Leita í fréttum mbl.is

Ég verð að segja að Valgerður er að koma á óvart.

Valgerður Sverrisdóttir hefur komið mér á óvart síðan hún skipti um ráðuneyti. Vissulega á hún að forðast að halda ræður á ensku og leiðinlegt með lekann á varnaliðssvæðinu þarna í vetur.

En í mörgum málum hefur hún staðið sig vel. Hún hefur óhrædd gagnrýnt erlend ríki m.a. Ísrael fyrir óhæfuverk. Í dag tilkynnti hún að vinna væri hafin við að birta viðauka við varnarsamninginn sem við vissum ekki einusinni að væru til. Þá boðaði hún að ekki yrði um svona mikla leynd að ræða í framtíðinni og utanríkismálanefnd yrði upplýstari og eins að treysta almenningi að vera það upplýstur að ekki þurfi að leyna upplýsingum fyrir honum. Semsagt opnari, upplýstari umræða. Eins sú vinna sem hún er búinn að setja í gang um stefnu og markmið Íslands í utanríkismálum. Þá líkaði mér að hún virðist leggja áherslu á  sjálfstæði okkar, ef við kæmumst í Öryggisráð SÞ. Þar væru markmið okkar að gera ráðið skilvirkara.

Þannig að hrós til Valgerðar.

www.ruv.is

Leynd aflétt af leyniskjölum

Utanríkisráðherra hyggst aflétta leynd af átta leynilegum viðaukum við varnarsamning Íslendinga og Bandaríkjamanna frá 1951. Gögnin er aðgengileg á vefsíðu utanríkisráðuneytisins jafnvel í kvöld.

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra viðraði nýja sýn í öryggis- og varnarmálum á opnum fundi sem haldinn var á vegum stofnunar stjórnmála og stjórnsýslufræða í háskóla Íslands í dag. Í ræðu sinni sagði Valgerður að hérlendis hafi umræða um öryggis og varnarmál verið sveipuð þoku og borgurum byrgð sýn á þeim forsendum að öll öryggismál væru viðkvæm. Þeim viðbrögðum vill Valgerður breyta og leggja áherslu á samráð og gegnsæi á sviði öryggis- og varnarmála, ásamt því að málefni fortíðar verði gerð upp og leynd aflétt.

mbl.is Bandaríkjamönnum ekki skylt að afhenda varnarsvæðið í sama ástandi og þeir tóku við því
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband