Leita í fréttum mbl.is

Jú víst þetta er vondu útlendingunum að kenna!

Það er nokkuð ljóst eftir lestur á sumum blogganna við þessa frétt að þó nokkur hluti bloggara hér er enn á þeirri línu að:

  • Það séu vondu útlendingarnir sem eru aðal gerendurnir í okkar ógæfu.
  • Erlendu bankarnir sem lánuðu okkar bönkum allt of mikið
  • Sem varð til þess að heimilin þurftu að taka há lán vegna þess að bankarnir sögðu þeim að gera það.
  • Síðan vondu útlendingarnir sem eru að rukka okkur um innistæðutryggingar fyrir innistæðueigendur í Landsbankanum.
  • Síðan vondu útlendingarnir í AGS sem ætla að matreiða Ísland fyrir útlenda glæpamenn
  • ESB sem ætlar að stela hér allri orku og fiski og flytja það allt til útlanda. (sé fyrir mér Geysir um borð í flutningaskipi)
  • Og vondu útlendingarnir á Norðurlöndum sem vilja að við fylgjum áætlunum ef þeir eiga að lána okkur
  • Og vondu þjóðirnar í EES og Schengen.

Og harðir Sjálfstæðismenn hvetja meira að segja að við skiptum frekar við Kína og fleiri ríki sem þeir hingað til hafa hvatt til að við hefðum sem minnst samskipti við.

Og svo er rifist yfir því að hér sé allt strand þó að Samtök atvinnulífsins, orkufyrirtæki, samtök flestra launþega og í raun flestir segja að við fáum engin lán til framkvæmda á viðráðanlegum kjörum fyrr en Icesave er leyst. En ný það má ekki semja um Icesave við þessa vondu útlendinga. VIð eigum frekar að hverfa til lífsskilyrða sem við bjuggum við um miðja síðustu öld. Þá verða þessir besservissar loks kannski ánægðir. Við förum bara öll á sjóinn eða í sveitirnar og lifum á landsins gagni og nauðsynjum.


mbl.is Ekki vondum útlendingum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Maggi hættu, það er nóg komið af einbeittum brotavilja þínum gegn þinni eigin þjóð.

Reyndu nú að hlusta á rök og það sem mikill meirihluti þjóðarinnar hefur að segja.

Ekki bara hlusta á þennan einangraða minnihlutahóp sem vill koma landi okkar og þjóð undir ESB krumluna hvað sem það kostar.

Vinsamlega hættu þetta eru hrein skemmdarverk !

Gunnlaugur I., 8.4.2010 kl. 16:14

2 identicon

Þetta með að hlusta á það sem "meirihluti þhóðarinnar hefur að segja" finnst mér athyglisvert.

Hefur meirihlutinn sjálfkrafa rétt fyrir sér í lýðræðisríki ?

Agla (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband