Leita í fréttum mbl.is

Björgvin kemst í sögubækurnar!

  • Hann vildi segja af sér í október 2008 en var talinn á að sitja fram í janúar 2009 þegar hann axlaði ábyrgð með því að segja af sér ráðherraembætti sem og að telja Jón Sigurðsson og Jónas Fr. á að segja af sér í FME.
  • Hann sagði af sér þingflokksformannsembætti.
  • Og nú víkur hann af þingi á meðan hans mál eru rannsökuð.

Í skýrslu Rannsóknarnefndar er mjög skýrt að honum var haldið utan við nær allar ákvarðanir og upplýsingar sem ríkisstjórn fékk fyrir og meðan hrunið varð. Og hann þvi í ömurlegri stöðu.

Bloggarar landsins hafa dæmt hann fyrir löngu fyrir mál sem síðan hefur komið í ljós að hann hafði ekkert um að segja. Alveg ömurlegt hvernig talað hefur verið um hann. En svo samt sem áður er hann eini maðurinn sem hefur virkilega axlað ábyrgð.

Held að menn ættu nú að skoða hvað menn láta frá sér á prenti áður en þeir ráðast svo að mönnum. Og verður gaman að sjá hvort að sömu menn snúa sér nú að Þorgerði Katrínu, Einari Guðfinns, Illuga sjóðstjórnarmanni í sjóð 9 og fleirum.


mbl.is Björgvin víkur af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek hatt minn ofan fyrir honum á sama tíma og mér finnst það algerlega lýsandi dæmi um siðferði ALLRA  annara þingmanna að það skuli vera HANN - HANN sem "fékk" ekki einu sinn upplýsingar eða svo mikið sem að mæta á fundi.

Ingibjörg Sólrún á ALDEILIS eftir að svara fyrir það.

MargrétJ (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 17:49

2 identicon

Þetta er bara sýndarmennska hjá Björgvin.

Hallur (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 18:06

3 identicon

Hann hefði átt að koma sér inn í málin, hann átti ekki að bíða eftir því að vera boðaður á fund af Dabba eða Sollu. Það vissu allir að það væri eitthvað að gerast í bankakerfinu haustið 2008, þá á viðskiptaráðherra að taka af skarið. Sem hann gerði ekki og er glæpsamlegt að mínu viti.

Bjöggi (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 18:06

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 5 sinni, skrifa ég hann Björgvin er afbragðsdrengur. Rellan leyfir ekki að ég skrifi meir eins og ég var búin. Þurrkast út,vegna miða;security threat found;

Helga Kristjánsdóttir, 15.4.2010 kl. 18:07

5 identicon

Haldið utan við?.  Hver trúir þessari þvælu.  Fjármálakerfi heimsins skalf og bankar út um allann heim í vandræðum og enginn sagði honum neitt.  Hann gat vel orðið sér út um þær upplýsingar sem honum vantaði.  Var hann blindur og heyrnarlaus.

Hann var ekki að vinna vinnuna sína það er heila málið. Eins og allir í þessari ríkistjórn, hver einasti ráðherra,.

itg (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 18:11

6 identicon

Hvað ertu að bulla, Helga?

Bjartmar Guðlaugs (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband