Leita í fréttum mbl.is

Ég vona að önnur könnun birtist fljótlega. Finnst niðurstöður mmr stundum dálítið furðulegar

Finnst að oft þá birtist niðurstöður frá MMR sem stangast verulega á við niðurstöður annarra kannana sem gerðar eru af öðrum fyrirtækjum á sama tíma.

Þannig er t.d. furðulegt að ef að 70% eru ánægð með störf Hönnu Birnu að flokkurinn bæti ekki verulega við sig.

Eins er furðulegur munur á könnunum sem gerðar eru með 10 daga millibili. Þ.e. könnun Fréttablaðsins og svo þessari könnun. Því að það hefur ekkert í raun gerst þar á milli.

Svo ég ætla að stinga upp á að fólk fari ekki á límingunum yfir þessuþ Ekki það að borgarstjórnarfundir í Reykjavík verða kannski mjög vinsælt útvarps og sjónvarpsefni ef að þetta verða niðurstöður kosningana.

SSmá viðbót. Las þetta á blogginu hans Dofra Hermannssonar:

Í lauslegri endursögn voru spurningarnar og samhengi þeirra á þessa leið:

  1. Viltu láta hækka skatta á almenning í Reykjavík?
  2. Telurðu að vinstri flokkarnir muni hækka skatta ef þeir komast til valda í borginni?
  3. Telurðu að Sjálfstæðisflokkurinn muni hækka skatta ef hann leiðir borgarstjórn eftir kosningar?
  4. Hvaða flokk ætlar þú að kjósa í borgarstjórnarkosningunum?
  5. Hversu ánægð eða óánægð ertu með störf Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem borgarstjóra?

Er alveg sama hvernig svona spurningar eru settar fram. Og svo hvaða ályktanir eru dregnar af þessum svörum? Þetta er náttúrulega mótandir spurningar.


mbl.is Besti flokkurinn stærstur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er sagt frá því upphafi að sjalfstæðisflokkurinn standi að þessari könnun ?

Nei   !

JR (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 23:25

2 identicon

Er sagt frá því að þessi könnun sé á vegum sjálfstæðisflokksins þegar spurningar eru lagðar fram ?

Nei !

Svona átti þetta að vera !

JR (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 23:26

3 identicon

Af mbl.is:

Skv. skoðanakönnun MMR, sem gerð var fyrir Sjálfstæðisflokkinn í síðustu viku, nýtur Besti flokkurinn stuðnings tæplega 36% kjósenda í Reykjavík. Það myndi skila flokknum sex borgarfulltrúum.

Skúli (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband