Leita í fréttum mbl.is

Ég er búinn að lesa þessa frétt og sé nú ekkert um að Jóhanna hafi lofað einu eða neinu

Andskoti frjálsleg túlkun Moggans á þessu. Ég hefði t.d. alveg eins skilið að þetta benti til viðtal við umsækjanda:

„Þá vil ég nefna það sem mér láðist að geta í samtalinu. Ráðningarferli seðlabankastjóra hefur sem betur fer farið fram fyrir opnum tjöldum. Það hefur hins vegar þær afleiðingar að hinn alþjóðlegi seðlabankaheimur er vel upplýstur um það. Í aðdraganda umsóknar minnar komu ýmsir þeirra að máli við mig og sumir lögðu beinlínis hart að mér að sækja um," segir Már.

Við erum að tala um stöðu seðlabankastjóra sem ráðinn er inn væntanlega af stjórn Seðlabanka. Hann kann að hafa rætt við Jóhönnu en það er ekkert í þessari frétt að hún hafi lofað einu eða neinu heldur er hann að vísa í hugsanlegar lækkanir á launum seðlabankastjóra. Launum sem núverandi ritstjóri Moggans var á. Annað er ekki rætt. Svo má nefna að allir bankarastjórar viðskiptabankana eru með hærri laun en þau sem Már er með. 

Enn þetta virðist vera megin áhyggjuefni Sjálfstæðisflokksins og Moggans í dag. Þó í dag hafi verið upplýst að Guðlaugur Þór hafi fengið 26 milljónir í kosningastyrki. Sem samsvarar þessum umræddu launahækkunum Más í 6 til 7 ár.

Við erum að tala um stöðu Seðlabankastjóra sem ´heldur betur tók við þröngu búi og hefur fengið heldur betur að finna fyrir nöldri, nagi og sleggjudómum allra "fjármálasnillingana" sem nú eru komnir hér fram á sviðið en földu sig sennilega fyrir hrun.

PS fletti upp á www.althingi.is hvað Jóhanna sagði og þetta fann ég:

Þetta sagði Jóhanna á Alþíngi:

Virðulegi forseti. Ég skal svara þessu alveg skýrt. Það hefur engin ákvörðun verið tekin í forsætisráðuneytinu um að seðlabankastjóri yrði ráðinn á sérkjörum. Ákvörðun um hvenær seðlabankastjóri var ráðinn, sem valinn var úr hópi nokkurra sem sóttu um — ég man ekki hvort þeir voru fimm eða sex — var fyrst tekin þegar fyrir lá niðurstaða þriggja manna nefndar sem var sérstaklega til þess kölluð að fara yfir umsóknirnar og gefa forsætisráðuneytinu álit. Þá fyrst var ákveðið hver skyldi hljóta þessa stöðu.

Varðandi ráðningar án auglýsinga eru reglurnar alveg skýrar: Það er heimilt að ráða án auglýsinga í störf sem eiga að standa í tvo mánuði eða skemur. Það er líka heimilt að ráða ef um afleysingar er að ræða, eins og ég nefndi áðan, vegna veikinda, orlofs, barnsburðarleyfis o.s.frv. En eins og ég sagði er verið að fara yfir þessi mál og mun væntanlega skýrast á næstu dögum eða vikum hvaða reglur munu í framtíðinni gilda um þetta.

Og á öðrum stað

Ég veit ekki hvað ég þarf að tala skýrt í þessu máli, virðulegi forseti, til að hv. þingmaður skilji það að ég hef engin loforð gefið í þessu máli. Ég átti engin samtöl við formann bankaráðs í aðdraganda þess að þessi tillaga var lögð fram (Gripið fram í.) og það er alveg öruggt mál að laun seðlabankastjóra geta ekki verið úr takti við aðrar ákvarðanir sem teknar hafa verið af hálfu hins opinbera. (Gripið fram í.) Það er niðurstaðan og mér finnst líklegt af orðum formanns bankaráðsins að dæma að þessi tillaga verði dregin til baka enda er það skynsamlegt (Gripið fram í.) vegna þess að það að hækka launin er úr öllum takti við þá stefnu sem ríkisstjórnin hefur markað í þessu máli.

Hún segir ekkert um að þau hafi ekki verið í sambandi. Og ekkert um að hann hafi ekki kvartað yfir hugsanlegum launa lækkunum. Hún segir að hún hafi ekki lofað neinum sérkjörum. Ef hún hefur gert það hefur ekki verið sýnt fram á það ennþá.

Og smá viðbót enn:

Í samtali við Pressuna nú í kvöld vísaði Jóhanna því algjörlega á bug að hafa komið að ákvörðunum um launamál Seðlabankastjóra.

Ég sagði honum það afdráttarlaust í samtali okkar áður en hann sendi póstinn að það væri ekki í mínum verkahring að koma að launamálum.

Tölvupósturinn hafi síðan borist og afrit send á Ragnhildi Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra og Láru V. Júlíusdóttur, formanns bankaráðs Seðlabankans.  Jóhanna segir við Pressuna að hún hafi ekki svarað póstinum og ekki haft nein frekari afskipti af málinu.

Þremur dögum síðar, 24. júní, lagði Lára hins vegar fram tillögu til Ragnhildar um starfskjör Más og tveimur dögum síðar var tilkynnt um ráðningu hans sem bankastjóra Seðlabanka Íslands. ( www.pressan.is )


mbl.is Már og Jóhanna ræddu launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Finnst þér virkilega ekkert skrítið að forsætisráðherra sé að hafa bein samskipti við einn umsækjanda?

Hvað með það sem hún sagði á þingi:"það var ekki haft samráð við forsætisráðherra eða fjármálaráðherra um þetta mál. Ég hef gefið alveg skýr svör í þessu máli. Það hafa engin loforð eða fyrirheit verið gefin enda ekki á mínu færi að gefa slík loforð."

Þegar það eru tölvupóstar á fleygiferð á milli manna er varla hægt að segja annað en það sé einmitt verið að hafa samráð við hana.

TómasHa, 5.6.2010 kl. 22:22

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Magnús Helgi það kemur fram í inngangi fréttarinnar að hann Már hafi átt í beinum tölvusamskiptum við Jóhönnu um launakjör sín... hún sagði það í pontu á Alþingi að hafa ekkert komið nálægt ráðningu eða launamálum hans... ítrekaði það svo líka...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.6.2010 kl. 22:37

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En það segir ekkert í þessum gögnum að Jóhanna hafi lofað einu eða neinu eða haft afskipti af því

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.6.2010 kl. 22:54

4 Smámynd: TómasHa

Það breytir þó ekki því að hún sagði ekki rétt frá á þinginu, þegar hún sagðist ekki hafa haft afskipti af málinu.

TómasHa, 5.6.2010 kl. 22:56

5 Smámynd: Magnús Jónsson

Magnús: Nafni taktu af þér gleraugu ömmu þinnar þau henta þér ekki, Jóhanna er ekki þess virði að verja hana í þessu máli, klúður á klúður ofan og allt Jóhönnu að kenna, allt annað er bara klúður.

Magnús Jónsson, 5.6.2010 kl. 23:03

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jóhanna sagði aldrei að hún hefði ekki haft samskipti við Má. Á Alþingi sagði hún:

Þetta sagði Jóhanna á Alþíngi:

Virðulegi forseti. Ég skal svara þessu alveg skýrt. Það hefur engin ákvörðun verið tekin í forsætisráðuneytinu um að seðlabankastjóri yrði ráðinn á sérkjörum. Ákvörðun um hvenær seðlabankastjóri var ráðinn, sem valinn var úr hópi nokkurra sem sóttu um — ég man ekki hvort þeir voru fimm eða sex — var fyrst tekin þegar fyrir lá niðurstaða þriggja manna nefndar sem var sérstaklega til þess kölluð að fara yfir umsóknirnar og gefa forsætisráðuneytinu álit. Þá fyrst var ákveðið hver skyldi hljóta þessa stöðu.

Varðandi ráðningar án auglýsinga eru reglurnar alveg skýrar: Það er heimilt að ráða án auglýsinga í störf sem eiga að standa í tvo mánuði eða skemur. Það er líka heimilt að ráða ef um afleysingar er að ræða, eins og ég nefndi áðan, vegna veikinda, orlofs, barnsburðarleyfis o.s.frv. En eins og ég sagði er verið að fara yfir þessi mál og mun væntanlega skýrast á næstu dögum eða vikum hvaða reglur munu í framtíðinni gilda um þetta.

Og á öðrum stað

Ég veit ekki hvað ég þarf að tala skýrt í þessu máli, virðulegi forseti, til að hv. þingmaður skilji það að ég hef engin loforð gefið í þessu máli. Ég átti engin samtöl við formann bankaráðs í aðdraganda þess að þessi tillaga var lögð fram (Gripið fram í.) og það er alveg öruggt mál að laun seðlabankastjóra geta ekki verið úr takti við aðrar ákvarðanir sem teknar hafa verið af hálfu hins opinbera. (Gripið fram í.) Það er niðurstaðan og mér finnst líklegt af orðum formanns bankaráðsins að dæma að þessi tillaga verði dregin til baka enda er það skynsamlegt (Gripið fram í.) vegna þess að það að hækka launin er úr öllum takti við þá stefnu sem ríkisstjórnin hefur markað í þessu máli.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.6.2010 kl. 23:12

7 identicon

Það er bara nýtt Ísland í uppsiglingu að vanda.  Ég bara tjattaði létt við hann um þetta en kom sko ekkert nálægt þessu.  Það er alveg sama úr hvaða flokki þetta lið kemur.  Það er gjörsamlega laust við siðferði.

itg (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 23:19

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta var að birtast á www.pressan.is

Í samtali við Pressuna nú í kvöld vísaði Jóhanna því algjörlega á bug að hafa komið að ákvörðunum um launamál Seðlabankastjóra.

Ég sagði honum það afdráttarlaust í samtali okkar áður en hann sendi póstinn að það væri ekki í mínum verkahring að koma að launamálum.

Tölvupósturinn hafi síðan borist og afrit send á Ragnhildi Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra og Láru V. Júlíusdóttur, formanns bankaráðs Seðlabankans.  Jóhanna segir við Pressuna að hún hafi ekki svarað póstinum og ekki haft nein frekari afskipti af málinu.

Þremur dögum síðar, 24. júní, lagði Lára hins vegar fram tillögu til Ragnhildar um starfskjör Más og tveimur dögum síðar var tilkynnt um ráðningu hans sem bankastjóra Seðlabanka Íslands

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.6.2010 kl. 23:31

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

itg. Veit ekki alveg hvernig þitt fyrirmyndarríki er en skv. því sem þú segir þá á fólk bara ekki að tala saman

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.6.2010 kl. 23:32

10 Smámynd: Magnús Jónsson

Magnús: Þú varst að sanna að Jóhanna laug, og Jóhanna vissi að hún Laug en samt ert þú að reina að verja, hvað er að hjá þér drengur minn , er öskufallið að fyrra þig rænu...

Magnús Jónsson, 5.6.2010 kl. 23:37

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu hverju laug Jóhanna. Hún sagðist ekkert hafa með launakjör seðlabankastjóra að gera og hefði sagt honum það. Sorry ég skil þig  ekki

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.6.2010 kl. 23:44

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta var ég að segja hér áðan. Þetta er tekið af pressunni í kvöld:

 Jóhanna segir við Pressuna að hún hafi ekki svarað póstinum og ekki haft nein frekari afskipti af málinu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.6.2010 kl. 23:45

13 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nauðsynlegt fyrir menn að kynna sér málin áður en þeir hlaupa eftir túlkunum á einhverjum gögnum. Sér í lagi þegar það birtist í fjölmiðli mbl.is sem stýrt er af fyrrverandi Seðlabankastjóra sem Jóhann þvingaði til að hætta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.6.2010 kl. 23:47

14 Smámynd: Magnús Jónsson

Magnús: ertu að gefa það í skin að þetta sé Davíð Odds að kenna????, Jóhanna laug ertu þroskaheftur, hún kom fram í sjóvarpi og sagðist ekkert hafa vitað eyðaskipt sér af, er það moggalygi ég bara spyr??? hvar ætlarc þú að draga mörkinn maður????

Magnús Jónsson, 6.6.2010 kl. 00:44

15 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hún sagðist ekki hafa gert það og segir það ennþá sbr.

Ég sagði honum það afdráttarlaust í samtali okkar áður en hann sendi póstinn að það væri ekki í mínum verkahring að koma að launamálum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.6.2010 kl. 00:57

16 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Það er öllum óþroskaheftum mönnum ljóst, að frú Jóhanna laug. Kannske er það henni tamt ? Þá er ástæða til að vorkenna henni.

Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 6.6.2010 kl. 11:10

17 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Aumingja Maggi...

Jóhanna (af Örk) er ekkert betri en allir hinir. Og hann sem hélt að hún, einsog hitt SF fólkið (Össur, ISG, Steinumm Dagur o.fl, væri betri !

Birgir Örn Guðjónsson, 6.6.2010 kl. 11:21

18 identicon

Hún fór amk frjálslega með sannleikann á Alþingi og það segir mér að hún fari létt með að ljúga að blaðamönnum Pressunnar! Það er veruleg skítalykt af þessu máli.

Mér finnst samt óþægilegastur hótunartónninn í orðum Más... Honum hefur greinilega verið gert ljóst að hann væri óskakandídatinn í jobbið!

SÓ (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband