Leita í fréttum mbl.is

Hvað á að kjósa í Reykjavík?

Bendi á frábæran pistil Illuga þar sem hann fer yfir álit sitt á oddvitum flokkana í umræðunum í Sjónvarpinu í gær.

Hann segir m.a.

Ég skal viðurkenna að ég hef ekki verið mjög veikur fyrir framboði Besta hingað til, sjá hér. En ef ég hefði nú verið það, þá er ég smeykur um að öll hvöt til að kjósa hann hefði verið alveg í andarslitrunum eftir að hafa horft upp á furðulega slappa frammistöðu Jóns Gnarr í gærkvöldi.
 
Auðvitað geta menn ekki alltaf átt stórleik, og auðvitað er Jón Gnarr ekki vanur að taka þátt í svona umræðum, en mér er sama: Ástríðu- og áhugaleysið sem einkenndi Jón gerði að verkum að ég skildi enn síður en áður hvaða erindi maðurinn ætti í borgarstjórn Reykjavíkur.
 
Það var ekki í honum neinn eldmóður, engin ástríða, engin ný hugmynd, engin ný hugsun, og hann var ekki einu sinni fyndinn og hann var ekki ósvífinn, ekki prakkaralegur, ekki neitt.
 
Allir sem hafa bundið vonir við að Jón Gnarr hefði eitthvað nýtt fram að færa í stöðnuðu flokkakerfi borgarinnar hljóta að hafa orðið fyrir afar djúpum vonbrigðum.
 
Það var eiginlega hálf hrollvekjandi tilhugsun að tugþúsundir borgarbúa ætluðu að fara að fela atkvæði sitt þessum manni, sem hafði svo bersýnilega ekkert fram að færa.
 
Mér fannst nánast móðgandi að horfa upp á þetta hugmyndaleysi, andleysi, stefnuleysi – þetta var eins og brandari sem var genginn allt, alltof langt


Og brandarinn að þessu sinni var allur á kostnað kjósenda; flokkakerfinu stóð engin ógn af þeim manni sem þarna birtist. Allur vottur þess að í þessu framboði fælist einhver ný hugsun, ný vinnubrögð var gufaður upp.

Illugi eins og mér finnst hinsvegar að málflutningur Reykjavíkurframboðsins sé með ágætum. Þar hafi Baldvinn einn af fáum komið vel út og verið með mótaðar tillögur um lausnir og því er furðulegt að þetta framboð fái ekki meira fylgi.

En í heild er þetta frábær úttekt sem fólk getur lesið hér.


mbl.is Gleymdi persónuskilríkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki frábær úttekt að mínu mati, heldur fýluleg tilraun Samfylkingarmanns til að bjarga því sem bjargað verður.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 13:49

2 identicon

Hann var kurteis og laus við allan hroka.....það er það sem er öðruvísi við Jón Gnarr og framboð Besta flokksins......

CrazyGuy (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 14:10

3 identicon

Reykjavíkurframboðið er ekki að fá neitt fylgi vegna þess að stefnuskráin hjá þeim er hræðileg. Þau vita ekkert í sinn haus.

Þeir vilja taka lán til þess að fjármagna neyslu.

Ef það er eitthvað sem hrunið kenndi okkur er að þetta sé ekki leiðin.

Reykjavíkurframboðið er sorglegt framboð verð ég að segja.

Hawk (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 15:16

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Besti Flokkurinn er bestur í dag. Á því er engin vafi. Jón Gnarr þarf ekkert að leika nein leikrit fyrir fólk. Það gera hinir svo vel.

Óskar Arnórsson, 29.5.2010 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband