Leita í fréttum mbl.is

Svei mér þá! Það leynist skynsemi í Framsókn eftir allt.

Það er kannski von um betri tíma hjá Framsókn þegar þetta fólk tekur við flokknum. SUF ályktar af skynsemi um aðildarviðræður við ESB

Samband ungra framsóknarmanna fagnar því að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé í eðlilegum farvegi og áréttar að ESB umsókn og Icesave eru tvö aðskilin mál. Íslensk stjórnvöld megi því alls ekki gefa eftir í Icesve málinu vegna umsóknarinnar.

Og svo segis síðar í þessari frétt

Ef til aðildarviðræðna kemur mun reyna á íslensku samninganefndina að verja íslenska hagsmuni í samræmi við ályktun flokksþings Framsóknarflokksins frá 2009 um aðildarviðræður að Evrópusambandinu.“

Einmitt þau vitna í ályktun flokksþing flokksins frá 2009. Þar var jú Framsókn að opna á aðildarviðræður undir ákveðnum skilyrðum. En flestir þingmenn flokksins ætluðu sé aldrei að fara eftir þessu.

Vildi að fleiri framsóknarmenn á þingi tækju undir með SUF,  Siv Friðleifs og Guðmundi Steingríms.


mbl.is SUF fagnar því að ESB viðræður séu í eðlilegum farvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Ég get ekki séð nokkra einustu skynsemi í þessu hjá framsókn.

Eins og þú veist þá hefur framsókn alltaf 3 skoðanir á hverju máli. Eina með , aðra á móti, og eina til vara.

Hamarinn, 14.3.2010 kl. 11:18

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Finnst það sýna smá skynsemi hjá ungum framsóknarmönnum að vilja líta til framtiðar með opnum huga frekar en allar þessa dómadagsspár t.d. Höskuldar, Vigdísar, Gunnars og Sigmundar. Jú og Egló er á þessari svartsýnu línu líka.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.3.2010 kl. 11:22

3 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ég hélt nú að framsókn stæði með landbúnaði á Íslandi en kannski er þetta unga fólkið í flokknum sem kann ekki að lesa og skilur ekki að ESB er bara eiginhagsmunasamtök fyrir peninga braskara allavega er mín skoðun sú sem Framsóknarmanns að í ESB eigum við allsekki að fara.......

Marteinn Unnar Heiðarsson, 14.3.2010 kl. 11:46

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Stefna Framsóknarflokkins til aðildarviðræðna að ESB er skýr - þótt einstaka þingmenn flokksins treysti sér ekki til að fara eftir þeirri stefnu:

Þetta er nú sannleikurinn:

Ályktanir 30. flokksþings framsóknarmanna

16.-18. janúar 2009

 Ályktun um aðildarviðræður við Evrópusambandið

Markmið

Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi

sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar.

Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim

viðræðum. Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal

íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar

umræðu.

Sjá ályktanir og þar af leiðandi stefnu Framsóknarflokksins:

http://www.framsokn.is/files/3948-0.pdf

Hallur Magnússon, 14.3.2010 kl. 19:08

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hallur þett hélt ég líka en svo er ekki að heyra þegar maður hlutstar á þingmenn framsóknar flesta

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.3.2010 kl. 19:23

6 Smámynd: Hamarinn

Enda er flokkurinn alltaf með 3 skoðanir á öllum málum.

Hamarinn, 14.3.2010 kl. 19:49

7 Smámynd: Anna Ragnhildur

http://www.ruv.is/frett/glapraedi-ad-thiggja-fleiri-ags-lan

Anna Ragnhildur, 14.3.2010 kl. 21:30

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er alveg skýrt að ekkert í samþykktum Framsóknarflokksins hamlar því að þingmenn flokksins hafni aðild að ESB,ef þeim sýnist svo, það á Hallur Magnússon að vita og hann veit það.Sufarar mega að sjálfsögðu hafa sýna skoðun. Það verða kjósendur Guðmundar Steingrímssonar í Framsóknarflokknum sem munu ákveða framtíð hans fyrir flokkinn, fyrir næstu Alþingiskosningar.Líka munu framsóknarmenn í sv-kjördæmi ákveða framtíð Sifjar.Ég er ekki í nokkrum vafa hver hún verður, þeim verður sparkað.Samfylkingin getur hirt sitt fólk,henni mun ekki veita af því. Niður með siðspillta landráðasamfylkingu sem ætlar að ganga af landinu dauðu með skuldsetningu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og gömlu nýlenduveldin til að komast inn í ESB svo útrásin geti haldið áfram að ræna þjóðina.XB,ekki ESB.

Sigurgeir Jónsson, 14.3.2010 kl. 22:06

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Framsóknarfólk er búið að sparka Halli Magnússyni svo ekki þarf að hafa áhyggjur af honum.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 14.3.2010 kl. 22:10

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Anna Ragnhildur Auðvita tók maður eftir þessum orðum þessa Alex Jurshevski. En þó maður eðlilega hlusti á orð manns sem hefur unnið að skuldastýringum og fleiru þá verður maður líka að hlusta eftir ýmsu öðru. T.d. að hann sagðist ekki leyna því að hann væri að bjóða fram þjónustu sína hér á landi í þessi mál. Og eins að hann væri líka fjárfestir að leita að tækifærum. Og þá veltir maður því fyrir sér t.d. ef við tökum ekki frekari lán eru menn eins og hann og fleiri ekki komnir í kjör aðstæður á næstu árum. T.d. þegar að okkur kreppir með gjaldeyrir ef við tökum ekki frekari lán. Þá geta þessir menn komið hingað boðið okkur upp að þeir fjárfesti gegn því að þeir hagnist gríðarlega á að skaffa hingað fjármagn/gjaldeyri. Minni á hann er atvinnumaður í þessu og er ekki hingað kominn af góðmennsku einni saman.

Hann talaði líka mikið um Nýja Sjáland og vinnu sína þar. Og vissulega skuldaði ríkð þar lítið eins og við fyrir hrun en skv skýrslum voru það við og Nýja Sjáland sem vorum skuldugustu ríki OECD. Það sem bjargar Nýja Sjállandi er að þeirra skuldir eru að mestu í eigin gjaldmiðli. Skuldir ríkisins eru sem sagt lágar en einkaaðila miklar, svo miklar að þjóðarbúið er rekið með halla í raun ef ekki kæmu til stöðugar erlendar fjárfestingar.  Þekkjum við þetta ekki.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.3.2010 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband