Leita í fréttum mbl.is

Davíð er dálítið eins og rauði þráðurinn í þessu öllu!

  • Hann lagið niður þjóðhagstofnun
  • Hann stóð ásamt öðrum sjálfstæðismönnum að fjársvelta allar eftirlitsstofnanir
  • Hann og Halldór fóru fyrir einkavæðingunni og ákváðu hverjir mættu kaupa bankana
  • Hann og Halldór sömdu um áframhaldandi stjórn 2003 með því skilyrði að 90% húsnæðislán og skattalækkunum. Sem var búið að var við að væru óráð í þenslunni. Sér í lagi þegar byrjað var að byggja Kárahnjúka og álverið á Reyðarfirði.
  • Hann gerist síðan Seðlabankastjóri en hættir ekki að skipta sér af stjórnmálum. Hann lendir í rifrildi við Björgvin viðskiptaráðherra og hættir að upplýsa hann um þau mál sem snerta verksvið Björgvins sem og að koma með mögulegar lausnir.
  • Hann sem seðlabankastjóri heldur áfram að lána bönkum sem hann þó var búinn að vara við að væru allt of skuldsettir.
  • Hann rýkur í að taka yfir Glitnir án þess að kanna málið nægjanlega eða kanna afleiðingarnar.
  • Hann fer í allskonar æfingar með vexti eftir hrunið sem hafði slæmar afleiðingar. Eins og "Fastgengis stefnuna" sem ekkert var á bakvið, vaxtalækkun í 12% sem þurft síðan að hætta við því það var engin grundvöllur fyrir því.
  • Hann hringlaði með t.d. fréttir af Rússaláni og fleiru sem átti ekki við rök að styðjast.

Síðan eru lýsingar af hræðslu Gers Haarde og flein við viðbrögð og reiðikasta hans náttúrulega kafli út af fyrir sig. T.d. þegar hann hótar Tryggva Þór að honum verði ekki líft hér á landi ef hann ráðleggur Geir að hafna hugmyndum um kaup á Glitni. Og eins hræðslu Geirs við að segja Davíð að Samfylkingin samþykkti ekki Davíð sem yfirmann neyðarstjórnar.

Eins þá er ömurleg þessi hefði sem Davíð vann eftir og síðan Geir að ásamt þeim flokkum sem voru með þeim í stjórn að allar ákvarðanir voru teknar af þeim sem leiddu flokkana. Þ.e. Davíð og Halldór og síðar Geir og Ingibjörg. Þetta hlýtur að hafa orðið til þess að aðrir ráðherrar voru ekki upplýstir sem skildi og að stjórnin sem heild gat ekki brugðist við eins fljótt og ef um samheldna stjórn væri að ræða. Því flestir ráðherrar voru ekki almennilega inn í þessum alvarlegu málum


mbl.is „Valdarán Davíðs Oddssonar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Eins og kemur fram í skýrslunni ágætu þá var það fölsun á efnahagsreikningum og þjófnaður eigenda bankanna úr þeim sjálfum sem urðu þess valdandi að efnahagur íslands hrundi 2008. Við þurfum að reyna sjá trén fyrir skóginum og einbeita okkur að því að koma því sem skiptir máli.

Guðmundur Jónsson, 12.4.2010 kl. 23:35

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Komum Össur út það er vond lykt á þinginu með hann þar.

Sigurður Haraldsson, 13.4.2010 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband