Leita í fréttum mbl.is

Kópavogur - Byggja fyrst og reyna svo að redda hlutunum.

En á ný eru skipulagsmál að herja á Kópavog. Og eins að menn eru ekki að fara með rétt mál. Nú er það í sambandi við Gustsvæðið þar sem að Kópavogur sólundaði milljonum á milljónum ofan til a að bjarga fasteignabröskurum sem ætluðu að kaupa þarna upp hús en gáfust upp á miðri leið. Þá voru þeir farnir að borga meira fyrir hesthús heldur en einbýlishús í sömu stærð. Bendi á áæta yfirferð um þetta mál hér

Síðan núna er búið að endurskipuleggja þetta hverfi og selja landið með leyfi fyrir byggingarmagni sem auðsjáanlega á eftir að valda umferðarálagi langt yfir því sem er í lagi. Og svo kemur í ljós að Garðabær sem hefur gert verulegar athugasemdir við þetta skipulag. Sbr. frétt sem fylgir hér með. Bendi svo á en betri lýsingu á þessu máli  hér

Það hefur verið sagt um Kópavog að á meðan í öðrum sveitafélögum hafi verktakar mikil áhrif, þá sé Kópavogi stjórnað af verktökum. Það eru sífellt verið að kæra lóðaúthlutanir og Kópavogur að fá athugasemdir  fyrir það frá ráðuneyti. Og annað í stjórnunarstíl Kópavogs byggir mjög á því að Bæjarstjóri fær hugmynd og svo er það tilkynnt sem orðin hlutur þó að engir samningar eða leyfi séu fyrirliggjandi. Þetta hefur kostað okkur Kópavogsbúa m.a. að við stofnum vatnsveitu sem fyrsta verk verður að selja Garðabæ vatn á mun lægra verði en við sjálf fáum það á. Og þetta eru afleiðingar af því að í einhverju fýlukast seldi Kópavogur sinn hlut í orkuveitu Reykjavíkur fyrir margt löngu og borgar þar af leiðandi meira fyrir vatnið. Síðan hefur það verið lenska að byggja stórbyggingar eins og í kring um Smáralind og gefa leyfi fyrir en stærri byggingum og gleyma því hvernig á að leysa umferðarvandan.

Frétt af mbl.is

  Bæjarstjórn Kópavogs sökuð um blekkingar við afgreiðslu Glaðheimalandsins
Innlent | mbl.is | 19.1.2007 | 10:46
Samfylkingin í Kópavogi hefur sakað meirihlutann í bæjarstjórn um að hafa beitt blekkingum við afgreiðslu Glaðheimalandsins. Bent er á að athugasemdum sem bárust Gunnari I. Birgissyni, bæjarstjóra Kópavogs, frá Garðabæ hafi verið haldið leyndum fyrir fulltrúum minnihlutans. Þannig hafi aðal- og svæðisskipulag Glaðheimalandsins verið afgreitt í bæjarstjórn þann 14. nóvember þrátt fyrir að umræddar athugasemdir hafi borist þann 24. október.


mbl.is Bæjarstjórn Kópavogs sökuð um blekkingar við afgreiðslu Glaðheimalandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband