Leita í fréttum mbl.is

Æi greyin látið ekki eins og þetta komi ykkur á óvart!

Það er ekkert sem á að koma þarna á óvart!

  • Hollendingar og Bretar eru á móti því að gengið verði frá endurskoðun á áætlun AGS og okkar. Þar sem að þau vita að það setur þrýsting á okkur að ganga frá Icesave.
  • Norðurlönd og Eystrasaltsríkin eru á móti þessu vegna þess að ef ekki er gengið frá Icesave er réttaróvissa um alla banka sem eiga útibú í öðrum löndum
  • Norðurlönd vilja ekki lána okkur fé sem vegna Icesave gætu verið í hættu á að verða ekki greitt til baka.
  • Allar þjóðir Evrópu telja að okkur beri að greiða Icesave og því eru þau ekkert að auðvelda okkur lífið.
  • Flestar þjóðir sem ætla að lán okkur eru með í lánsloforði sínu ákvæði um að áður þurfi að ganga frá Icesave.
Því miður hafa þessar þjóðir völd og ítök m.a. í stjórn AGS og beita þeim. Svipað og við myndum gera ef að við ættum í deilum við eitthvað land. Ef við hefðum ítök einhverstaðar myndum við beita þeim. Við erum ekki þróunarland og því fáum við enga samúð nema hjá einstökum mönnum. Við erum jú ekki að svelta hér almennt nú um stundir.
mbl.is Íslandslán ekki á dagskrá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kemur kannski ekki að óvart nei. Ekki eftir að núverandi stjórn er búin að skíta á sig í ár með að koma fram með annað sjónarmið heldur en það sem Bretar og Hollendingar hafa haldið á lofti með að við séum glæpalýður sem rændi þá... Það væri að minnstakosti skárra ef Bretar/Hollendingar væru þeir einu sem stæðu í þessari vitleysu.

Ég veit nú svosem ekkert um þína hagi, en það sem maður hefur heyrt og lesið er nú töluverður fjöldi að fara til Fjölskylduhjálpar, viku eftir viku. Kannski getum við sem vestrænt ríki "reddað" því, en ég held nú að það séu töluvert margir sem þurfa á innspýtingu í hagkerfið til að losna úr atvinnuleysi.

Ég sjálfur efast um að ég myndi beita mér á þennan veg ef ég ætti kost á, því ef dómstólar munu ekki dæma með mér er málsstaður minn ekki mikill. Finnst í sjálfu sér frekar disturbing að opinberlega samþykkja blackmailing og viðurkenna að þér finnist ekkert að því, en hver veit... kannski er það bara ég.

Gunnar (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband