Leita í fréttum mbl.is

Þörf á breyttum áherslum við ofbeldi.

Mér ofbýður gjörsamlega allt þetta ofbeldi sem kemur orðið upp nær daglega hér á landi. Ég held að það sé full þörf á því að breyta áherslum í lögum og dómum varðandi þetta.

  • Mér finnst að  ofbeldi þar sem fólk er slegið með áhöldum, þar sem fólk er kýlt og sparkað í höfuð þess eigi oftar að vera skilgreint sem tilraun til manndráps, og dæmt eftir því.
  • Mér finnst að það eigi ekki að líðast að menn sem beita aðra ofbeldi séu bara látinir ganga lausir og sagt að lögreglan viti hverjir þar voru.
  • Mér finnst að ofbeldismenn eigi að vera dæmdir sem fyrst í fangelsi þar sem þessir menn eru gjarnan líklegir til að beita aðra ofbeldi áður en dómur gengur í fyrra máli.
  • Mér finnst að samfélagið eigi að taka hart á öllu ofbeldi og þannig að fólk geri sér grein fyrir að afleyðingar ofbeldis sé nokkurra ára fangelsi.
  • Ég veit að oft eru þetta handrukkanir en það afsakar ekki ofbeldi enda eru þar verið að rukka fyrir ólögleg viðskipti t.d. með eiturlyf.

Það er gjörsamlega óþolandi að hér sé ofbeldi orðið viðloðandi og fólk orðið hrætt að fara um að kvöldlagi.

Frétt af mbl.is

  Ráðist á sofandi mann
Innlent | mbl.is | 22.1.2007 | 12:51
Ráðist var á mann snemma í gærmorgun þar sem hann hafði lagst til svefns í húsi í Þorlákshöfn þar sem hann var gestkomandi. Manninum var hent út úr húsinu á nærfötunum og gengið í skrokk á honum en árásarmennirnir yfirgáfu manninn þar sem hann lá hreyfingarlaus á jörðinni.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi stóð maðurinn upp, eftir að árásarmennirnir voru farnir, og fór inn nærliggjandi hús þar sem hann greindi frá því hvað fyrir hann hafði komið. Maðurinn var fluttur á heilsugæslustöðina á Selfossi þar sem í ljós kom að hann var með brotnar tennur.
Lögreglan segir málið í rannsókn en vitað sé hverjir árásarmennirnir eru.
Um kl. sjö á sunnudagsmorgun var ráðist á tvo menn þar sem þeir voru á ferð á bak við hús Kaupþing við Austurveg á Selfossi. Fjórir menn úr Reykjavík réðust að þeim með þeim afleiðingum að annar hlaut skurð og aðra minni háttar áverka í andliti. Málið er í rannsókn.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar nú aðeins til þess að leiðrétta þessa frétt því hún er ekki sönn. Þetta var í mínu heimahúsi og komu vinur minn og vinkona að þessu manni hálfnöktum uppí rúmi hjá mér þar sem hann ætlaði greinilega að athafna sig á kynferðislega hátt, ég sofandi eða áfengisdauð ef út í það er farið. Þessi maður var EKKI sofandi þegar þau komu að og voru búin að margbiðja hann að vinsamlegast fara út úr herberginu. Ekki tók hann það í mál. Þá var tekið í hann og  hann dreginn úr rúminu og þá hófust slagsmál út frá því. Maðurinn minn og vinir tóku þennan perra og hentu honum út fyrir hurðina og lokuðu henni svo á hann. Það var ekkert gert við hann úti, hann var ekki laminn meðan hann var sofandi, hann var ekkert fórnarlamb. Þessi maður ætlaði sér að nauðga mér, þvertók fyrir að fara útúr herberginu þó hann vissi vel að ég var sofandi í einbreiðu rúmi og engin boð til hans um að koma til mín. Það má nú ekki alveg trúa öllu því sem hægt er að lesa og þá alls ekki þessu máli. Tilraun til nauðgunar hefur verið kærð.

Þolandi.

Anna (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 19:31

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta er þá undantekning. Vissulega réttlætanlegt að koma svona perra út úr húsi jafnvel með hörðu. En þetta er þá undantekning sem sannar regluna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.1.2007 kl. 21:56

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ekki málið

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.1.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband