Laugardagur, 20. mars 2010
Ekki viss um að allir taki eftir þessu í fréttinni um ræðu Strauss Kahn
Ef við kíkjum aðeins á þessa frétt þá segir Strauss Kahn þarna eins og ég hef verið að segja: að því miður áttum við að hafa eftirlit með útibúum okkar banka erlendis. Eða eins og segir í frétt um sama mál á ruv.is
Sagði hann að þær reglur væru nú gagnrýndar eftir hrun banka í kreppunni væru helst að bönkum og fjármálafyrirtækjum hafi verið leyft að starfa utan heimalandsins og það með nokkuð auðveldum hætti. Bankar hefðu síðan þá lent í vandræðum og íslenska bankahrunið 2008 sorglegt dæmi um slíkt. Annað slíkt hrun mætti ekki eiga sér stað. Reglur sem leyfðu stofnun bankaútibúa erlendis væru þó ekki vandinn heldur eftirlitið og að það væri bunið við heimalandið. Þannig vantaði yfirsýn á starfsemi banka og því erfitt að greina kerfisáhættu. Sum fyrirtæki hafi skyndilega verið orðin það stór að illmögulegt var að bjarga þeim þegar í óefni hafi verið komið.
Strauss-Kahn sagði skattgreiðendur sitja eftir í súpunni en þeir væru fórnarlömb slakrar kreppustjórnunar og regluverks sem gætti ekki hagsmuna þeirra. Þörf væri á evrópskri eftirlitsstofnun með víðtækt umboð og heimildir til að grípa inn í rekstur þeirra banka sem störfuðu utan heimalandsins og væru í vanda.
Það sem hann er segja er það að þó regluverkið hafi reynst gallað þá var ábyrgð heimalands á útibúum bankana erlendis. Og eins þá hafi eftirlitskerfið okkar ekki ráðið við eða gert sér grein fyrir útþenslu bankana og hversu stórir þeir voru. Og um alla Evrópu eru skattgreiðendur að súpa seiðið af slöku eftirliti og úrvinnslu. Við gleymum því oft að flestar þjóðir hafa eins og við þurft að setja gríðarlegar upphæði í bankakerfi sín líka sem óvíst er að komi til baka hjá þeim. Þær hafa bara ólíkt okkur ráðið við það án þess að grípa til neyðarlaga.
Hið sorglega dæmi frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Eins og oftar finnst mér þú hafa mikið til þíns máls, hve sárt sem það kann að vera að þurfa að horfast í augu við afleiðingar mistaka fortíðarinnar og "axla " okkar sameiginlegu "ábyrgð" á þeim.
Agla (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 12:45
Þú heldur áfram, Magnús Helgi, að reyna að grípa hverja flugu sem þú heldur að verði til framdráttar þeirri stefnu Samfylkingarnnar að borga gömlum nýlenduveldum ólögvarðar kröfur þeirra á hendur þinni eigin þjóð!
En nú var kominn tími til að taka þig á beinið, og það er gert hér í þessari nýbirtu grein minni: Icesave-ríkisábyrgðarsinnar afneita staðreyndum, en hafa verið og verða afhjúpaðir.
Jón Valur Jensson, 20.3.2010 kl. 12:55
Sama "nonsense" fr'a Jon Valur......................
Fair Play (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 13:04
Jón Valur heldur áfram á sömu braut, tekur engum rökum. Frá honum og Lofti koma sömu frasarnir aftur og aftur. Frasarnir sem eru nú að setja efnahag landsins endanlega 50 ár aftur í tímann og munu viðhalda hér miklu atvinnuleysi og hroðalegu gengi, lengja kreppuna um ár ef ekki áratugi vegna þess að þeir vilja ekki klára mál sem viðkemur skuld sem nemur um 7-14% af heildarskuldum þjóðarinnar. Semsagt, spara þúsundkall en eyða milljón í það og heil þjóð þjáist. Var einhver að tala um landráðamenn?
Óskar, 20.3.2010 kl. 13:48
Já, það hefur verið talað um landráðamenn og að gefnum skýrt afmörkuðum, lagalega rökstuddum tilefnum, en Óskar er líklega fáfróður um það.
Hver tekur mark á upphrópun nafnleysingjans "Fair Play"? Allt, sem ég sagði hér, styðst við staðreyndir, en vesalings Magnús er í vandræðum staddur.
Jón Valur Jensson, 20.3.2010 kl. 13:56
Og endalausar hrakspár eru lexíurnar sem Óskar hefur þegið frá Steingrími J. og Jóhönnu og ætlar ekki að reynast eftirbátur þeirra – miklu frekar vinna að því, að risavaxin lygaskuld verði lögð á herðar íslenzkrar alþýðu og kallar það hjálpræði landi og þjóð!
Jón Valur Jensson, 20.3.2010 kl. 13:58
Jón Valur er 9,5% atvinnuleysi og gengisvísitala 227 hrakspá? nei þetta er STAÐREYND. Ef Icesave hefði verið klárað síðasta haust þá værum við EKKI að sjá þesar tölur. Það eru margnir atvinnulausir í boði ykkar, Indefence og stjórnarandstöðunnar Valur. Þú hlýtur að vera stoltur af því að þúsundir fjölskyldna þjást vegna þín og skoðanabræðra þinna. Þú ert LANDRÁÐAMAÐUR.
Óskar, 20.3.2010 kl. 14:03
Ég vil bæta því við ef það hefur farið fram hjá Jóni að fjölmargir aðilar hafa endurskoðað efnahagsspár vegna þess að ekki hefur tekist að klára Icesave. Hagvöxtur verður minni, atvinnuleysi og verðbólga meiri og gengið lægra. Þessar efnahagsspár eru EKKI komnar frá ríkisstjórninni, heldur seðlabankanum, greiningadeildum bankanna, ASÍ ásamt erlendum matsstofnunum. En hvernig læt ég ,,auðvitað stendur Steingrímur á bak við þetta allt jájá.
Ég segi enn og aftur, pakkið sem er að fara með efnahag þjóðarinnar til helvítis er stjórnarandstaðan, incefence og stólpípur þessar aðiila eins og Jón Valur og Loftur. LANRÁÐAPAKK með stórum stöfum.
Óskar, 20.3.2010 kl. 14:30
Óskar Haraldsson, sem skrifar sína nýjustu grein um "skeinipappír í rúllum", gerir sjálfan sig að ómerkingi með skrifum eins og þessum. Það er nýlega búið að sýna fram á það, í ýtarlegri upptalningu Tryggva Þórs Herbertssonar í Mbl.grein, að á fjölmörgum helztu sviðum stöðnunar í atvinnulífi kemur hún á engan hátt Icesave-dæminu (og frestun svikaábyrgðar ríkisins á því milljarðahundraða gerviláni) við.
Ef Óskar vildi Icesave-samninga strax á síðasta ári, vekur það þá spurningu, hvort hann hafi ekki sagt JÁ í þjóðaratkvæðagreiðslunni um 30. des.-lögin. Sagðirðu JÁ, Óskar Haraldsson?!
Að slíkur maður kalli mig landráðamann er bara eftir öðru. Veslings maður, og reyndu ekki að bera fyrir þig Má Guðmundsson, þann pólitíska seðlabankastjóra (gamlan samherja Steingríms J.; reyndar kynntist ég Má svolítið og kunni vel við viðkynningu, en það er allt annar handleggur).
Jón Valur Jensson, 20.3.2010 kl. 15:01
Óskar Haraldsson þekkir augljóslega ekkert til landráðalaganna, enda getur hann ekki sannað upp á mig brot á einni einustu grein þeirra.
Jón Valur Jensson, 20.3.2010 kl. 15:14
Jón Valur - Tryggvi Þór Herbertsson er glæpamaður eins og fleiri þingmenn sjálfstæðisflokksins. 300 milljón króna kúlulán ásamt fleira góðgæti úr útrásinni fylgir honum. Að þú skulir taka mark á blaðrinu í þessum varðhundi glæpalýðsins segir mest um þig sjálfan. Tryggvi var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, ráðgjöf hans endaði á snilldarlegan hátt í október 2008 eins og alþjóð veit.
Varðandi þjóðaratkvæðagreiðsluna þá kemur þér svona yfirhöfuð ekkert við hvað ég kaus þar - en ef þú hefðir lesið bloggin mín um þetta þá hefðir þú ekki þurft að spurja. Ég kaus að sjálfsögðu að sitja heima og taka ekki þátt í þessu lýðskrumi indefence og stjórnarandstöðunnar- enda kom það á daginn að lýðskrumararnir Bjarni Ben og Sigmundur Davíð túlkuðu niðurstöðuna úr þessum skrípaleik sem einhvern sigur fyrir sig. Það vissi að vísu enginn nema þeir að þetta var kosning um ríkisstjórnina, það gleymdist alveg að taka það fram á kjörseðlinum eins og reyndar ýmislegt fleira - sumir túlkuðu skrípaleikinn þannig að verið væri að kjósa um hvort borga ætti icesave yfirhöfuð. Enginn hefur þó getað bent á orðalag þess efnis á kjörseðlinum. Þetta var ástæðan fyrir þvi´að mér datt ekki til hugar að taka þátt í þessum fíflagangi.
Óskar, 20.3.2010 kl. 17:29
Ég ætla ekki að taka þátt í orðaskaki við mann sem fer með órökstudd meiðyrði og mannorðsníð um annan hvern mann sem hann minnist á.
PS. Hér ofar átti að standa: reyndar kynntist ég Má svolítið og þótti hann ágætur í viðkynningu, en það er allt annar handleggur.
Jón Valur Jensson, 20.3.2010 kl. 17:41
ódýr leið útúr vandræðunum Jón, - þú sjálfur kallar menn landráðamenn í tíma og ótíma ásamt því að níða niður fólk sem er að reyna að koma landinu upp úr kreppunni. Þú ert rökþrota eins og skoðanabræður þínir. Enda erfitt að standa uppréttur þegar maður á þátt í þjáningum heillar þjóðar með lýðskrumi og lygum.
Óskar, 20.3.2010 kl. 18:40
Eftirlitið var og er í höndum beggja ríkjanna. Fjármálaeftirlit þess ríkis sem útibú viðkomandi banka er staðsett hefur mikið um það að segja hvort starfsemin er leifð eða ekki. Enda sýndi það sig að þessi starfsemi var ekki leifð í Finnlandi og einig var Glitnir stöðvaður við svipaðan gerning. Það var ekki stöðvað af íslenska fjármálaeftirlitinu.
Lögreglu ber að hafa eftirlit með umferðahraða en það gerir hana ekki fjárhagslega ábyrga fyrir því tjóni sem ofsaakstur einstaklinga kann að valda.
Ríkinu ber að hafa eftirlit með hinu og þessu hjá einkafyrirtækjum en það leiðir ekki sjálfkrafa til fjárhagslegar ábyrgðar á tjóni hjá þriðja aðila.
Ég hef aldrei heyrt neinn gera kröfu á ríkið vegna salmonellusýkingar þó kjúklingabúin þurfi að sæta eftirliti heilbrigðisyfirvalda til þess m.a. að koma í veg fyrir slíkt.
Það er berlega komið í ljós að þessi ríkistjórn ræður ekki við vandann sem hún stendur frammi fyrir og þess vegna notar hún Icesave sem afsökun fyrir öllu því sem miður hefur farið hjá henni, því miður.
Enda hefur Steingrímur viðurkennt að það sem fyrir honum vaki sé að hindra að sjálfstæðismenn komist í stjórn. Það sé mikilvægasta verkefni þessarar ríkistjórnar, sama hvað það kostar.
Landfari, 20.3.2010 kl. 18:53
Ég hef alltaf rökstutt það, þá sjaldan ég hef talað um landráð nokkurra einstaklinga – ÓLÍKT ÞÉR, Óskar Haraldsson!
Jón Valur Jensson, 20.3.2010 kl. 20:23
Það er svo fyndið að horfa upp á áróðurinn á orðið landráð hjá þeim sem hafa verið að styðja þessar landráðatilraunir ríkisstjórnarinnar. Þeir hafa komið með eitthverja fræðinga í fjölmiðla og gera lítið úr landráðalögunum og síðan eru þessir bloggarar og fleiri sem kasta orðinu landráð hægri vinstri til að minnka vægi þessa orðs. Mikið hlakkar mér til þegar þessir ALVÖRU landráðamenn verða teknir og látnir finna til tevatnsins, þá meina ég ekki að vera boðnir í teboð hjá vinum sínum bretunum heldur að þeir munu uppskera því sem þeir hafa sáð, eitthvað mjög illt.
Geir (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.