Mánudagur, 26. apríl 2010
Er stjórnlagaþing það sem bjargar hér öllu?
Hef síðustu daga verið að velta fyrir mér ummælum allra þeirra snillinga sem kallaðir eru líka álitsgjafar á góðum stundum. Í síðustu viku voru allir að tala um leyndarhyggju. Nú eru allir að tala um stjórnlagaþing. Og fólk lætur mata sig á því að slíkt þing reddi bara öllu. En ég spyr hvernig á þetta þing að leysa vandamálin sem við stöndum frami fyrir í dag.
Ég veit að þessi stjórnarskrá okkar er meingölluð:
- Í henni er viðhaldið mismunun varðandi kosningar þar sem að atkvæði hafa mismunandi vægi eftir því hvaða landshluta er um að ræða.
- Ég veit að það þarf að endurskoða kafla um forsetan
- Það þarf að setja inn ákvæði um eign þjóðarinnar á auðlindum.
En ég sé ekki hvaða ákvæði í henni koma til með að stuðla að friði hér milli hópa. Ég sé ekki hvaða ákvæði í nýrri stjórnarskrá leysir úr skuldavanda heimila, lækkar þjóðarskuldir eða þessháttar.
Auðvita vantar líka í stjórnarskrá skýrari ákvæði um ábyrgð fólks (t.d. ráðherra) og sitthvað en ég sé ekki hvaða brýna vanda ný stjórnarskrá leysir.
Eins sé ég ekki hvernig á að velja á þetta stjórnlagaþing? T.d. handahófsval úr þjóðskrá myndi þýða að þar veldust kannski fólk þar sem meirihlutinn hefur ekkert velt þessu fyrir sér. Og reynsla mín af hópstarfi er að þeir sem hafa áhuga móta allar tillögur sem svo þeir í hópnum sem ekki hafa áhuga samþykkja. Er það besta leiðin.
Eins er að angra mig umræða um styrki og dauðalista Hreyfingarinnar sem m.a. varaþingmaður þeirra leiðir vinnu við að hrinda í framkvæmd sbr þetta hér.
Á lista þeirra eru þingmenn sem hafa þegið styrki yfir ákveðinni upphæð árið 2006. En af hverju eru allir þingmenn sem þegið hafa styrki í prófkjör frá fyrirtækjum tilgreindir. Er einhver sem getur dæmt um hvort að 500 þúsund kr. hafi haft áhrif á störf þingmanns frekar enn annars sem fékk 2 milljónir? Fer það ekki eftir því hverju fólk eyddi í prófkjörið og hvernig fjárhagsstaða þeirra er hugsanlega?
Í framhaldi af því að allir þingmenn sem hafa fengið styrki til prófkjara myndu segja af sér hvaða þingmenn yrðu eftir? Og myndum við treysta þeim til að leysa þau brýnu vandamál sem þarf að vinna næstu mánuði? Og ef við bætum við þeim sem hafa hlotið dóma fyrir að taka sér opinbert fé, stórskuldugum útgerðamönnum, þingmönnum sem verið hafa ráðherrar síðustu 6 árin og svo framvegis. Þá verður því miður ekki mjög gáfulegt líð eftir að mínu mati. Og það myndi skipta um nærri helming þingmanna. Og flestir þeirra þyrftu að læra inn á þingstörfin og ekkert myndi gerast næstu mánuði. Og hvaða fólk er að koma í staðinn? T.d. Sigurður Kári, Óli Björn eru það skárri kostur?
Væri ekki betra að einbeita sér að því að koma á þessu stjórnlagaþingi og semja nýja Stjórnarskrá, taka á brýnustu málunum næstu misseri og boða svo til kosninga eftir t.d. ár. Jú sennilega þarf hvort eð er að kjósa eftir 2 ár vegna ESB samninga.
Eða ætla menn að einbeita sér að því að því að finna einhverja patent lausn eins og Stjórnlagaþing, afsagnir, brotrekstur embættismanna, að allir á Alþingi verði vinir, afnám leyndiarhyggju og svo framvegis leysi málin? Þetta eru allt góð mál en leysa ekki vandamálin núna eða á næstunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:05 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Það þarf bara nýtt blóð og það fæst með nýju fólki !
Þið flokkshestarnir eruð búnir með ykkar tækifæri !
Það þarf að hreinsa út öllu fólki, sem hefur komið nálægt íslenskri pólitík síðustu fimmtíu árin !
Það þarf nýjan hugsunarhátt !
JR (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 23:30
Sorry JR finnst þetta svo ódýrt að ég veit ekki hvernig ég á að svara þessu. Til að byrja með hef ég ekkert starfað í pólitík. Ef þú heldur að það sé engin vandi þá ert þú ekki búinn að hugsa þetta neitt. Held að fólk líti ekki raunhæft á þessi mál. Heldur fólk að þetta sé bara ekkert mál að móta lög og reglur og stýra málefnum 320 þúsund manna landi? Og það sé ekkert mál að hoppa bara svona inn í málið?
Held að fólk verði að átta sig á því að Nýtt Ísland er ekki eitthvað sem er hægt að hrista fram úr erminni á nokkrum vikum eða mánuðum. Þetta er eitthvða sem tekur ár eða nokkur ár. Og síðan nokkur ár þar sem þarf að slípa þetta til.
Magnús Helgi Björgvinsson, 26.4.2010 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.