Leita í fréttum mbl.is

Spurning til Vinstri grænna?

Hef svona verið að velta fyrir mér hvernig þið hafið hugsað ykkur að byggja hér upp samfélag sem staðið getur undir góðum lífsskilyrðum í framtíðinni? Sem og að koma okkur út úr kreppunni?

Svona bara til að byrja með:

  • Vg leggst gegn uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Miðnesi
  • Gegn álveri í Helguvik
  • Gegn álveri á Bakka
  • Gegn stóriðju svona almennt
  • Gegn þessum æfinga herþotum á Keflavíkurflugvelli
  • Gegn AGS samvinnu
  • Gegn ESB viðræðum og aðildarumsókn
  • Gegn samningum um Icesave

Svona mætti lengi telja. Ég vissulega er ekki hrifinn af mörgu þessara mála en finnst að flokkur sem er í ríkisstjórn verði þá að koma með einhverjar raunhæfar lausnir sem tekur ekki áratugi að skila árangri.

Vinna með sprotafyrirtæki og frumkvöðla er náttúrulega fín en það er ekki víst að þetta skili okkur nokkru að ráði fyrr en eftir fjölda ára. Ég man að Össur var bara lítið fyrirtæki í mörg ár og eigandinn og hönnuður vinnandi þetta að mestu einn. Þannig er það með mörg sprota fyrirtæki að þau skila litlu sem engu í byrjun.

Finnst að menn verði nú að hugsa til nánustu framtíðar og gera einhverjar málamiðlanir. Annars verður hér engin viðsnúningur og kreppan á eftir að vara hér lengur og lífskjör hér að falla varanlega.

Ef það er það sem Vg vill þá eiga þeir að koma fram og segja það strax! Vera heiðarleg. Þ.e. að þeir telji að fólk eigi að temja sér nýjan lífstíl þar sem hlutir eins og menning, æðri menntun og fleira verður munaður því að ríkið getur ekki stutt það til lengdar ef að tekjur þess og þjóðfélagsins falla til framtíðar.


mbl.is Hafna algerlega her í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er í alvörunni ekki hægt að vera á móti fyrirtæki sem er að þjálfa fólk í að drepa annað fólk?

Hvernig er hægt að vera slíkur bjálfi að maður vilji gera íslensk efnahagslíf háðara álverði en það er nú þegar? Hver ætlar að vera svo heimskur að skuldsetja orkufyrirtæki okkar enn frekar með veðmálum í álverði? Að selja orkuna á afsláttarverði?

En ég veit ekki betur en VG hafi opið fyrir ýmsar hugmyndir í stóriðju. 

Ef Evrópusambandið er gott fyrir Ísland þá er það ykkar Evrópusinna að sannfæra okkur efasemdamennina um það. Hins vegar gaf VG einmitt umsókn að ESB og Samfylkingin hefur aldrei skilið hve stór eftirgjöf það var og hve mikið hún skuldar VG fyrir það.

Ég er á móti því að búa til tvískipt heilbrigðiskerfi, eitt fyrir ríka og annað fyrir hina. Ég hafna öllum skrefum í þá átt. Hvaða læknar fara síðan að vinna á þessu einkasjúkrahúsi? Erum við ekki einfaldlega að tryggja það að einkafyrirtæki geti yfirboðið hið opinbera í læknalaunum?

IceSave og AGS eru umdeild mál innan VG og það er bjánalegt hvernig þú setur þau mál upp.

Ég verð að játa að ég er á móti sovéskum stórlausnum eins og þú ert að nefna hér. Ég held að þær séu líklegastar til að skapa efnahagskerfi sem þarf sífellt á slíkum lausnum að halda. Satt best að segja held ég að hægfara uppbygging sé líklegust til að skapa góð lífsskilyrði til framtíðar.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 15:46

2 identicon

Má ég benda þér á það Magnús, að umrætt herþotufyrirtæki er einmitt "sprotafyrirtæki" að eigin sögn. Það er ekkert í hendi varðandi tekjur af því hermangi og afar vitlaust að stökkva á starfsemi þar sem svo margt er óljóst. Hefurðu annars skoðað heimasíðu fyrirtækisins? Það er allt mjög óljóst varðandi þetta dæmi, þeir hafa ekkert gert og sýna aðallega myndir frá Keflavíkurflugvelli, eins og allt sé orðið klappað og klárt varðandi það, sem það vissulega er ekki. Kynntu þér þetta takk:  http://www.eca-program.com/accueil.html og btw ég er ekki VG heldur samfylkingarkona og á mér mörg skoðanasystkini þar.

Ingibjörg Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 17:52

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Uppbygging stangast á við framtíðaráform VG sem vinna að því hörðum höndum að halda uppi atvinnuleysi hér á landi - 200 milljarðar og störf fyrir tugi eða hundruð einstaklinga raskar þeim áformum.

Það er heldur ekki tími til þess að standa í svona löguðu - það þarf að banna súlustaði og fleiri aðkallandi verkefni eru á borðinu.

Skuldaborg heimilanna kallar líka á vinnu - hugmyndir sem voru lagðar fram fyrir 12-18 mánuðum síðan fundust í skúffu og núna þarf að réttlæta þær auknu álögur sem þar fundust. Réttlæta þarf skattlagningu á niðurfærslu skuldanna þannig að fólk geri sér grein fyrir því að það verði látið dingla í snörunni - bara aðeins seinna.

Svona eins og í USA þegar dauðadæmdi fanginn reyndi sjálfsvíg um daginn - honum var komið til heilsu og svo tekinn af lífi.

Kaninn er þó mannlegur í þessu - aftaka - búið mál - Steingrímur ætlar að láta dauðastríðið vera langvarandi.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.3.2010 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband