Leita í fréttum mbl.is

Ekki pláss fyrir öll þessi álver sem eru í pípunum

Í framhaldi af þessari frétt fór ég inn á síðunna hans Marðar og las eftirfarandi:

Niðurstöður mínar (með góðri aðstoð vina og félaga sem ég þakka hér með fyrir), sem ég vil að umhverfisráðherra staðfesti, fara hér á eftir. Tölurnar um losun koltvísýrings sem hér um ræðir eru allar fengnar úr opinberum gögnum, en upplýsingar um árlega álframleiðslu eru almennar staðreyndir sem meðal annars má sækja á vefsetur fyrirtækjanna.

Norðurál á Grundartanga: 377 þúsund tonna árleg losun
Í álveri Norðuráls á Grundartanga nemur koltvísýringslosun um 377 þ.t. á ári þegar stækkun lýkur þar seint á þessu ári. Þá verður framleiðslugetan 260 þ.t. af áli (er nú 220 þ.t. eftir stækkun um 130).. Norðurál hefur starfsleyfi fyrir 300 þ.t. af áli á ári, sem nemur 435 þ.t. heildarlosun koltvísýrings, og getur hvenær sem er ráðist í þá stækkun en hyggst ekki nýta þessa heimild að sinni.

Alcoa í Reyðarfirði: 504 þúsund tonna árleg losun
Í álveri Alcoa verður losunin um 504 þús.t. á ári. Álframleiðslan verður 346 þús.t., en verksmiðjan á sem kunnugt er að komast í gagnið fyrrihluta árs (apríl).

Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga: 184 þúsund tonna árleg losun umfram
Í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga voru framleidd 72 þ.t. af járnblendi árið 1990. Verksmiðjan var stækkuð árið 1999 sem nemur 42 þ.t. árlegri framleiðslu, og er koltvísýringslosun vegna þeirra 184 þ.t. á ári.

Alcan í Straumsvík: 577 þúsund tonna árleg losun umfram 1990
Verði af stækkun álvers Alcans í Straumsvik verður 577 þ.t. árleg losun frá álframleiðslu umfram þá sem komin var í gang 1990. Þá voru framleidd 88 þ.t. af áli í verksmiðjunni en með stækkun hefðu 372 þ.t. bæst við árlega framleiðslu, samtals 460 þ.t.

Samtals eftir 1990: 1.642 þúsund tonn á ári
Ákveði Norðurálsmenn að stækka sína verksmiðju verður heildarlosun raunar 1700 þ.t. á ári. Kvótinn samkvæmt „íslenska“ stóriðjuákvæðinu er hinsvegar 1.600 þ.t. á ári. Framúrkeyrsla í báðum tilvikum

Það er því aðeins pláss fyrir eina stækkun eða eitt lítið álver. Við höfum þá fullnýtt mengunarkvóta okkar. Hvað gerum við þá? Við getum keypt mengunarkvóta erlendisfrá en hvaða ímynd fáum við þá?

Verðum ekki lengur land sem getur auglýst sig sem hreint og ómengað.

Frétt af mbl.is

  Segir losun frá álverum að fara yfir leyfileg mörk
Innlent | mbl.is | 18.1.2007 | 11:10
Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á heimasíðu sinni að þegar lagðar séu saman tölur um losun koltvísýrings frá verksmiðjunum tveimur á Grundartanga, nýja álverinu á Reyðarfirði og Straumsvíkurverinu stækkuðu og athugað hvað af þessari mengun fellur undir „íslenska“ stóriðjuákvæðið samkvæmt Kyoto-samningunum, komi í ljós að losun frá verksmiðjunum muni nema 1642 þúsund tonnum á ári, sem sé 42 þúsund tonnum meira en stóriðjuákvæðið leyfi.


mbl.is Segir losun frá álverum að fara yfir leyfileg mörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er til stórt álver í Ástralíu sem framleiðir 4.1oo.ooo tonn af áli á ári.  Rafmagnið er búið til með kolum. 

Ef við gefum okkur að 2,5 tonn af co2, per framleitt tonn ál, verði til eins og  hér á landi með hreinni orku þá myndi þetta stóra álver losa 10.250.000 tonn.  Með rafmagnið framleitt með kolum þá er talan 65.600.000 tonn af co2. 

Mismunurinn er 55.350.000 tonn af co2.  Segi og skrifa fimmtíu og fimm milljón þrjúhundruð og fimmtíu þúsund tonn af co2. 

Ef horft er til jarðarkringlunnar allrar þá er alveg ljóst að vistvænni verða álver ekki annars staðar en hér. 

Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson

Starfsmaður Alcan á Íslandi    

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 16:57

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú er reyndar verið að finna leiðir til að gera framleiðslu með kolum umhverfisvænni sbr. frétt fyrir nokkrum vikum frá Noregi. EN ef við höldum okkur við að fylla hér allt af álverum getum við orðið mengað land þrátt fyrir að orkan sem álverin noti sé umhverfisvæn. Þetta er svona svipað og bjóða hálendið sem ruslahaug fyrir heiminn af því að það sé svo mikið rok að lyktin fari á haf út.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.1.2007 kl. 17:10

3 identicon

Ég held að það verði aldrei nein sátt um að fylla allt hér af álverum.  Álver er góður kjölfestu atvinnurekstur.  Það hefur sannast í Straumsvík.  Er að sanna sig fyrir austan.  Álveri verður ekki pakkað oní tösku og flutt í burtu á einum degi.  þetta snýst ekki um allt eða ekkert.  Þetta snýst um að vera skynsamur.

kveðja Tryggvi

p.s.

Grunsamlega varð fljótt hljótt um afrek norðmanna.  en gott ef satt væri. 

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 21:05

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það eru náttúrulega verið að tala um álver :

  • Í Helguvík
  • Á Bakka við Húsavík
  • Þorlákshöfn
  • Og Áltæknigarð með 60 tonna álveri við Þorlákshöfn líka
  • Stækkun í Hafnafirði

Þannig að þetta er þó nokkuð. Eins á svona umræða eftir að koma frá Vestfjörðum þar sem þeir telji sig eiga rétt á sértækum aðgerðum eins og Austfirðingar fengu.

Eins þá tel ég að þið í Alcan séu nú í ágætum málum þar sem þið eru þegar búnir að stækka í hva eitthvað um 180 tonn. Þetta er verksmiðja sem er örugglega búin að greiða sig upp. Því væri kannski skiljanlegt að Hafnfirðingar höfnuðu frekari stækkun því að annars er útlit fyrir að Hafnafjörður verði með risa svæði í miðjum bænum þar sem ekki mætti byggja eftir svona 20 ár og Álver í miðjunni.

    Magnús Helgi Björgvinsson, 18.1.2007 kl. 22:23

    5 identicon

    Við erum í ágætum málum ef stækkað verður í Straumsvík. Það er önnur aðferð og betri við að kljúfa ál frá súrefni en notuð er í Straumsvík í dag.  Kerin eru stærri.  Eru þverstæð í einni röð í stað tveggja raða langsum stæðra kerja.  Málið gengur út á að breyta segulsviði sem hefur áhrif á kerreksturinn.  280.000 tonna stækkun byggir á því að gera fjárfestinguna hagkvæma.  Það þarf að byggja nýja skautsmiðju, nýja kersmiðju og stækka steypuskálann.  þetta er bara common sense og ætti að vera utan við allt þras.  Ef Hafnfirðingar hafna stækkun þá mun Alcan stækka annars staðar eða byggja nýtt.  Þeir eru ekkert að hætta í álbransanum. Það yrði upphafið af endi álversins í Straumsvík.  Sumir hafa kosið að kalla þetta hótun, en það er bara staðreynd hvort sem fólki líkar betur eða verr.  Það er ekki skiljanlegt ef Hafnfirðingar hafna stækkun, frá mínum bæjardyrum séð.  Auðvitað þarf að skoða þessi mál æsingalaust og af skynsemi, en ég verð að viðurkenna að ég er svagur fyrir álveri við Húsavík, því þar vantar nauðsynlega kjölfestu fyrirtæki og þeir hafa orkuna við bæjardyrnar.

    Kveðja Tryggvi  

    Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 00:15

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Höfundur

    Magnús Helgi Björgvinsson
    Magnús Helgi Björgvinsson

    Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

    Eldri færslur

    Nóv. 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30

    Twitter

    Teljari

    joomla visitor

    Twitter

    Tenging við twitter

    Um bloggið

    Vettvangur Magga

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband