Leita í fréttum mbl.is

Útlendingar komnir í hóp þeirra fátæku hér á landi.

Var að lesa þessa frétt í Fréttablaðinu sem má sjá hér fyrir neðan. Þetta er náttúrulega ógurleg þróun. En ef við hugsum um þetta þá er þetta ekkert skrítið. Fólk er flutt hér til lands til að vinna allra verst borguðu störfin. Leiga hefur margfaldast hér á landi sem og annar kostnaður. Því er ljóst að þetta fólk hefur lítið milli handana. Auk þessa eiga þau oft fyrir fjölskyldu að sjá í heimalandi sínu.

Svo er það sú staðreynd að störfin sem þau lenda í eru ótrygg. Þau þekkja ekki réttindi sín og óvandaðir atvinnuveitendur nýta sér það.

Fréttablaðið, 20. jan. 2007 08:45
Þurfa að úthýsa útlendingum

Útlendingar eru orðnir áberandi meðal fátækra. Starfsmenn sem veita ókeypis máltíðir segja þá sífellt fjölmennari hóp og vitað er til þess að þurft hefur verið að vísa þeim frá Gistiskýlinu í Þingholtsstræti.
Heiðar Guðnason, forstöðumaður Samhjálpar, sem sér um Kaffistofuna á Hverfisgötu sem sér um heitar máltíðir til fátækra án endurgjalds segir að fjölgun innflytjenda sem þangað leita sér hjálpar sé greinileg og standi til að taka saman tölur um fjöldann. Hann segir fordóma gagnvart útlendingum sem búa við fátækt vera jafnvel enn meiri en þegar fátæktin snertir Íslendinga. Heiðar segir að sér þyki sérstaklega erfitt að heyra að útlendingum hafi verið vísað frá Gistiskýlinu í Þingholtsstræti sem ætlað er heimilislausum Reykvíkingum.

Og síðar í fréttinni

„Ég hef heyrt nokkur dæmi um slíkan húsnæðisvanda en veit ekki hversu víðtækt vandamálið er. Það hefur einnig komið upp sú staða að fólk virðist eiga miserfitt með að finna húsnæði eftir því af hvaða þjóðerni það er, en helst er það fólk frá Eystrasaltslöndunum sem á í erfiðleikum með það," segir Einar og minnir á að nauðsynlegt sé að samfélagið geri ráð fyrir þessum hópi nýrra og verðandi Íslendinga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband