Leita í fréttum mbl.is

Margir hefðu nú getað sparað öll þessi stóru orðu um að hér yrði engin látin sæta ábyrgð og ekkert sé verið að gera.

Hér á landi hafa menn farið hamförum um að allir stórlaxarnir yrðu látnir sleppa og það væru bara þessir venjulegu Jón og Gunna sem þyrftu að brosa og borga. En viti menn kerfið er að virka. Sérstakur saksóknari er að vinna sína vinnu vel skv. öllum þeim sem kynna sér vinnu hans og starfsmanna embættisins. En hann fer rétt að hlutunum og aflar sér gagna og rannsakar svo að málin eyðileggist ekki.

Skattrannsóknarstjóri er farinn að frysta eigur manna og er á kafi í rannsóknum á meintum brotum.

En bloggarar röfla um að ekkert sé að gerast og það eigi fyrir löngu að vera búið að gera þetta og gera hitt. En ég t.d. horfði á mynd um Enron málið og það tók 3 til 5 ár að kæra og dæma í þeim málum. Og þar höfðu menn þó nær ótakmarkaðan mannafla til að rannsaka þau mál. En við erum lítið land en með öflugt lið í þessum málum sem er að vinna vinnuna sína. Og enn á að bæta við á næstunni.

Held að fólk ætti kannski að snúa sér að einhverju jákvæðara.  Og láta sérfræðingana um að klár þessi mál sem og önnur.


mbl.is Hreiðar Már í skýrslutöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandinn á Íslandi er sá það tekur of langan tíma að athafnast í svona tegund af sakamálum. Bankastjórar voru yfirheirðir og skrifstofur leitaðar í af lögreglu daginn eftir að bankarnir féllu í Bandaríkjunum.

Davíð James (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband