Leita í fréttum mbl.is

Akkurat það sem ég sagði í gær.

Vill í þessu sambandi setja hér smá tilvitnun úr blogginu mínu frá því í gær. Því að ég er þess fullviss að hér er um skipulega aðför að Jóhönnu gerða og skipulagða af óvönduðum mönnum. Og þeir hika ekki við 7 dögum fyrir sumarleyfi Alþingis að taka tíma frá því að klára áríðandi mál til að reyna að koma höggum á Jóhönnu og stjórnina þar sem þeir vita að staða hennar er ekki sterk. En þetta sagði ég í gær.

Í stuttu máli virðist Sigurður Kári sjálfstæðismaður líta á þetta sem sitt helsta hlutverk eftir að hann komst á þing. En hann komst inn á þing þegar Illugi Gunnar tók sér ótímabundið leyfi frá þingstörfum. Sigurður Kári er jú að því mig minnir í nánast hring með Hannesi Hólmsteini og nú er kominn tími til að refsa Jóhönnu fyrir að hafa verið vond við Davíð. Og við vitum að þeirra meðöl eru ekki vönduð.

Hann hóf sín störf á þingi með því að koma upp við öll tækifæri og spyrja sömu spurninganna. Svo rammt kvað að þessu að Róbert Marshall líkti honum við Rafhlöðu kanínu

Andskoti væri það hart ef að þetta yrði til að koma sjálfstæðismönnum aftur að völdum. Því fólk ætti að gera sér grein fyrir að ef þessi stjórn segir af sér verða ekki kosningar fyrr en aðrir flokkar fá tækifæri á að mynda nýja stjórn. Og þá væri það sjálfstæðisflokkurinn sem kæmi þar inn.


mbl.is „Pólitískt áhlaup á mig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna ! Er virkilega blessuð dúfan hún Jóhanna einnig komin með "Davíðs-heilkennið"?

 Fara menn ekki að finna upp lyf gegn þessum óhugnanlega sjúkdómi ?? !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 21:38

2 Smámynd: Sigurjón

Sæll Maggi.

Þú ert mesti spámaður síðan Nostradamus var og hét.  Það er ekki spurning.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 7.6.2010 kl. 21:41

3 identicon

Jafnvel sjálfur Nostradamus hefði aldrei getað spáð að drengsnáðinn Róbert Marshall, yrði formaður alsherjarnefndar hins háa Alþingis !!

 Né heldur að Ísland yrði fyrsta ríki heims til að lyfta lesbíu í stól forsætisráðherra !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband