Leita í fréttum mbl.is

Það var búið að vara við þessu

Við höfum alltaf vitað að bretar og fleiri þjóðir eru alfarið á móti hvalveiðum. Við höfum heldur ekki sterk rök á bak við okkar málstað. Vísindarök okkar eru ekki sterk þar sem að á bak við þau eru aðeins yfirborðs rannsóknir nokkurra vísindamanna og þar af af bara einn sem er sérlærður í fræðum er snerta hvali. Það er náttúrulega til skammar hvað við höfum notað tímann illa frá því að bann við hvalveiðum komst á.

Það er hlegið að rökum eins og hvalir éti okkur út á Guð og gaddinn. Því skv. því ætti ekki að hafa verið nokkur fiskur hér við land um aldir. Síðan er sú staðreynd að veiða nokkra hvali hefur engin áhrif á stærð stofnisins við landið. Við þyrftum að drepa þá þúsundum saman til að hafa áhrif á stærð stofnsins. þ.e. ef miðað er við stofnstærðir hvala sem Hafrannsóknarstofnun segir okkur.

Og ekki eru þetta efnahagsleg rök þar sem við erum þjóð sem ekki erum háð þessum veiðum. Höfum komist vel af án hennar.

Þetta sýnir en á ný hverskonar flumbrugangur þetta var í Einar K Guðfinnssyni að leyfa Kristjáni Loftsyni að rjúka út til að ná í nokkra hvali sem fylla nú frystigeymslur einhversstaðar, þ.e. því sem ekki var hennt. Enginn vill kaupa þetta og þessar veiðar aðeins til að koma okkur í vandræði á heimssvísu.

Þetta væri mun skiljanlegra ef að hvalir væru stór hluti af neysluvenjum okkar en hann er það ekki.

Frétt af mbl.is

  Bretar hefja alþjóðlega herferð gegn hvalveiðum Íslendinga
Erlent | mbl.is | 19.1.2007 | 18:09
Hvalveiðiskipin í Reykjavíkurhöfn . Bretar munu hefja alþjóðlega herferð gegn hvalveiðum Íslendinga um næstu mánaðamót. Tony Blair forsætisráðherra og Sir David Attenborough eru verndarar herferðarinnar en að henni stendur breska umhverfisráðuneytið. RUV skýrði frá því í kvöldfréttum sínum að Bretar hygðust fá aðrar þjóðir til liðs við sig og fá þjóðir á borð við Búlgaríu og Tyrkland til að ganga í Alþjóða hvalveiðiráðið til að vernda hvalastofnana.


mbl.is Bretar hefja alþjóðlega herferð gegn hvalveiðum Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valli

Það  er samt umhugsunarvert að rök breta og annarra eru eingöngu tilfiinningalegs eðlis en ekki byggð á vísindalegum rökum. Hvað hafa andstæðingar hvalveiða verið að gera meðan við og aðrar þjóðir lögðum veiðarna niður. Hafa þeir bara transportað á skemmtiskútum að glápa á hvali að velta sér og blása. Rök okkar í þessum málum er sjálfbær nýting auðlindanna, sem þýðir væntanlega að verði ekki arður af veiðunum hljóta þær að leggjast af vegna þess, en ekki af tilfinningasemi.  

Valli, 20.1.2007 kl. 12:07

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Reyndar spurning um sjálfbærar veiðar þegar að allar líkur eru á því að þessu kjöti verði fleygt. Þ.e. Það er þá ekki um nýtingu að ræða.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.1.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband