Leita í fréttum mbl.is

Og þá verður það bara 4 flokka stjórn Ármann!

Það er nokkuð ljóst að fólk vill að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fái frí. Enda í ljósti vilja allra núna um samvinnu flokka þá ætti það ekki að vera erfitt. Næstbesti flokkurinn hafði það á stefnuskrá sinni að fella meirihlutan. Samfylking og Vg hafa unnið mjög saman í minnihluta og Listi Kópavogsbúa finnst mér að hafa svipuð gildi og félagshyggju flokkarnir. Það verður því 4 flokka stjórn í Kópavogi á næsta tímabili. Og ég held að það verði ekki erfitt að samræma stefnumál þessara flokka.

Flokkur sem tapar 14% atkvæða sem og Framsókn sem rétt kom manni inn eiga að meðtaka skilaboðin og fara í endurhæfingu. Minni á að Gunnar Birgirsson er komin aftur í bæjarstjórn. Nema það hafi verið hann sem var strikaður út.


mbl.is „Fjögurra flokka stjórn án Sjálfstæðisflokks"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Miðað við það sem á undan er gengið er þetta ótrúlega léleg niðurstaða fyrir Samfylkinguna í Kóparvogi.

TómasHa, 30.5.2010 kl. 01:03

2 identicon

"Það er nokkuð ljóst að fólk vill að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fái frí."

Er ég að skoða sömu tölur og þú eða? Sjálfst.fl. er með 34,6% og Frams.fl. með 8,3% sem jafngilda 42,9%! Svo ertu búinn að vera að bulla um allt hér á blogginu um þessi 15% sem hurfu hjá xD en það voru nú bara 9,7% skv ruv.is

Anton (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 02:04

3 identicon

Hvernig færðu það út að flokkur með rúm 30% í fylgi sé sá flokkur sem fólk vill ekki sjá í stjórn.... þarna ert þú að segja að 1/3 af kosningabæru fólki í kópavogi eigi ekki að hafa nokkurt vægi. Ertu alveg viss um að þú viljir halda slíku fram?

Steinar Hrafn Björnsson (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 03:11

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

 Vegna þess að flokkurinn er búinn að vera í stjórn með Framsókn í 20 ár og hefur tapað þeim meirihluta og tapar um 15% atkvæða. Um leið þá eru aðrir flokkar að komast að í kosningum sem og að meirihluti heldur nærri fylgi sínu þrátt fyrir að tapa örlitlu. Og því hefur fólk valið að Flokkurinn hafi ekki lengur forystu um þessi mál lengu. T.d. munar ekki nema um 300 atkvæðum á Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu.

Á kjörskrá: 21.396
Kjörsókn: 17.758 (83,0%)
Talin atkvæði: 14.704 (82,8%)
Auð: 915 (6,2%); Ógild 55 (0,4%)

Og 2 af flokkunum Vg og Næstbestiflokkurinn voru með á stefnuskrá sinni að fella meirihlutan og hljóta því að leita eftir samstarfi við aðra flokka.

Á kjörskrá: 21.396
Kjörsókn: 17.758 (83,0%)
Talin atkvæði: 14.704 (82,8%)
Auð: 915 (6,2%); Ógild 55 (0,4%)
Kópavogur
 Atkvæði%Fulltrúar
BB - Framsókn
9917,21
DD - Sjálfstæðisflokkur
4.14230,24
FF - Frjálslyndir
990,70
SS - Samfylking
3.85328,13
VV - Vinstri græn
1.3419,81
XX - Næst besti flokkurinn
1.90113,81
YY - Listi Kópavogsbúa
1.40710,21

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.5.2010 kl. 03:35

5 Smámynd: Guðmundur Björn

Þeir einu sem vinna í Kópavogi eru X og Y.  Þessir flokkar geta ekki myndað meirihluta samt sem áður, nema í einhverru ævintýralegri samsuðu með Samfó og Vg. Hæpið.

Kópavogsbúar eru allavega ekki að biðja um þá breytingu að Samfó taki við forystu, enda tapa þeir manni.   Þú túlkar það væntanlega þannig?

Hringjum á vælubílinn!

Guðmundur Björn, 30.5.2010 kl. 11:39

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur þú ert ekki í lagi. Samfylking tapar 3%. Markmið flokkana nýju var að koma meirihlutanum frá. Og þá er Samfylkingin eini möguleiki þeirra.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.5.2010 kl. 12:34

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur enda var ég að lesa þetta:

Meirihlutaviðræður í Kópavogi eru þegar hafnar án aðkomu framsóknarmanna og Sjálfstæðisflokks. Oddvitar Samfylkingarinnar og Næst besta flokksins segja nauðsynlegt að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá bæjarstjórn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.5.2010 kl. 12:50

8 Smámynd: Guðmundur Björn

Mér þykja það undarleg fræði að kalla einhvern sigurvegara kosninga sem tapar fylgi og manni, sérstaklega eftir 20 ár í stjórnarandstöðu.

Guðmundur Björn, 31.5.2010 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband