Leita í fréttum mbl.is

Frjálslyndiflokkurinn í frjálsu falli í frumeindir

Það er alveg makalaust að flokkur sem loks var tekinn að mælast skuli springa í loft upp svona rétt á síðasta spretti fyrir mikilvægustu kosningabaráttu sína. Þetta er í raun sorglegt þó ég hafi aldrei hugsað mér að kjósa þennan flokk.

Þessir 3 þingmenn sem eftir voru í flokknum eftir að Gunnar Örlygsson gat ekki lengur unað við að starfa með varaformanninum Magnúsi Þór Hafsteinssyni, hafa unnið mjög vel þetta kjörtímabil og fólk ræddi um að þeir væru virkilega að standa sig. Eins voru margir hrifnir af Margréti og fannst hún koma fram með skynsamleg sjónahorn á ýmis mál í gegnum tíðina. Auk þess sem hún vann vel ásamt Ólafi í Reykjavík í síðustu kosningabaráttu.

En svo kemur Jón Magnússon og skrifar grein um innflytjendamál og a.m.k. orðalagið mátti skilja sem Rasisma. Og viðbrögðin verða þannig að allt spryngur í loft upp. Guðjón fer að ræða um að hann hræðist heiðursmorð og "Bræður islam" og Magnús talar á svipaðan hátt. Margréti líkar ekki hvert þessi umræða stefnir og kemur með yfirlýsingar um að hún eigi ekki samleið með flokknum ef hann verði "Rasistaflokkur" Þetta slær aðeins á yfirlýsingagleði þingmanna flokksins um Íslam og hættunna af þeim og þeir fara að tala meira um erlent vinnuafl og áhrif þess á kjör okkar sem er gott og gilt.

Svo ráku þeir Margréti sem framkvæmdarstjóra þingflokksins með skrítnum rökum.

Síðan er samið vopnahlé í flokknum og maður er farinn að halda að þau séu að vinna í sínum málum og koma á sátt. En viti menn!

Margrét lýsir yfir framboði til varaformanns og Guðjón klúðrar málum með því að lýsa yfir stuðningi við sitjandi varaformann. Tala svo um að skipstjóri skipti ekki um stýrimann þegar vel gengur. En gleymir því að hann er ekki lengur að stýra skipi heldur flokki fólks sem er bara allt annað.

Guðjón og allir aðrir sem hafa tekið þátt í þessu máli hljóta að gera sér grein fyrir því að með þessu eru þeir búnir að missa tiltrú fólks. Hver vill kjósa flokk þar sem fólk berst á banaspjótum og fer hamförum að rægja hvort annað?

 Hvernig er hægt að sjá þannig flokk vinna að markmiðum sínum og stefnumálum. Maður sér fyrir sér lætin ef hann kemst í stjórn. Hver eigi að fá þetta embætti eða annað. Og svo framvegis. Nei þetta eru held ég upphafið að endalokum þessa flokks.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband