Leita í fréttum mbl.is

En ef einhver hefði dáið þarna í Alþingishúsinu!

Svona til að byrja með af hverju var ekki hægt að sýna bara beint fá þessu á skjá einhverstaðar. Nema ef fólkið er komið þarna til að hafa áhrif á dóminn eða gera eitthvað uppistand.

Annars velt ég því fyrir mér hvað fólk hefði sýnt þessu mikin skilning ef að þingvörður hefði t.d. dáið í þessum áttökum eða þetta fólk t.d. kveikt í Alþingi þegar það hefði komið á pallana. Átti bara að taka séns á því.

Svona segir frá þessu í frétt á mbl. nú um daginn.

Í ákæruskjali er mótmælendum gefið að sök að hafa veist að sex þingvörðum og lögreglumanni með ofbeldi, hótun um ofbeldi og ofríki í þeim tilgangi að komast upp á þingpalla. Einn þingvarða slasaðist sýnu mest; hlaut tognun á hálsi, hálshrygg, brjóst- og lendhrygg og mar á brjóstkassa.

Segir í skriflegu svari Ástu Ragnheiðar sem birt er á vef Alþingis að þegar þingfundur hófst á Alþingi kl. 3 síðdegis mánudaginn 8. desember 2008 opnuðu þingverðir bakdyr Alþingishússins til þess að gestir, sem þess óskuðu og fylgdu almennum reglum, kæmust á þingpalla.

Þegar fyrstu pallagestir voru komnir í húsið kom hópur manna í kjölfarið og ruddi sér leið fram hjá þingvörðum, sumir með klúta fyrir andliti, og komst upp í stigagang Alþingishússins.

Sex þingverðir og lögreglumaður, sem var á vakt í þinghúsinu, lentu í átökum við hópinn þegar hann var stöðvaður. Ýmsir þeirra hlutu meiðsl í átökunum sem kunna að vera varanleg.
    

Strax í kjölfarið var farið nákvæmlega yfir myndbandsupptöku sem sýndi hvernig hópurinn þröngvaði sér inn í þinghúsið. Þá áttu aðallögfræðingur Alþingis og forstöðumaður rekstrar- og þjónustusviðs samtöl við þingverðina og lögreglumanninn um atvikið.

Myndbandsupptakan sýnir að þingvörður, sem átti að gæta inngangsins, var yfirbugaður til að tryggja að mannsöfnuðurinn kæmist óhindraður inn í húsið. Því mátti ætla að hann væri ekki kominn í friðsamlegum tilgangi.

Af samtölunum við þingverði og lögreglumanninn varð enn fremur ráðið að hópurinn skirrtist ekki við að beita líkamlegu valdi til að komast í tæri við þingmenn sem sátu í þingsalnum á fundi. Það var því mat aðallögfræðings Alþingis að rík ástæða væri til að málið yrði rannsakað af lögreglu með tilliti til þess hvort ákvæði almennra hegningarlaga, einkum 106. gr. þeirra, hefðu verið brotin. Þar sem ekki var ljóst hvort lögreglan mundi eiga frumkvæði að rannsókn málsins ákvað skrifstofustjóri Alþingis að óska eftir því bréflega fyrir hönd skrifstofu Alþingis og þeirra starfsmanna, sem í átökunum lentu, að málið yrði tekið til lögreglurannsóknar. Áður hafði málið verið borið undir starfsmennina sem hlut áttu að máli.e

P.s. finnst fólki að þetta sé samboðið okkur og kannski björt framtíð Íslands eins og látið var þarna í dag..

Dómþingið sjálft var stutt enda enginn vinnufriður í sal 101. Ekki aðeins voru ólæti fyrir utan salinn sem trufluðu heldur einnig inni í honum þar sem sakborningar höfðu sig sumir hverjir mikið frammi. Meðal annars jusu þeir svívirðingum yfir dómara málsins, Pétur Guðgeirsson, ákærendur og óeinkennisklæddu lögreglumennina.

Pétur lét svívirðingarnar lítið á sig fá. Bað sakborninga um að gefa hljóð en þegar það fékkst ekki var lítið annað að gera en slíta dómþingi. Lítið var gert að þessu sinni, og ekki ákveðin dagsetning á næstu fyrirtöku.

Þegar lætin voru hvað mest ýtti fólkið fyrir utan á hurð dómsalsins þannig að brestir heyrðust. Hlupu þá tveir sakborninga til og ætluðu að opna hurðina. Þegar lögregla tók fyrir það kom til stimpinga, en átök urðu ekki


mbl.is Mikill mannfjöldi í héraðsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ef þetta fólk hefði verið með kjarnorkusprengju? Þingverðirnir hefðu átt að aflífa allt þetta fólk um leið og það steig fæti inní Alþingishúsið. Væri ekki möguleiki að fá leyniskyttur á þak Alþingishússins. Jafnvel jarðsprengjur og skriðdreka í Alþingisgarðinn. Það er stutt á milli teygðs þumals og dauða.

Jónas (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 14:28

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég vill síður búa í þjóðfélagi þar sem fámennur hópur fær geislabauga fyrir að mæta einhverstaðar með hulið andlit og ráðasta að mönnum sem eru að gegna skildustörfum. Og skv. þessari frétt eru þessi einstaklingar ekki allir í andlegu jafnvægi sbr.

Ekki aðeins voru ólæti fyrir utan salinn sem trufluðu heldur einnig inni í honum þar sem sakborningar höfðu sig sumir hverjir mikið frammi. Meðal annars jusu þeir svívirðingum yfir dómara málsins, Pétur Guðgeirsson, ákærendur og óeinkennisklæddu lögreglumennina.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.5.2010 kl. 14:33

3 identicon

Magnús, ef þetta er málið af hverju eru þau þá ekki kærð fyrir ólæti eða ofbeldi? Af hverju eru þau kærð fyrir að "ráðast á Alþingi", nokkuð sem ekki hefur verið kært fyrir frá 1949? Ef þingvörðurinn hefði kært fólkið fyrir líkamsárás væri ekkert að þessu, en fyrst kært er út frá ákvæði í lögum sem (eftir því sem ég fæ best séð) á að verja Alþingi fyrir valdaráni eða öðru álíka alvarlegu, þá er þetta mjög undarleg kæra. Þingpallar eru öllum opnir, lögum samkvæmt. Ef dæma á þetta fólk fyrir að "ráðast á Alþingi" vegna þess að það var með háreysti og mótmæli á þingpöllum ætti auðvitað að vera búið að ákæra og dæma fólk eins og Össur Skarphéðinsson fyrir það sama.

Guðmundur (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 15:36

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur kannski af því að það er í lögum að Alþingi sé friðhelgt. Enda væri það ómögulegt að taka neinar óvinsælar ákvarðanir á Alþingi ef að smá hópur fólks gæti ráðist til inngöngu og leyst upp þingið. Þetta er svona í öllum löndum. Það er sama og gerðist í dag. Það yrðu engir dómar feldir ef að fólki væri bara frjálst að ráðast á dómsstóla og ógna dómurum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.5.2010 kl. 21:30

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Rétt kannski að rifja upp hegningarlögin:

 100. gr. Hver, sem ræðst á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess er hætta búin, lætur boð út ganga, sem að því lýtur, eða hlýðir slíku boði, skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár, og getur refsingin orðið ævilangt fangelsi, ef sakir eru mjög miklar.
Sömu hegningu skal hver sá sæta, sem á sama hátt misbrýtur við [forsetann]1) eða þann, sem [forsetavald]1) hefur á hendi, ráðuneytin, landsdóminn eða hæstarétt

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.5.2010 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband