Hvað segir Intrum um þetta í auglýsingum. "Hvað sem þú gerir - Ekki gera ekki neitt!"

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.3.2010 kl. 08:46

3 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll aftur. Það er ágætt að velta þessu fyrir sér. Þó við séum kannski ekki sammála um þetta allt, þá er það nú eitt af því frábæra við þetta blogg hvað það er auðvelt að skiptast á skoðunum og rökræða hlutina, jafnvel þó við leggjum mismunandi mat á sömu upplýsingar eða rök.

En varðandi einmitt það sem þú nefnir máli þínu til stuðnings um 260 milljarða skuldabréf Nýja Landsbankans, þá finnst mér það vera óvissupakki. Nýji Landsbankinn er að safna upp fyrirtækjum sem hann er að taka upp í skuldir, svo eru þau seld eftir mismiklar afskriftir. Þar að auki er bæði greiðslugeta og greiðsluvilji almennings og annarra viðskiptavinta bankans að minnka hratt og örugglega. Þannig að mitt mat er að það sé langt frá því víst að bankinn geti greitt þetta 260 milljarða skuldabréf. Þarna er sem sagt meiri óvissa. Svo hafa menn verið að ræða mismunandi vaxtakjör, breytilega vexti eða fasta vexti og afborganir af Icesave dæminu hafa verið tengdar við árlegan vöxt landsframleiðslu næstu ára sem er nú langt frá því að vera þekkt stærð. Þannig að auðvitað er fullt af óvissuþáttum í þessu. Það finnst mér allavega.

Og líka vil ég minna á að Icesave er ekki okkar skuld. Skv. öllum lögum sem hægt er fletta upp í á Íslandi, í Bretlandi eða ESB er í mesta lagi hægt að tæma innistæðutryggingasjóðinn sem mig minnir að hafi staðið í ca. 85 milljörðum þegar kerfið hrundi, upp í Icesave. Allt sem við greiðum umfram það er ekki vegna þess að við skuldum það heldur vegna þess að við erum gjafmild og rausnarleg, eða teljum það sanngjarnt á einhvern hátt. En það er alrangt að tala um þetta sem okkar skuld.

Það er alveg rétt sem þú nefnir að menn telja almennt að með batnandi efnahagsástandi í heiminum muni verð eigna þrotabús Landsbankans hækka og duga til að mæta stærri hluta krafna en áður var reiknað með. En það er hins vegar alls engin vissa fyrir því að efnahagsástand heimsins sé að batna. Raunar benda upplýsingar úr öllum áttum til hins gagnstæða, að ástandið sé enn að versna. Þarna er því líka til staðar óvissa.

Ég er alveg sammála þér um eitt, það er að það væri gaman og fróðlegt að einhver reiknaði almennilega út hvað töf á Icesave er búin að valda okkur miklu tjóni. Ég styð þig í að kalla eftir slíkum útreikningum. Eins og ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á þetta mál held ég að þessir útreikningar hefðu löngu verið lagðir fram, til að hvetja okkur til að ljúka þessu og hætta öllum mótþróa, væri á annað borð hægt að sýna fram á tap af þessari töf.

En það veldur mér vonbrigðum að þú skulir ræða um vanskil og vanskilaskrá eins og þú gerir. Vanskilaskráin er í eigu gjaldþrota fyrirtækja sem ekki voru á vanskilaskrá fram að gjaldþroti allavega. Eftir gjaldþrotið er of seint að lenda á vanskilaskrá til að það komi einhverjum öðrum að gagni. Vanskilaskráin selur upplýsingar sínar að stærstum hluta til sinna gjaldþrota eigenda sem hafa fengið allra manna og félaga mest í almennum fjárstuðningi og afskriftum vegna rekstrar síns, fjárglæfra og himinhæða í afskriftum og skuldum. Ég held það sé ekkert fyrirtæki á Íslandi með eins villandi ímynd og vanskilaskráin. Vanskilaskráin er ein stærsta blekkingin í fjármálalífi landsins. Málið er það að þeir sem eiga vanskilaskrána og aðilar tengdir þeim bera líklega ábyrgð á um eða yfir 95% þess fjár sem hefur tapast í viðskiptum á Íslandi á þessari öld. Samt held ég að fæstir þeirra hafi nokkru sinni verið á þessari vanskilaskrá.

Jón Pétur Líndal, 13.3.2010 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband