Leita í fréttum mbl.is

Held að það sé í lagi að messa aðeins yfir Vg!

Vg fór sjálfviljugt í þetta stjórnarsamstarf. Það var skrifað undir stjórnarsáttmála sem gekk út á ýmis mál t.d.

Þá er einnig mikilvægt að ljúka sem allra fyrst samningum vegna innstæðutrygginga við nágrannaríki, uppgjöri á milli gömlu og nýju bankanna. Þessi atriði eru forsenda þess að Ísland öðlist á ný aðgang að erlendum lánamörkuðum.

Einnig stendur þar:

Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í  þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á  Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu. Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll viðræðnanna. Flokkarnir eru sammála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma.

Einnig var ljóst að áfram átti að vinna í í samstarfi við AGS. EF að þingmönnum Vg líkaði ekki við þetta þá áttur þeir aldrei að samþykkja samstarf við Samfylkinguna. Ef þeir gátu ekki sætt sig við þessi markmið og ætluðu  að vinna gegn þeim þáttum þeir þá a.m.k. að segja sig úr Vg því að Vg sem flokkur gekk til samstarfs út frá þessum markmiðum.

Það gengur ekki að flokkar sem hafa skýran meirihluta á þingi þurfi að berjast innbyrgðist varðandi öll meiriháttar mál. Það tekur orku frá nauðsynlegum verkum og gefur óþarfa færi fyrir andstæðinga að veikja stjórnvöld.


mbl.is VG ræðir ummæli forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Dapurleg færsla hjá þér Magnús. Ekki annað að sjá en að þú viljir fá hrunflokkana aftur við völd.

hilmar jónsson, 28.3.2010 kl. 20:47

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er alveg satt hjá þér, VG átti aldrei að samþykkja þetta samstarf. Samfylkingin er ekki stjórntækur flokkur.

Hjörtur J. Guðmundsson, 28.3.2010 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband