Leita í fréttum mbl.is

Held að spaugstofan hafi haft rétt fyrir sér.

Held að margir bloggarar hér á blog.is séu bara ekki með réttu ráði. (sbr. 5% þjóðarinnar eru fávitar) Nú þegar eru hér 2 búnir að setja færslur með fyrirsögnunum:

  • Birgir
    Bestu Icesave-fréttir sem ég hef heyrt!
  • Gunnlaugur I.
    GOTT MÁL - NÚ ÞARF BARA AÐ AFTURKALLA ESB…
  • Svona fyrirsagnir valda því að ég get varla lesið færslur þessara manna.

    • Hvaða lausn halda menn að það sé að draga Icesave?
    • Hvaða hag gætum við hugsanlega haft af því?
    • Vita þessir menn að áætlanir sem við vinnum út frá varðandi endurreisn landsins gang allar út á að við fáum aðgang að lánum sem eru stopp út af icesave.
    • Eins þá er ljóst að kostnaður við seinkun er í það minnst ekki mikið minni en af því að ganga frá þessu sem fyrst?

    Síðan væri gaman að vita hvaða framtíðarsýn svona bullukollar hafa. Hvernig sjá þeir Ísland til framtíðar? Því þeir fara alltaf að tala um ESB í kjölfarið! Eru þetta menn sem dreymir um að við verðum við svipaðar aðstæður hér á landi og eftir stríð. Með gjaldeyrishöft, skömmtunarseðla og fleira? Eða eru þeir að vona að hér verði allt eins og fyrir hrun?

    Ef við breytum hér engu og erum á móti öllum samskipum og samningum við útlönd þá hljótum við að lenda í svipaðri stöðu og lífskjörum og voru hér fyrir 50 árum. Eða við tökum aftur upp bólukerfið sem hefur verið hér síðustu áratugi með hruni reglulega. Eins og var 1970, 1990, 2000 og svo 2008. Má ég þá heldur biðja um að við reynum eitthvað nýtt. T.d. að reyna á næstu árum að koma okkur upp gjaldmiðli sem fellur ekki stöðugt eins og krónan hefur í raun gert síðan 1920. En krónan hefur fallið um 2000% síðan 1920 miðað við Dönsku krónuna. 


mbl.is Icesave á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og ég hef bent á hér áður þá hefur blogheimur Davíðsæskunnar náð nýjum lægðum í ómerkilegheitum og hreint ótrúlegt hvað þess menn leggja á sig til að komast aftur að kjötkötlunum, sama þó að það kosti ennþá meira tjón en þeir hafa kostað þjóðina eftir græðgisvæðinguna (beint og óbeint).

Verst þykir mér þó hvað margir slysast hér inn á mbl spjallið og lepja hér upp alla þá vitleysu sem hér er á borð borið án þess að átta sig á því hvaða öfl eru hér í gangi.

Já, það er hreint ömurlegt að horfa upp á þessi bláklæddu hryðjuverkamenn vaða hér uppi án þess að sýna nokkurn vott af iðrun eða skömm. Viðbjóðnum er engin takmörk sett.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 16:44

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já það væri betur Maggi minn að svona mannvitsbrekkur eins og þú sætu einar að blogginu. Mikið væri þá heimurinn betri.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2010 kl. 17:19

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nú kemur skýrslan í næstu viku og einhvern vegin finnst má að þá muni einhverjir lækka róminn. Skelfing er það þreytandi þegar bláu bloggaranir flytja sömu tugguna viku eftir viku og mánuð eftir mánuð.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.3.2010 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband