Leita í fréttum mbl.is

Það er nú erfitt að gera sumum til hæfis

Menn hafa verið að berja á ríkisstjórninni vegna þessara bílalána og kvartað yfir að ekki hafi nóg verið gert. Nú kynni Árni aðgerðir sem væru raunhæf kjarabót! En viti menn þá eru menn með allt á hornum sér og tala um ódýrt útspil. Held svona í fljótu bragði þá sé ekkert sem ríkisstjórnin geti gert sem þessi samtök yrðu ánægð með.  Nú vilja þau bíða eftir niðurstöðu dómsstóla. En halló er ekki verið að tala um að gerðir fyrir fólk sem kuldar mikið í bílalánum þoli ekki bið!

Held að þessi hagsmunasamtök þurfi að fara hugsa sinn gang og talsmenn þeirra að hætta að tala út frá sínum persónulegu hagsmunum.


mbl.is Saka Árna Pál um ódýrt útspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

En ef rétt reynist að flest eða öll lánin séu ólögleg hvort eð er þá get ég ekki séð annað en að um ódýrt útspil sé að ræða...

Það er líka þekkt að stjórnmálamenn komi með svona "óþarfa" til að sýnast og fá góða útkomu í vinsældarkosningum...

Þegar ég heyrði fyrst um þessar aðgerðir ráðherra eftir dóm í ákveðnu máli þá gat ég ekki annað en hlegið. Þetta er frekar flott hjá honum til að auka vinsældir.

Það væri nær að aðstoða fólk sem er í vandræðum með skuldir heimilanna, lögfræðingarnir virðast vera vinna vinnuna í sambandi við bílalánin samanber nýlegann dóm. Það gerir þessar aðgerðir ráðherra óþarfar, vinsældaraukningarbragð ráðherra farið.

Það er svo lítið mál hinsvegar að frysta lán framyfir dóm hæstaréttar ef menn eru að velta því fyrir sér.

Ráðherra gæti beitt sér fyrir lögum sem skikka fjármálafyrirtækin til þess.

Kveðja

Kaldi

Sem hefur ekkert körfulán...

Ólafur Björn Ólafsson, 15.3.2010 kl. 08:52

2 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Held að þú þurfir að fara að átta þig á að fólk kallar á réttlæti sökum forsendubrests.

Lækkun lána bara hjá þeim sem skuldsettu sig mest ná ekki því markmiði.

Carl Jóhann Granz, 15.3.2010 kl. 10:11

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta átti að vera búið að gera fyrir 1 ári síðan. Mikið af fólki er nú þegar komið á hausinn út af þessu og margir hjónaskilnaðir og særindi hafa átt sér stað og  splundrað upp heilu fjölskyldum þegar lánveitendur hafa gengið að veði skyldfólks.

Sævar Einarsson, 15.3.2010 kl. 10:20

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að þið náið ekki hvað ég er að segja:

  • Nú eru menn að býsnast yfir því að sumir fái miklut hærri upphæðir niðurfærðar en aðrir við flatan niðurskurð
  • Áður hafa menn sagt að það sé ófært að aðlaga lán að greiðslugetu
  • Nú tala menn um að verðtryggð lán í stað gengislána séu ómöguleg þar sem þau hækka eins og eðli þeirra er með vaxandi kaupmætti og fleira. Búinn að benda að lán sem ég tók 1988 upp á milljón verður að fullu greitt eftir 2 ár og verður þá búið að greiða rúmar 3 milljónir. Og því væri 30 milljónalán til 25 ár búið að kosta á um 90 milljónir. Þannig hefur þetta verið hér síðustu 40 árin. En menn gleyma að laun eru búin að hækka mun meira í %
  • Síðan minni ég fólk á að lánakjör hér miðast náttúrulega við umhverfið sem þau eru veitt í þ.e. verðbólgu og hávaxta mynnt. Það mundi engin lána hér peninga ef ljóst væri að með því væri þeir að tapa peningum að raungildi.
  • Ég vill að vertrygging verði tekin af en geri mér grein fyrir því að á meðan hér er verðbólga mikil og því væru vextir í dag mjög háir og greiðslubirgði há.
  • Menn tala um að betra væri að afskrifa flatt 20% af öllum lánum en ég spyr hvað er þá eftir til að hjálpa þeim sem eru komin með lán sem eru kannski 40 til 60% yfir íbúðarverðmæti. Og síðan tapa bankar náttúrulega mun meira af lánum þar sem fólki verður ekki bjargað.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.3.2010 kl. 12:03

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég fer að kalla eftir jafnaðarstefnu hjá þessari ríkisstjórn.

Hvers vegna er ekki hægt að setja lög þess efnis að lán megi undir engum kringumstæðum hækka um meira en 50%.  Annað sé okur og það sé ólöglegt.

Ég sé fram á að greiða á fjórðu milljón króna fyrir lán að upphæð 1,3 mkr.  Það kemur engin leiðrétting til mín vegna þess að ég staðgreiddi hluta bílverðsins þegar ég keypti, í sept. 2007.

Svei mér þá ef ekki er ódýrara að taka sms lán en þessi bílalán. 

Anna Einarsdóttir, 15.3.2010 kl. 13:23

6 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Það er réttlátt að menn með háar skuldir fái mikið niðurfært svo lengi sem aðrir njóta þess einnig að sama hlutfalli.

Þá sitja allir við sama borð og þeir gerðu fyrir hrun og þurfa að taka afleiðingum af þeim gjörðum.

Þá stendur einungis eftir atvinnuleysið sem þarf að vinna á svo fólk hafi möguleika til að borga eins og það gerði.

Forsendubresturinn var alger hvort sem það var gagnvart háum eða lágum skuldum og breytir þá engu hvort fólk geti greitt eður ei.

Carl Jóhann Granz, 15.3.2010 kl. 14:46

7 Smámynd: Sævar Einarsson

Við skulum ekki gleyma því að þessi bílafjármögnunarfyrirtæki eru búin að fá milljarða tugi afskrifaða hjá þeim sem þeir tóku lán hjá en halda svo áfram að rukka viðskiptavini sína í botn af lánum sem búið er að afskrifa milli a og b

Sævar Einarsson, 15.3.2010 kl. 15:42

8 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Mér þykir fíflalegt af ráðherra að ætla að lækka lán sem voru tekin til bifreiðarkaupa...

Einu lánin sem ég er með voru til húsnæðiskaupa, ekkert myntkörfulán allt íslenskt.

Hvers á ég að gjalda og örugglega fleirri sem eru í sömu sporum og ég?

Ég er allveg jafn illa settur eftir sem áður og get ég ekki sagt að ég hafi tekið þátt í þessu svokallaða góðæri af neinu viti...

Ég flutti árið 2007 frá einum stað á annan og það í aðeins ódýrara húsnæði.

kveðja

kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 15.3.2010 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband