Leita í fréttum mbl.is

"Sleggjan" komin í stjónarandstöðu?

Var að lesa pistil inn á heimasíðu Kristins H Gunnarssonar sem ber heitið Er stjórnin að falla? Þar fer hann hörðum orðum um að við endurskoðun stjórnarskráinar sé ekki sett inn ákvæði um að fiskiauðlyndin sé sameign þjóðarinar. Þetta segir hann hafa verið skýrt í stjórnarsáttmála að ætti að segja inn. En þess sjáist engin merki nú. Hér er kafli úr pislinum:

18. janúar 2007

Er ríkisstjórnin að falla?

Þegar ákvæði stjórnarsáttmálans ná ekki fram að ganga er það skýlaust merki þess að stjórnarsamstarfið er að liðast í sundur. Í sáttmála núverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er eftirfarandi ákvæði í kaflanum um sjávarútvegsmál:

"Ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar verði bundið í stjórnarskrá".

Skipuð var nefnd til þess að undirbúa breytingu á stjórnarskránni. Í henni eiga sæti fulltrúar allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Nefndin hefur kynnt tillögur sínar, enda ekki seinan vænna. Leggja þarf fram frumvarp á Alþingi og afgreiða það sem lög fyrir þinglok, sem verða um miðjan mars. Reyndar er nefndin aðeins með eina tillögu, sem lýtur að því að framvegis verði breytingar á stjórnarskránni samþykktar í þjóðaratvæðagreiðslu. Allt í lagi með hana, enda hef ég t.d. flutt sambærilega tillögu á Alþingi sem er til meðferðar hjá þingnefnd.

En hvergi er að finna tillögu um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar eins og stjórnarflokkarnir sammæltust í upphafi kjörtímabilsins. Hvorugur flokkurinn hefur dregið til baka stuðning sinn. Ég veit ekki annað en að allir stjórnarandstöðuflokkarnir hafi lýst yfir stuðningi við málið. Hver er þá vandinn? Svör sem ég hef fengið eru á þá lund að ágreiningur sé uppi, en ekki hver geri ágreininginn. Að því gefnu að stjórnarandstaðan standi við stuðning sinn er augljóst að ágreiningurinn er innan stjórnarliðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband