Leita í fréttum mbl.is

Furðulegur málflutningur á 1. maí

Hlustaði á ræður af Austuvelli í dag. Fannst málflutningur sumra furðulegur eins og hluti ræðu Elínar Bjargar formanns BSRB. M.a. talaði hún um útrásavíkinga sem skömmtuðu sér tíföld verkamannalaun. Ég fór nú að velta fyrir mér hvað er hún með margföld lágmarkslaun verkamanna hjá BSRB í lægstu launuðu stöfum þar?

Eins finnst mér að verkalýðsforingi eigi að tala varlega um eignarupptökur. Hún veit mæta vel að eignarréttur er varinn í Stjórnarskrá og því er ekki bara hægt að gera einhverjar eignir upptækar nema að sannað sé að til þeirra hafi verið stofnað á ólöglega hátt.

Einar Már Guðmundsson sem er orðinn svona einhver byltingarforingi talað um að þjóðin eigi ekki að bíða eftir því að fólk segi af sér heldur eigi að setja það af. Finnst þetta líka bara svona klisja. Hverja á að setja af? Ef að allir sem tóku þátt í hruninu eiga að fara frá, þá verður líka að telja þá með sem gerðu ekkert eða lítið til að koma í veg fyrir það.

  • Þá eru það allir Alþingismenn sem voru á þingi fyrir október 2008 og allir sem hafa verið síðan og eru ekki búnir að redda skuldum heimilanna. t.d. með að beita málþófi á Alþingi til að koma sínum lausnum í gegn.
  • Allir embættismenn sem ekki vöruðu almennilega við stöðu Íslands fyrir hrun og hafa ekki komið með lausnir síðan
  • Allir bankamenn sem starfað hafa í bönkum fyrir og eftir hrun og eru ekki búnir að bjarga heimilum.
  • Allir eigendur fyrirtækja sem voru að taka þenjast út langt umfram það sem markaður var fyrir. T.d. byggingarverktakar. Og allt gert með lánum.
  • Allir verkalýðsleiðtogar sem hafa ekki fylgst með og komið í veg fyrir að lífeyrissjóðirnir okkar væru á kafi í þessu útrásar braski.
  • Allir þeir sem tóku erlend lán þrátt fyrir að ýmsir væru í mörg ár búnir að vara við erlendum lánum til langs tíma vegna óvissu um sveiflur krónunnar.
  • Allir þeir sem notuð lánabrjálæði bankana til að taka neyslulán. Til að fjármagna t.d. að endurnýja allt heima hjá sér þó það sem fyrir var væri í lagi.
  • Öll þjóðin sem nýtti sér öll gylliboð bankana án þess að kynna sér málin sjálft.
  • Og ekki má gleyma öllum álitsgjöfum t.d. frá háskólum landsins. T.d. eins og þeir sem í dag hafa lagt út frá könnun á fylgi flokka í Reykjavík og á þeirri könnun hafa þeir getað fullyrt um hvað kjósendur eru að hugsa og hvað verði um stjórnmálaflokka í framtíðinni. Alveg furðulegur vísdómur út frá einni könnun. Hvað þá þeir sérfræðingar sem sögðu okkur frá hvað íslendingar væru snjallir fjármálamenn hér fyrir hrun. Og allir sem hafa lært hjá þeim hljóta að þurfa að fara frá því að þeir voru jú gerendur í þessu hruni.

Þetta eru bara nokkrir hópar sem þurfa að athuga með sinn gang.

Finnst það furðuleg röksemdarfærsla að ætla að henda öllum frá áður en leikreglum er breytt. Því að það kostar náttúrulega nýtt fólk sem kemur inn í sama gamla umhverfið og breytir þar engu strax því að við vitum að nýtt fólk er með hugmyndir sem oft reynast óraunhæfar.

Síðan er orðið ljóst að þessir menn eiga ekki möguleika á að biðjast afsökunar því að fólk sem áður heimtaðir þær er ekki tilbúið til að hlusta á þær.

Held að fólk ætti nú frekar að huga að framtíðinni og hemja reiðina. Það eru allar líkur á að flestir aðalleikararnir eigi eftir að fara fyrir dóm. Við erum með stórt embætti sérstaks saksóknara sem vinnur að því að fara yfir öll þeirra mál.

Þessi reiði hér er ekki að skila okkur nokkru. Ef að öll orkan sem fer í þessa reiði væri t.d. nýtt í eitthvað uppbyggilegt, væru hér á hverjum degi að koma lausnir til að skila okkur áfram og koma okkur út úr þessari kreppu! En nokkrir þingmenn sem hraktir verða frá embætti og nokkrar brotnar rúður í Intrum og Landsbanka skila engu!

Það var verið að líkja Rannsóknarnefnd Alþingis við Sannleiks og sáttanefndunum í Suður Afríku! En það er ljóst að þar var verið að fjalla um mun alvarlegra mál en hér gerðist. Kynþátta aðskilnað og ógurlega meðferð. Suður Afríkubúar höfðu siðferði til að ganga þannig frá málum að menn gátu þar viðurkennt mistök sín og misgerðir. Því að þau lögðu áherslu á að komast að því sem gerst hafði og þar með að koma í veg fyrir að það gerðist aftur. Fólk hlaut ekki refsingar því að það voru svo margir sem gert höfðu eitthvað af sér. En hér er fámennur hópur sem heldur hér uppi reiðinni og vegna þeirra er í raun líkur á að góðum hlutum seinki því allir eru á kafi í viðbrögðum við þessum málflutningi.

Bendi fólki á afsökunarbeiðni Tómasar Stuðmanns í Fréttablaðinu í dag þar sem hann tekur nettan snúning á afsökunum og umræðunni í dag þar segir hann m.a.

Kæru landar, það verkefni sem bíður okkar er afgerandi samþætting dómgreindarleysisuppgjörs og axlasigs vegna ábyrgðarleysisskorts nú á þessum ögurstundartímum í sögu hinnar íslenzku þjóðar. Minn hlutur í þeirri samþættingaraðgerðaráætlun er afsökunarbeiðnisumleitan sem sett er fram í hjartasorgarfælni og hugarvílsástandisleysu.

Og svo bloggið hans Bubba um Múgsefjun og stjórnleysi. Þar segir hann m.a.

Það mun aldrei verða sátt í samfélagi okkar ef fólk lítur á að fyrirgefa sé að tapa. Þeir einu sem tapa eru þeir reiðu. Hornsteinn kristinnar er fyrirgefningin.

Hvað er svona hræðilegt við að fyrirgefa? Svörin eru oftast þannig að fólk segir að menn meini ekkert með að biðja afsökunar, hann eða hún meini það ekki.  Fólk vill öðruvísi afsökunarbeiðni og ef hún er ekki eins og þau vilja hafa hanq, þá bölva menn viðkomandi. Sumt fólk þrífst á reiðinni. Vill ekki sleppa. Verði þeim að góðu. Kæri lesandi, ef þér líður þannig þá er það bara þannig.  

Að fyrirgefa er að trúa að viðkomandi sem biður afsökunar meini það, alveg sama hvað þér finnst í þinni réttlátu reiði. Að fyrirgefa er ekki business. Margir sem biðjast afsökunar nota afsökunarbeiðni sem skiptimynt í mannlegum samskiptum. Þeir sem slíkt gera þeim verður erfiður dauðinn. En að fyrirgefa - án skilyrða er leiðin til batans.

 


mbl.is Styðja upptöku eigna auðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll Magnús Helgi,hvað kallar þú það þegar lánafyrirtækin og bankarnir taka bíla og fasteignir af almenningi þessa dagana,eignarupptöku kannski...og stórlega efast ég um að til þeirra eigna hafi verið stofnað á ólöglegan hátt,hvað sem þér finnst um það.nei í þessu "velferðarríki" sem sumir vilja enn kalla svo, 

þó sumir virðast einhverja samúð hafa með glæpamönnum sem rænt hafa sparifé og lífeyri almennings og komið hafa landinu í sömu stöðu að mörgu leiti og suður afríka sem þú nefnir hér. hvað veist þú hvar niðurskurðurinn stoppar,fá allir að njóta hér skólaþjónustu og heilsugæslu í framtíðinni eða verða það bara stofnfjárfestar og kröfuhafar sem njóta bankaleyndar, búa erlendis og komast hjá að greiða hér til samfélagsins sem þeir rændu,við vitum hverjir það eru og það veit formaður BSRB líka.

hættulegast fólkið í dag er það sem vill komast undan fortíðinni og ekki hefur kjark til að horfast í augu við að hér verða að fara fram hreinsanir í þjóðfélaginu,pólitískar jafnt sem siðferðilegar hreynsanir í viðskiptalífinu.það eru víst flestir sammála um að hættulegustu mennirnir í íslensku samfélagi eru þeir sem segja að nú sé kominn tími til að horfa til framtíðar...og hvað.. gleima fortíðinni óuppgerðri og láta stórfellda glæpi komast hér upp.?

árni (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband