Fimmtudagur, 18. janúar 2007
Ekki pláss fyrir öll þessi álver sem eru í pípunum
Í framhaldi af þessari frétt fór ég inn á síðunna hans Marðar og las eftirfarandi:
Niðurstöður mínar (með góðri aðstoð vina og félaga sem ég þakka hér með fyrir), sem ég vil að umhverfisráðherra staðfesti, fara hér á eftir. Tölurnar um losun koltvísýrings sem hér um ræðir eru allar fengnar úr opinberum gögnum, en upplýsingar um árlega álframleiðslu eru almennar staðreyndir sem meðal annars má sækja á vefsetur fyrirtækjanna.
Norðurál á Grundartanga: 377 þúsund tonna árleg losun
Í álveri Norðuráls á Grundartanga nemur koltvísýringslosun um 377 þ.t. á ári þegar stækkun lýkur þar seint á þessu ári. Þá verður framleiðslugetan 260 þ.t. af áli (er nú 220 þ.t. eftir stækkun um 130).. Norðurál hefur starfsleyfi fyrir 300 þ.t. af áli á ári, sem nemur 435 þ.t. heildarlosun koltvísýrings, og getur hvenær sem er ráðist í þá stækkun en hyggst ekki nýta þessa heimild að sinni.Alcoa í Reyðarfirði: 504 þúsund tonna árleg losun
Í álveri Alcoa verður losunin um 504 þús.t. á ári. Álframleiðslan verður 346 þús.t., en verksmiðjan á sem kunnugt er að komast í gagnið fyrrihluta árs (apríl).Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga: 184 þúsund tonna árleg losun umfram
Í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga voru framleidd 72 þ.t. af járnblendi árið 1990. Verksmiðjan var stækkuð árið 1999 sem nemur 42 þ.t. árlegri framleiðslu, og er koltvísýringslosun vegna þeirra 184 þ.t. á ári.Alcan í Straumsvík: 577 þúsund tonna árleg losun umfram 1990
Verði af stækkun álvers Alcans í Straumsvik verður 577 þ.t. árleg losun frá álframleiðslu umfram þá sem komin var í gang 1990. Þá voru framleidd 88 þ.t. af áli í verksmiðjunni en með stækkun hefðu 372 þ.t. bæst við árlega framleiðslu, samtals 460 þ.t.Samtals eftir 1990: 1.642 þúsund tonn á ári
Ákveði Norðurálsmenn að stækka sína verksmiðju verður heildarlosun raunar 1700 þ.t. á ári. Kvótinn samkvæmt íslenska stóriðjuákvæðinu er hinsvegar 1.600 þ.t. á ári. Framúrkeyrsla í báðum tilvikum
Það er því aðeins pláss fyrir eina stækkun eða eitt lítið álver. Við höfum þá fullnýtt mengunarkvóta okkar. Hvað gerum við þá? Við getum keypt mengunarkvóta erlendisfrá en hvaða ímynd fáum við þá?
Verðum ekki lengur land sem getur auglýst sig sem hreint og ómengað.
Frétt af mbl.is
Segir losun frá álverum að fara yfir leyfileg mörk
Innlent | mbl.is | 18.1.2007 | 11:10
Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á heimasíðu sinni að þegar lagðar séu saman tölur um losun koltvísýrings frá verksmiðjunum tveimur á Grundartanga, nýja álverinu á Reyðarfirði og Straumsvíkurverinu stækkuðu og athugað hvað af þessari mengun fellur undir íslenska stóriðjuákvæðið samkvæmt Kyoto-samningunum, komi í ljós að losun frá verksmiðjunum muni nema 1642 þúsund tonnum á ári, sem sé 42 þúsund tonnum meira en stóriðjuákvæðið leyfi.
Segir losun frá álverum að fara yfir leyfileg mörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 969308
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Það er til stórt álver í Ástralíu sem framleiðir 4.1oo.ooo tonn af áli á ári. Rafmagnið er búið til með kolum.
Ef við gefum okkur að 2,5 tonn af co2, per framleitt tonn ál, verði til eins og hér á landi með hreinni orku þá myndi þetta stóra álver losa 10.250.000 tonn. Með rafmagnið framleitt með kolum þá er talan 65.600.000 tonn af co2.
Mismunurinn er 55.350.000 tonn af co2. Segi og skrifa fimmtíu og fimm milljón þrjúhundruð og fimmtíu þúsund tonn af co2.
Ef horft er til jarðarkringlunnar allrar þá er alveg ljóst að vistvænni verða álver ekki annars staðar en hér.
Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson
Starfsmaður Alcan á Íslandi
Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 16:57
Nú er reyndar verið að finna leiðir til að gera framleiðslu með kolum umhverfisvænni sbr. frétt fyrir nokkrum vikum frá Noregi. EN ef við höldum okkur við að fylla hér allt af álverum getum við orðið mengað land þrátt fyrir að orkan sem álverin noti sé umhverfisvæn. Þetta er svona svipað og bjóða hálendið sem ruslahaug fyrir heiminn af því að það sé svo mikið rok að lyktin fari á haf út.
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.1.2007 kl. 17:10
Ég held að það verði aldrei nein sátt um að fylla allt hér af álverum. Álver er góður kjölfestu atvinnurekstur. Það hefur sannast í Straumsvík. Er að sanna sig fyrir austan. Álveri verður ekki pakkað oní tösku og flutt í burtu á einum degi. þetta snýst ekki um allt eða ekkert. Þetta snýst um að vera skynsamur.
kveðja Tryggvi
p.s.
Grunsamlega varð fljótt hljótt um afrek norðmanna. en gott ef satt væri.
Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 21:05
Það eru náttúrulega verið að tala um álver :
Þannig að þetta er þó nokkuð. Eins á svona umræða eftir að koma frá Vestfjörðum þar sem þeir telji sig eiga rétt á sértækum aðgerðum eins og Austfirðingar fengu.
Eins þá tel ég að þið í Alcan séu nú í ágætum málum þar sem þið eru þegar búnir að stækka í hva eitthvað um 180 tonn. Þetta er verksmiðja sem er örugglega búin að greiða sig upp. Því væri kannski skiljanlegt að Hafnfirðingar höfnuðu frekari stækkun því að annars er útlit fyrir að Hafnafjörður verði með risa svæði í miðjum bænum þar sem ekki mætti byggja eftir svona 20 ár og Álver í miðjunni.
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.1.2007 kl. 22:23
Við erum í ágætum málum ef stækkað verður í Straumsvík. Það er önnur aðferð og betri við að kljúfa ál frá súrefni en notuð er í Straumsvík í dag. Kerin eru stærri. Eru þverstæð í einni röð í stað tveggja raða langsum stæðra kerja. Málið gengur út á að breyta segulsviði sem hefur áhrif á kerreksturinn. 280.000 tonna stækkun byggir á því að gera fjárfestinguna hagkvæma. Það þarf að byggja nýja skautsmiðju, nýja kersmiðju og stækka steypuskálann. þetta er bara common sense og ætti að vera utan við allt þras. Ef Hafnfirðingar hafna stækkun þá mun Alcan stækka annars staðar eða byggja nýtt. Þeir eru ekkert að hætta í álbransanum. Það yrði upphafið af endi álversins í Straumsvík. Sumir hafa kosið að kalla þetta hótun, en það er bara staðreynd hvort sem fólki líkar betur eða verr. Það er ekki skiljanlegt ef Hafnfirðingar hafna stækkun, frá mínum bæjardyrum séð. Auðvitað þarf að skoða þessi mál æsingalaust og af skynsemi, en ég verð að viðurkenna að ég er svagur fyrir álveri við Húsavík, því þar vantar nauðsynlega kjölfestu fyrirtæki og þeir hafa orkuna við bæjardyrnar.
Kveðja Tryggvi
Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.